Ísfirðingur - 06.12.1960, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 06.12.1960, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaðsins er 332. KaupiS og lesiS tSFIRÐING ÞaS borgar sig aJ6 auglýsa. Auglýsio í ÍSFIRÐINGI 10. árgangur. Isafjörður, 6. desember 1960. 18. tölublað. Skrafað vlð Skutulsmenn • ísfirðingur birti 8. nóv. liðlega tveggja dálka grein eftir mig. í tilefni hennar birtir Skutull 6 dálka grein 18. nóv. Vegna hennar vil ég nú biðja ísfirðing fyrir nokkrar línur. Ásakanir Skutulsmanna. Svo er að skilja að Skutull brígzli mér um að „beita vísvitandi blekkingum og hreinum og beinum þvættingi." Það er kannske matsatriði hvað er þvættingur, en fyrir vísvitandi blekkingar þræti ég algjörlega. Tilefni deilunnar er fjárlaga- ræða Birgis Finnssonar. Nú ætlaði ég að leita frumheimilda og líta í ræðuna eins og Alþýðublaðið birti hana 28. október. Þá vill svo illa til, að þessi kafli ræðunnar er ekki birtur þar. Skal ég engum getum leiða að orsökum þess, en varla mun blaðinu ganga til hlífð við stjórnarandstöðuna. Skutull birtir nú tölur um heild- arafla 1959 og 1960 til ágústloka. Þar kemur fram að árið 1960 er togaraaflinn h.u.b. 36,5 þús. lest- um minni, en bátafiskur 28,5 þús. lestum meiri, svo að aflamagn tog- ara og báta samtals er 8 þús. lest- um minna 1960 en 1959. Þetta vita Skutulsmenn, en stjórnarsinnum er títt að tala um aflabrest togar- anna en þegja um bátaaflann. Það þykir mér ekki góður reikningur. Þetta sagði ég um síldina. í þessum tölum er síldaraflinn ekki með, en hann var rúmum 40 lestum minni í ár en í fyrra. Um það atriði segir í grein minni 8. nóvember: „Um síldarleysið í sumar er svo það að segja, að þrátt fyrir allt hefur ekki verið nema eitt síldarár betra þann áratug, sem nú er að enda. Hafi ríkisstjórnin orðið fyrir vonbrigðum með þetta síldarsum- ar og viðreisnin mistekist hjá henni vegna þess, hafa áætlanir hennar og reikningar ekki verið miðaðar við meðalafla síðasta ára- tug, heldur toppár á þeim tíma." Dálkarnir 6 í Skutli mótmæla þessu ekki. Stöðvunin mikla í fyrra. Skutull vill nú gera sem minnst úr grobbi Alþýðuflokksmanna í fyrra haust um stöðvun dýrtíðar- innar. Þao er vorkunnarmál, — sannarlega er þeim Skutulsmönn- um vorkunn, — en ósköp finnst mér að orð eins og „rakalaus ó- sannindi", „óheiðarlegur málflutn- ingur", „rökþrot" og annar slíkur munnsöfnuður leiti fast á þá þegar að því efni kemur. Emil Jónsson sagði í fyrrahaust að hagur útflutningssjóðs stæði með slíkum blóma að dæmalaust væri. Þetta birti Alþýðublaðið oft eftir honum, mig minnir að Skut- ull birti það líka, og Birgir Finns- son lagði áherzlu á þetta í fram- boðsræðu sinni, sem útvarpað var á Isafirði. I bók ríkisstjórnarinnar með hinum hvíta lit sakleysisins, — Viðreisn trúi ég hún eigi að heita — er hinsvegar sagt hvernig stóð á þessum blóma hjá útflutnings- sjóði. Þar er þess getið að útflutn- ingur síldarafurða stöðvaðist þeg- ar leið á árið, en kröfurnar á út- flutningssjóð falla í gjalddaga þeg- ar út er flutt og ekki fyrri. Jafn- fnamt skýrir hvíta bókin frá því að flutt hafi verið inn gegn lánum og útflutningssjóður hafi fengið sín- ar tekjur af því. Þetta segir við- reisnarbókin hvíta að hafi valdið því, að hagur útflutningssjóðs virtist allur annar en hann var. Hann var búinn að fá tekjur en útborgunin beið af því að innflutn- ingurinn var orðinn á undan út- flutningnum. Efni í næsta Skutul. Nú þætti mér nokkur fróðleikur í ef þeir Skutulsmenn vildu segja okkur sína meiningu um það hvers vegna Emil Jónsson gaf svona vill- andi upplýsingar um hag útflutn- ingssjóðs? Villandi voru þær óneit- anlega, ef eietthvað er að marka hvítu bókina. Vissi forsætisráðherrann ekki