Ísfirðingur


Ísfirðingur - 16.11.1960, Síða 1

Ísfirðingur - 16.11.1960, Síða 1
Áskriftarsimi blaðsins er 332. Kaupiö og lesið ÍSFIRÐING 10. árgangur. Isafjörður, 16. nóvember 1960. 17. tölublað. Það borgar sig að auglýsa. AuglýsiZ i ÍSFIRÐINGI Halldór Kristjánsson: Baráttan nm stofiláiasjðði bænda Hagur stofnlánasjóða landbúnaHarins, — ByggingursjóSs og Ræktun- arsjóös, — hefur veriS einna heilast deilumál á Alþingi þvi, sem nú sit- ur. — Stjórnarsinnar deila fast á Framsóknarmenn fyrir þaó, a& þessir sjóSir eru i greiSsluþroti. 1 því sambandi er talaS um gjatdþrot og óreiSu o.s.frv. Rekstri þessara sjóSa er j>á jafnvel lýst sem sérstakri fjárhags- legri glópsku, sem naumast eigi sinn líka á þessu landi. Vegna þeirra lesenda IsfirSings, sem ekki þekkja til í sveitum af eigin raun, vildi ég biSja blaSiS fyrir nokkur orS þessum málum til skýringar. Samkvæmt löggjöf Alþingis. Hlutverk þessara sjóða er að veita lán til bygginga og ræktun- arframkvæmda í sveitum. Alþingi hefur sett löggjöf um það til hverra framkvæmda megi lána. Það hefur líka ákveðið lánskjörin. Of mörg lán, alltof hagstæð lán. Sök Framsóknarmanna, sem nú eru sagðir hafa ráðið þessu, er sú, að lánin hafi verið of ódýr og of mikið hafi verið lánað. Ég man ekki eftir því, að fram hafi komið á Alþingi tillaga um að hækka vexti af þessum lánum, fyrr en það var samþykkt í fyrra. Stjórnarflokkarnir núverandi eru því að vissu leyti samsekir Fram- sóknarmönnum um það efni, hvort sem því veldur fremur andvara- leysi, svo að þeir hafi ekki séð hættuna eða hitt að þeir hafi látið Framsóknarmenn bera sig ráðum eða kaupa sig til samþykkis bak við tjöldin. Framsóknarmenn bera ekki af sér ábyrgðina. Þá er hitt, að ofmikið hafi ver- ið lánað. Stjórn Búnaðarbankans hefur litið svo á, að þeir ættu rétt til þessara lána, sem á annað borð stæðu í þeim framkvæmdum, sem lána mætti til. Eftir hverju átti annars að flokka umsækjendur? Hitt er satt, að Framsóknar- flokkurinn hefur jafnan beitt sér fyrir því, að útvega þessum sjóð- um fé, svo að þeir gætu lánað. Þessvegna hafa bændur mátt treysta því undanfarin ár, að þeir gætu fengið þessi lán eins og lög- in gerðu ráð fyrir. Það hefur ekki alltaf verið átakalaust að útvega féð, og ef til vill á hitinn í um- ræðunum nú eðlilegar orsakir í sárindum eftir þau átök á liðnum árum. Lánsstofnanir geta grætt. Nú er það í sjálfu sér enginn vandi að reka lánsstofnun með hagnaði. Það er bara að hafa vext- ina nógu háa. Víst var sá mögu- leiki til. En hvað hefði hlotizt af að fara þá leið? Enginn neitar því að lánsþörfin hafi verið mikil. Bændur hafa staðið og standa í því að breyta búskap sínum. Þeir þurfa að rækta landið, þurrka, taka grjót, bylta og slétta, sá og bera á. Þegar allt þetta er búið og ræktunin fer að svara vöxtum í meiri heyfeng þarf að byggja hlöður og jafn- framt því aukin gripahús því að heyið er ekki tekjur fyrr en því er breytt í afurðir. Þetta er mikil fjárfesting. Og jafnhliða henni hafa svo bændur orðið að afla sér nýrra tækja, en til þeirra kaupa lána þessir sjóðir ekki. Skortur á innlendri framleiðslu. Gerum okkur svo grein fyrir því hvað það þýddi ef þessi lán hefðu verið dýrari, eða sjóðirnir lokaðir svo að bændur hefðu þui'ft að leita annað eftir dýrari lánum. Hefðu lánin ekki fengist eða ekki verið tekin þýddi það minni fram- kvæmdir, minni framleiðslu og fleiri eyðibýli. Þá þyrfti nú að flytja inn landbúnaðarvörur í miklu stærri stíl en gert er. Dýrari landbúnaðarvörur. Þetta er þó ekki nema önnur hlið málsins. Hin hliðin er sú, að landbúnaðarvörur væru dýrari en þær eru nú. Þetta