Ísfirðingur


Ísfirðingur - 08.11.1960, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 08.11.1960, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGUR r, ÍSFIRÐINGUR Útgefandi: Framsóknarfélag Isfirðinga. Ábyrgðarmaður: Jón Á. Jóhannsson Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 ----'J K j ar asker ðing- arstjórn I síðasta Skutli er frá því sagt, að Alþýðuflokksmenn hafi lagt fram tillögu á miðstjórnarfundi A.S.l. varðandi kaup- og kjara- mál. Hafi verið til þess ætlast að tillögurnar yrðu ræddar við ríkis- stjórnina til þess „að ganga úr skugga um, hvort ekki væri hægt að auka kaupmátt launanna með ýmsum lækkunum á verðlagi“ o. fl. (Leturbreyting blaðsins). En þess- um tillögum hefðu kommúnistar í stjóm A.S.Í. stungið undir stól. Ekki skal ísfirðingur blanda sér í heimiliserjur krata og kommún- ista. En hitt verður að telja furðu- legt, að ennþá skuli vera til menn enda þó þeir séu nú líklega orðnir fáir, — sem telja, að það gæti komið að einhverju gagni að ræða við núverandi ríkisstjórn um kjarabætur eða verðlækkanir á vörum. Núverandi ríkisstjórn mun vera eina ríkisstjórnin sem setið hefur að völdum á íslandi sem virðist hafa unnið markvisst og skipulega að alhliða kjaraskerðingu, verð- hækkunum og setningu okurvaxta. Hún er því sannkölluð kjiaraskerð- ingarstjórn. Það hljóta því að vera menn sem á einhvern hátt hafa dagað uppi, sem telja það einhvers virði að ræða við hana um verð- lækkanir og kjarabætur. Haustið 1958, sama haustið sem núverandi stjórnarherrar tóku við völdum, var verð á eftirtöldum vörum sem hér segir: Molasykur kr. 6,43, Strásykur kr. 4,28, Flór- sykur kr. 5,13, Kartöflumjöl kr. 5,83, Rúgmjöl kr. 2,99, Hveiti kr. 3,36, Hrísgrjón kr. 4,96 og Hafra- mjöl kr. 3,08. í dag kosta sömu vörutegundir: Molasykur kr. 10,60, Strásykur kr. 6,95, Flórsykur kr. 10,00, Kar- töflumjöl kr. 9,50, Rúgmjöl kr. 6,10, Hveiti kr. 6,00, Hrísgrjón kr. 9,30 og Haframjöl kr. 6,85. Á þessum samanburði t.d. geta menn séð alla blessunina af handa- verkum stjómarherranna og menn geta haldið áfram að bera saman, t.d. verð á framleiðslutækjum, svo sem skipum, veiðarfærum og land- búnaðarverkfærum, að ógleymdum samanburði á vöxtunum. Ætli það verði ekki fremur fáir sem geta kallað árangurinn kjarabætur. MWBMMMIBttllMrttUtWIMIIIIIIIHaHBIIIHtllllllllBllllllltlHBM H E I L ósoðin rúllupylsa 25 ki’ónur kílóið. Kaupfélag ísfirðinga — Kjörbúð — Sími 96. Fréttabréf frá Flateyri Framhald af 4. síðu. skamms. Skipstjóri verður Jón Kr. Jónsson. Aflann hyggst félag- ið verka í hinu nýja húsi. Fiskiðjan h.f. keypti fasteignir ísfells h.f. á Flateyri. Fyrir tveim árum reisti Isfell nýtt, tæplega 1000 fermetra hús til stækkunar frystihúsinu. Er nú verið að inn- rétta það og mun áformað að þar verði bæði fiskmóttaka og vinnslu- salir. Er áætlað að sú framkvæmd kosti fullar 2 millj. króna. Fisk- iðjan gerir út m.b. Hjálmar frá Neskaupstað í vetur. Hann hóf róðra laust fyrir miðjan mánuðinn