hvernig á því stóð að peningar voru í útflutningssjóði? Áttaði hann sig alls ekki á því, að það sem lá í sjóðnum gaf alls ekki rétta hugmynd um afkomu hans? Varla hefur slíkur ráðvendis- maður freistast til að nota þessa augnablikspeningaeign sjóðsins til að blekkja menn vísvitandi til að halda að stöðvun Alþýðuflokksins væri önnur og meiri en hún var? Þannig verkaði þó vitnisburður hans, enda var þetta ein megin- röksemd Alþýðuflokksins í kosn- ingunum. En hefði Emil Jónsson verið sá klækjamaður að draga vísvitandi undan í blekkingaskyni það sem meginmáli skipti um hag útflutn- ingssjóðs í fyrrahaust og óneitan- lega féll undan hjá honum, — sjálfsagt af ókunnugleika, — þá hefði það þó verið í fullu samræmi við bráðabirgðalögin um verðlag landbúnaðarafurða, kosningaviðtöl Alþýðublaðsins við Sigurð Ingi- mundarson, Eggert Þorsteinsson og Garðar Jónsson o. fl. og kosn- ingabaráttu flokksins yfirleitt. Stöðvun verðlags og óbreyttur kaupmáttur launa var meginatriði í kosningastefnu Alþýðuflokksins. Svarað fyrirspurn. Skutull spyr, hvort bóndinn á Kirkjubóli myndi „telja það bú- hnykk mikinn, ef Skjalda geltist um 5 merkur í mál á móti 2 merk- um, sem Búkolla kynni lað bæta við sig?" Ég myndi telja þetta rýrnun á mjólkurframleiðslu, en ég myndi skammast mín fyrir að segja að mjólkin hefði minnkað um 5 merk- ur í mál. Ég myndi segja að það væru 3 merkur í mál. Og ég vona, að þannig sé líka kennt að reikna í barnaskóla Isa- fjarðar, hvernig sem Skutulsmenn telja sér annars henta að fara með tölur. H. Kr. „Ekki lofsöngur um ástandiö" I 7. tbl. Skutuls þ. á. er birtur kafli úr ræðu Björgvins Sighvats- sonar, foreta Alþýðusambands Vestfjarða, er hann flutti á 16. þingi samtakanna í sept. í haust. Eftir að Björgvin hefur, sbr. umræddan ræðukafla, rætt á hóf- samlegan hátt hvað séu raunveru- legar kjarabætur til handa verka- lýðnum, og bent á, að ekki megi „rasa fyrir ráð fram, eða hefja á loft óraunhæfar eða vanhugsaðar kröfur", segir hann: „Nú má enginn skilja orð mín á þann veg, að ég sé hér að lofsyngja það ástand, sem við búuin við í þessum efnum í dag. ÞVí fer víðs f jarri. Eins og ég hefi áður minnst lauslega á, þá tel ég, að ráðstaf- anir núverandi ríkisstjórnar hafi í ýmsum þýðingarmiklum atriðum verið láglaunastéttunum óbæri- lega þungar í skauti, og ég leyni því ekki, að ég ber ugg í brjósti í þeim efnum, og fullyrði jafn- framt, að sú mikla kjaraskerðing, sem verkafólk og aðrir láglauna- menn hafa orðið fyrir, sé.bæði allt of mikil og óþolandi. Einnig, að það sé aðkallandi að ráða bót á þessu hið fyrsta, og að heildar- samtökin verði nú í haust að leiða þá baráttu til sigurs." (Leturbr. blaðsins). Þannig talar forseti Alþýðusam- bands Vestf jarða ,og mun þó eng- inn væna hann um ósanngirni gagnvart ráðstöfunum núverandi Framhald á 2. síðu. Um útsvör 1 lögum um útsvör frá síðasta Alþingi er ákvæði um það, að þeir gjaldendur sem greitt hafa útsvör sín að fullu fyrir áramót, fái útsvörin dregin frá tekjum sínum áður en næsta árs útsvar er lagt á. Þetta verkar þannig, t.d. gagnvart útsvarsgreiðendum á Isa- firði, að aðeins þeir sem greitt hafa allt útsvar sitfr 1960 nú fyrir áramótin, fá útsvarsupphæðina dregna frá tekjum sínum áður en útsvar ársins 1961 er lagt á. Það gefur auga leið, að hér getur verið um nokkuð mikið f járhagsatriði að ræða. T.d. lækkar útsvar einstaklings með 60 þús. kr. útsvarsskyldar tekjur um sem næst kr. 2.300,00 hafi hann greitt þessa árs útsvar sitt að fullu nú fyrir áramótin. Til þess að njóta á næsta ári þessara fríðinda, þarf því sér- hver útsvarsgreiðandi að sjá um, að útsvar hans sé að fullu greitt nú fyrir áramótin.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.