er auðreiknað dæmi. Land- búnaðarvörur eru verðlagðar þannig, að meðalbóndinn á að hafa svipaðar tekjur og verkamaður. Eitt af því, sem hefur áhrif á verðlagið er vaxtabyrði bóndans. Öll vaxtahækkun hjá honum hlýt- ur að koma fram í hækkuðu af- urðaverði. Þeir, sem vilja dýrai’i lán fyrir bændur nú, vilja því að öðru óbreyttu hækkað verð á land- búnaðarvörum. Hærra verðlag eða meiri niðurgreiðslur. Þegar Alþýðuflokkui’inn deilir nú á Fi’amsóknarflokkinn fyrir stjórn hans á þessum málum og viðskiptamálaráðherra hans telur það fádæma glópsku í fjármálalífi Islendinga að ekki var svo um hnútana búið að skuldir bænda við Ræktunarsjóð og Byggingarsjóð hækkuðu að nafnverði í krónutölu við gengislækkunina, þá er það vegna þess, að sá góði flokkur vildi jafna gengistap þessara sjóða með hækkuðu útsöluverði á kjöti og mjólk, svo framarlega sem menn- irnir hafa hugsað þetta til enda og lokið við að reikna dæmið. Ef til vill hafa þeir viljað láta ríkis- sjóðinn bæta á sig í niðurgreiðslu- formi þeirri vei’ðhækkun. En þá mætti spyi’ja hvað það væri betra en að ríkissjóður bætti stofnlána- sjóði gengistapið, eins og baráttan stendur um. Leið misréttisins. Enda þótt bændastéttin í heild fái uppborinn í hækkuðu afurða- verði aukinn reksturskostnað vegna hærri vaxta kemur það þó misjafnvela við. Þeir, sem mikið skulda verða þar auðvitað harðar úti. Einn bóndi, sem verður að borga 5 þúsund á ári vegna hækk- aðra vexta, fær kannske 2 þúsund aftur í hækkuðu afurðaveröi. Ann- ar, sem er skuldlaus og engum auknum reksturskostnaði verður fyrir af þeim sökum, fær kannske 6 þúsund á ári í þeirri verðhækk- un, sem gerð er vegna hinna skuld- ugu. Það er undarlegt að heyra jafn- aðarmenn, sem sérmenntaðir enx í hagfræði, halda slíkum aðgerð- um fram. ódýru lánin hafa lækkað af- urðaverðið og sparað ríkis- sjóði fé. Þegar landbúnaðarafurðir enx verðlagðar er vitanlega lagt til grundvallar hvað bóndinn geti haft margar skepnur. Vegna þeirra framkvæmda, sem orðið hafa í sveitum og Ræktunarsjóður hefur lánað til hefur vísitölubúið verið stækkað en það þýðir, að meira afurðamagn er reiknað í kaupi bóndans, svo að verðið lækkar. Þannig eru það fleiri en bændur einir, sem njóta góðs af þessum hagkvæmu lánum. Þau eru þegar farin að segja til sín í lægna af- urðaverði en ella. Ætla má, að það komi fram í lægri niðurgreiðslum þannig að ríkissjóður hafi þessi árin nokkrar hagsbætur af þeim sökum (minni útgjöld) á móti því, sem hann hefur lagt til stofnlána- sjóða landbúnaðarins. Svo geta hagspekingar ríkis- stjórnarinnar brotið heilann xxm það hvort sé betri búskapur, að leggja ríkisfé fram til þess, að landbúnaðarframleiðslan verði ó- dýrari eins og gert hefur verið eða vei’ja því til niðui’greiðslu á dýr- ari framleiðslu. Hvar á gengistapið að lenda? Það, sem hefur gerzt, og nú er gert að ádeiluefni á Framsókn- arflokkinn, er þetta. Bændum hafa verið veitt hag- kvæm og ódýr lán til að færa bú- skap sinn í betra horf. Meiri eftir- tekja af hverju dagsverki fæst ekki nema með ræktun og hag- kvæmum byggingum. Með stuðn- ingi þessara umdeildu lána hefur náðst mikill árangur, sem veldur því að þjóðin er ekki mjög fjarri því í dag að vera sjálfri sér nóg um kjöt og mjólkurafurðir auk þess, sem þessar vörur eru ódýr- ari en ella myndi. Nokkuð af því fé, sem bændum hefur verið lánað á þennan hátt, er útlent lánsfé, sem hækkaði í verði við gengislækkunina. Nú er deilt um það, hvort rétt- mætt hafi verið að stofna til þess- ara skulda og hvar gengistapið eigi að lenda. Framhald á 2. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.