og hefur aflað allvel. Skipstjóri er hinn kunni sægarpur Sölvi Ás- geirsson, sem kominn er nú á átt- ræðisaldur. Um áramót mun á- formað að Kristján Ibsen frá Suð- ureyri verði skipstjóri. Ekki er enn vitað um fleiri báta, sem gerð- ir verða út héðan. Á vegum hreppsins hafa einnig verið ýmsar framkvæmdir, auk barnaskólans. Reist var í sumar áhaldahús fyrir hreppinn. Þá er og hafin framkvæmd vegna fyr- irhugaðra breytinga á holræsa- kerfi þorpsins. Er áformað að láta allt skólpa renna fram úr odda- tánni, og er búið að leggja rörin fyrsta spottann. Er þetta aðkall- andi fnamkvæmd vegna frárennsl- is frá hinum nýju fiskverkunar- húsum. Einnig er verið að veita svonefndum Bótarlæk í steypt rör og er mikil bót að því. Uppskera garðávaxta var hér yfirleitt góð og menn hafa hér sem annarsstaðar einmuna haust- blíðu. Slátrun lauk hjá Kaupfélagi ön- firðinga 5. þ. m. Slátrað var 3700 fjár. Meðalkjötþungi tæp 15 kg. G. Svo kalla hinir sífækkandi að- dáendur rikisstjórnarinnar hana „viðreisnarstjórn.“ Sér er nú hver viðreisnin. En fyrir aðgerðir rik- isstjórnarinnar sjálfrar, er orðið „viðreisn“ nú orðið háðsyrði á vör- um almennings þegar það er not- að um athafnir hennar. niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiniiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ■iiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii illlllllllllllllllllllllllllll IIIIIIII lllllllllllll lll IHIIIII llll III lllllllllllllllllllll 111111111111111111111111111IIIIIIIII llllll IIIIIIIIIIII llllfl II llllll II | Tilkynnðng \ | Nr. 26/1960. I Verðlagsnefnd hefur í dag ákveðið eftirfarandi hámarksverð í heildsölu og smásölu á innlendum niðursuðuvörum: Heildsölu- Smásölu- verð: verð: | Fiskbollur, 1/1 dós kr. 11,80 kr. 15,20 Fiskbollur, 1/2 dós — 8,20 ■— 10,55 | Fiskbúðingur, 1/1 dós — 14,25 — 18,35 Fiskbúðingur, 1/2 dós — 8,60 — 11,05 | Murta, 1/2 dós — 11,65 — 15,00 Sjólax, 1/4 dós — 8,55 — 11,00 | Gaffalbitar, 1/4 dós — 7,20 — 9,25 Kryddsíldarflök, 5 Ibs — 59,95 — 77,20 | Kryddsildarflök, 1/2 Ibs. . .. — 15,25 — 19,65 Saltsíldarflök, 5 lbs — 54,20 — 69,80 | Sardínur, 1/4 dós — 6,75 — 8,70 1 Rækjur, 1/4 dós — 9,40 — 12,10 | Rækjur, 1/2 dós — 30,15 — 38,80 Grænar baunir, 1/1 dós — 10,00 — 12,90 1 Grænar baunir, 1/2 dós —• 6,50 — 8,35 Gulrætur og grænar baunir, 1/1 dós — 13,35 — 17,20 Gulrætur og grænar baunir, 1/2 dós — 7,60 — 9,80 Gulrætur, 1/1 dós — 14,00 — 18,05 1 Gulrætur, 1/2 dós — 8,75 — 11,25 Blandað grænmeti, 1/1 dðs . — 13,90 — 17,90 1 Blandað grænmeti, 1/2 dós , — 8,20 — 10,55 Rauðrófur, 1/1 dós — 18,55 —■ 23,90 Rauðrófur, 1/2 dós Söluskattur er innifalinn í verðinu. — 10,60 — 13,65 Reykjavík, 31.• október 1960. VERÐL AGSST J ÓRINN. Hiiiiiiiiia!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii:liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiliiiiiliiliiii,l|,l|il||l|ilii|,illj|l||)ll|||ll||j|M||,|||||j||l|,|,|

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.