Ísfirðingur


Ísfirðingur - 08.11.1960, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 08.11.1960, Blaðsíða 4
Gjaldþrot stjórnarstefnunnar Hvað er í f réttum? Hjónaefni. Nýiega hafa opinberað trúlofun sína: Frk. Guðrún Jónsdóttir, Hóli, og Kristján Jóhannesson, Hjarðar- dai, Mosvallahreppi. Frk. Jóhanna Jóakimsdóttir og Ásgeir Karlsson, Hnífsdal. Afmæli. Frú Sigurveig Jónsdóttir, Hlíð- arvegi 17, ísafirði, kona Sigurðar Pálssonar, frá Nauteyri, átti sex- tugsafmæli 23. f. m. Frú Svanfríður Albertsdóttir, Sundstræti 31, ísafirði, kona Hall- dórs Sigurðssonar, fyrrv. skip- stjóra, átti sextíu og fimm ára af- mæli 26. f. m. Frú Lára Eðvarðsdóttir, Hafn- arstræti 1, ísafirði, kona Elíasar J. Pálssonar, konsúls, átti sjötíu ára afmæli í gær, 7. nóv. Boðnir til Japan. Japönsku netaframleiðendurnir Tomoi buðu nýlega þeim Guð- mundi Sveinssyni og Guðmundi í. Guðmundssyni, netagerðarmeist- urum á ísafirði, til Japan. Fyrir rúmlega viku flugu þeir frá Reykjavík til Kaupmannahafn- ar og Hamborgar, en þaðan flugu þeir svo í þotu til Japan með við- komu í Alaska. Gert er ráð fyrir að þeir dvelji um tíma í Tokio og kynni sér þar framleiðslu þessa stóra fyrirtækis, sem á s.l. ári framleiddi um 40% af öllum netaútflutningi Japans. Heildverzlunin Marco í Reykjavík hefur umboð hér á landi fyrir Tomoi, en Netagerð Vestfjarða hefur keypt og selt mikið af net- um og netaefni frá þessu japanska fyrirtæki. Á heimleið, síðari hluta mánað- arins, munu þeir Guðmundarnir fljúga um Hawaiieyjar, San Fransisco, Los Angeles og New York. Heiðursborgari. Á fundi bæjarstjórnar ísafjarð- ar 25. f. m. var Jónas Tómasson, tónskáld, kjörinn fyrsti heiðurs- borgari ísafjarðar. Sama dag hélt sóknarnefnd Isa- fjarðar og Sunnukórinn Jónasi samsæti í tilefni þess að hann átti nýlega 50 ára afmæli sem orgel- leikari í ísafjarðarkirkju. 1 sam- sæti þessu afhenti Bjarni Guð- björnsson, fyrsti varaforseti bæj- arstjómar, Jónasi heiðursborgara- bréfið, en það var skrautritað af Finni Magnússyni, kaupmanni. Einar B. Ingvarsson, form. sókn- arnefndar, stjórnaði samsætinu. Sunnukórinn, undir stjórn Ragn- ars H. Ragnar, söng lög eftir Jónas. Jónas Tómasson hefur unnið mjög mikilsverð störf í sambandi við söng- og tónmennt hér í bæ. Stefna ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum sýnir sig alltaf betur og betur. Og nú liafa stjórnarsinn- ar fengið tækifæri til að túlka blessun þessarar stefnu í útvarps- umræðum frá Alþingi í sambandi við fjáriagafrumvarp fyrir næsta ár. % Fjárlagaræða Birgis. Fjárlagaræða Birgis Finnssonar ætti það skilið að vera rækilega athuguð, því að hún snérist mest um efnahagsmálastefnu stjórnar- innar. Hér verður þó að fáu einu vikið. Birgir komst að þeirri niður- stöðu að þjóðin hefði tapað 300 miiljónum króna á þessu ári vegna aflabrests á síldveiðum og verð- falls á fiskimjöli. Þetta er fundið með því að miða við aflamagn og verðlag síðasta árs. Hins vegar sleppti Birgir því alveg úr reikningnum að fiskafli bátaflotans er í ár miklu meiri en í fyrra og flutt er út í mjög vax- andi mæli loðdýrafóður, sem er úr- gangsfiskur, sem ella hefði fariö í fiskimjöl. Birgir Finnsson er væntanlega það vel að sér í bókhaldi að hann veit það fullvel að rétt niðurstaða fæst ekki með því að grípa ein- stakar tölur út úr. En hér var ekki verið að leita að réttri niður- stöðu, heldur að finna einhverjar tölur, sem gætu verið afsökun þess, að loforð og spádómar stjórn- arflokkanna hefðu brugðist. Vonbrigði stjórnarinnar. Um síldarleysið í sumar er svo það að segja, að þrátt fyrir allt hefur ekki verið nema eitt síldar- ár betra þann áratug, sem nú er að enda. Hafi ríkisstjórnin orðið fyrir vonbrigðum með þetta síldarsum- iar og viðreisnin mistekist hjá henni vegna þess, hafa áætlanir hennar og reikningar ekki verið miðaðir við meðalafla síðasta ára- tug, heldur toppár á þeim tíma. Það er vitanlega hrein og bein fásinna að miða áætlanir sínar við mesta aflamagn og hæsta verðlag framleiðslunnar í öllum greinum. Sá, sem það gerði, væri dæmdur til ósigurs. Hver trúir því, að rík- isstjórnin viðurkenni að hún hafi miðað áætlanir sínar við slíkt? Falski víxillinn. Svo lánlítill var Birgir Finnsson í málflutningi sínum iað hann fqr að tala um þá stefnu Alþýðu- flokksins að stöðva verðlagið. Þetta var sízt smekklegra en að nefna snöru í hengds manns húsi. Birgir mátti vel vita 'það, að hann var kosinn á þing í fyrrahaust vegna þess að honum og félögum hans tókst að véla nógu marga hrekklausa kjósendur til að trúa því, að þessi stöðvun væri ófrá- víkjanleg stefna Alþýðuflokksins og flokkurinn væri meira að segja búinn að binda allt verðlag fast. Það var kosningavíxill Alþýðu- flokksins. Og sá víxill var falskur. Útgeíandinn ætti því sízt að hæla sér af honum, þó að einhverjir væru nógu einfaldir til að líta á þetta sem góða og gilda pappíra. Allir vita, að allt verðlag hefur stór hækkað. Ríkisstjórnin blátt áfram trúir á hækkað verðlag Vaxtahækkun hennar er einn lið- urinn í því að hækka verðlag og minnka kaupgetu almennings. En vaxtahækkunin var einn liður í viðreisn ríkisstjórnarinnar. Okurvextirnir. Það er nú komið í Ijós, að okur- vextir stjórnarinnar eru dráps- klyfjar, sem íslenzkt atvinnulíf rís ekki undir. Það finna stjórnarsinn- ar eins og aðrir. Sjálf ríkisstjórn- in veit að því fer víðs fjarri að atvinnuvegimir séu á heilbrigðum og öruggum grundvelli. Það hefur meira að segja verið ymprað á því í Alþýðublaðinu að taka erlent lán til að fleyta sjávar- útveginum fram á komandi vetr- arvertíð. Svo vel hefur viðreisnin gefist. Svo öruggur er grundvöll- urinn. Þegar ríkisstjórnin hefur í eitt ár framkvæmt þá stefnu sína að koma útflutningsframleiðslunni á heilbrigðan grundvöll og sporna við lántökum erlendis frá, þá hefur verið talað um það í blöðum henn- ar að taka erlent lán fyrir útgerð- ina til að borga vaxtahækkunina svo að hægt væri að halda atvinnu- tækjunum gangandi á vetrarver- tíðinni. Auðvitað eru skaplegir vextir eitt af því sem stuðlar að bættum lífskjörum og heilbrigðum at- vinnurekstri. Vaxtahækkunin sjálf, sem átti að vera til að örva spari- fjármyndun, leggur stein í götu sparifjármyndunar að því leyti sem hún gerir afkomu manna verri og fækkar þeim krónum sem almenningur gæti lagt fyrir. Leið- in til að auka sparifjármyndun er alls ekki sú að minnka kaupgetu og rýra lífskjör alls almennings í landinu. Það er ekki einhlítt að Iréttabréf frá Flatejrri Flateyri 28. okt. 1960. Hér er nú risinn af grunni nýr barnaskóli. Er það myndarlegt tveggja hæða hús. Hinn 8. október s.l. var lokið við að reisa sperr- urnar. í því tilefni bauð hrepps- nefndin til kaffidrykkju í sam- komuhúsinu öllum þeim, sem unn- ið höfðu við að reisa skólann, og auk þess skólanefnd og starfsliði barnaskólans. Magnús Konráðs- son, oddviti, skýrði frá byggingar- framkvæmdum, en auk hans töl- uðu Hjörtur Hjálmarsson, skóla- stjóri, Sveinn Gunnlaugsson,, fyrv. skólastjóri, og Jón Hjartar, form. skólanefndar. Verkið hefur gengið mjög vel undir forustu Bjarna Þórðarsonar, sem er yfirsmiður við skólann. Daginn eftir var barnaskólinn settur. Skráðir nem- endur eru nú 102, eða fleiri en nokkru sinni fyrr, og þess vegna mjög mikil þrengsli í hinu gamla skólahúsi. Sveinn Gunnlaugsson, fyrrv. skólastjóri, kennir enn við skólann. Gunnlaugur H. Sveinsson flutti frá Flateyri í haust, en í hans stað var Sveinn Hafberg ráð- inn að skólanum. Þrjú ný atvinnufyrirtæki voru stofnuö hér í sumar. Hjallanes hf. keypti og gerir nú út bátinn Ás- geir Torfason. Hóf hann róðra um miðjan mánuð og hefur aflað all- vel. Skipstjóri er Benedikt V. Gunnarsson. Fiskiborg h.f. hefur reist nýtt fiskverkunarhús, um 450 fermetra að stærð. Auk þess hefur félagið fest kaup á m.b. Val- þóri frá Seyðisfirði, og er hann væntanlegur til Flateyrar innan Framhald á 2. síðu. hækka innlánsvexti. Menn verða líka að eiga einhvern afgang. Þetta er öllum að verða Ijóst, — líka stjórnarsinnum. Dauðadæmd stjórnarstefna. Það er einkennandi fyrir stjórn- málaástandið nú, að talsmaður ríkisstjórnarinnar gerir enga til- raun til að halda því fram að við- reisnin hafi heppnast eða efndir orðið á kosningaloforðum. Hins- vegar reynir hann að kenna ár- ferði og óviðráðanl. atvikum um það, að viðreisnin hefur mistekist. Eina von stjómarinnar nú þegar er sú að telja megi þjóðinni trú um að óviðráðanleg og ófyrirsjáanleg atvik hafi ruglað allt rímið. Hitt er þó sönnu nær að stjómarstefn- an var fyrirfram dauðadæmd. Samdráttur í framkvæmdum og framleiðslu, okurvextir og verð- bólga er ekki leið til bættra lífs- kjara. Það stóð aldrei til að þessi stjórnarstefna yrði farsæl. Og nú játa stjórnarsinnar sjálfir gjald- þrot hennar. . H. Kr.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.