Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 4
4 ISFIRÐINGUR Halldór Kristjánsson: Hugleiðing um skógargróður Ýmsir hafa viljað draga í efa hin frægu orð úr íslendingabók Ara fróða, að ísland hafi allt verið viði vaxið milli fjalls og fjöru á land- námsöld. Auðvitað hafa þeir eng- in rök önnur en trú sína og ímynd- un fyrir því, að þar sé um ýkjur að ræða. Hins vegar er það sitt af hverju, sem styður vitnisburð Ara fróða. Fauskar í jörðu eru algengir í mýrlendi á Vestfjörðum og þeir sanna að einhvemtíma hefur vax- ið birkiskógur þar sem þeir eru. Hinsvegar sést ekki á þeim nær það var. En það eru önnur rök, sem tví- mælalaust eru sprottin úr sögu og lífi íslenzku þjóðarinnar. ömefni segja stundum til hvar skógur óx. Það eru til fjölmörg bæjarnöfn og ömefni önnur, svo sem Hléskógar, Smiðjuskógur, Skógarbrekkur, Kolviðarhlíð o. s. frv. Það eru líka til gamlar heimildir um skógar- ítök þar sem nú er enginn skógur. Gamlar kolagrafir sianna líka víða hvar skógur hefur vaxið, því að það var ekki farið burt frá bæj- um og út úr skóginum til að gera til kola. Þegar þessar heimildir eru lagð- ar saman sanna þær að skógur hefur víða vaxið, þár sem nú er örfoka land og berar og blásnar skriður. Það bendir ákveðið til þess, að engar ýkjur séu í orðum Frá HallormsstaS, lerki. Islendingabókar að landið hafi ver- ið viði vaxið milli fjialls og fjöru. Skógrækt verður hugsjónamál á fslandi. Skógræktin varð hugsjónamál á Islandi snemma á þessari öld. Sú hugsjón var liður í þeirri vakn- ingu, sem hratt ungmennafélögun- um af stað. Það var engin tilvilj- un að Guðmundur Guðmundsson byrjaði kvæði það er hann tileink- aði ungmennafélögunum með þess- um oröum: Vormenn Islands, yðar bíða eyðiíiákar, heiöalönd, komið grænum skógi skrýða skriður berar, sendna strönd. Niðurlagserindi kvæðisins er lika rökrétt framhald og ályktun af því, sem á undan er komið: Vormenn íslands, vorsins boðar, vel sé yður frjálsu menn, morgunn skóg og rósir roðar rækt og tryggð er græðir senn, notið vinir vorsins stundir, verjið tíma og kröftum rétt, búið sólskært sumar undir sérhvem hug og gróðurblett. Þetta er að öðrum þræði líkinga- mál enda beinlínis talað um að búa hugina undir sumarið, en ræktun þeirra og mótun er rædd sérstiak- lega fyrr í kvæðinu. 1 huga skálds- ins átti frelsi íslands og pólitískt sjálfstæði að styðjast m.a. við aukna ræktun og ættjarðarástin átti að birtast í fegrun landsins og þá ekki sízt ræktun nýrra skóga. Hér liggur sama hugsun til grund- valar og í Aldamótaljóðum Hann- esar Hafsteins: Sú kemur tíð að sárin foldar gróa sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex i lundi nýrra skóga. Þessi tvö dæmi sýna hvað skáld- unum bjó í brjósti og með hvaðia hugsjónum þau ortu sig að hjarta þjóðarinnar. Langt að bíða. En það þutu ekki upp neinir ný- ir skógar á Islandi á fyrstu tugum aldarinnar. Sú áhugaaldia, sem þá reis, hjaðnaði aftur. Það var lítið talað um skógrækt á íslandi í nokkur ár og alls ekki um neina almenna vakningu að ræða. Plönt- urnar, sem gróðursettar höfðu verið, uxu svo hægt og vanhöldin urðu svo mikil að örgeðja menn brast þolinmæði til að bíða eftir þeim. Svo taka menn eftir því einn daginn að trjáplanta sem var gróð- ursett í garði nágrannans fyrir all- mörgum árum er reyndar farin að vaxa töluvert. Menn sjá líka að trjátegundir, sem ekki höfðu vax- ið hér áður geta náð nokkrum þroska. Við þetta fjölgar áhuga- mönnunum. Aldamótahrifningin er að bera sína ávexti þrátt fyrir lallt. Nú er á það bent að barrviðir geti vaxið á Islandi og því er hald- ið fram að hér sé hægt að rækta nytjaskóga. íslendingar geti sjálf- ir ræktaö timbur handa sér á kom- andi tímum. Þa er líka gengið fram af ýms- um. Og skógræktin á ísiandi verð- ur ágreiningsmál. Það bætir hér ekki um, að sumir fyrirmenn skógræktar á Islandi geta ekki séð sauðkindur réttu auga. Þeir ganga jafnvel svo langt að halda þvi fram lað fjárbeit eyði öllum gróori og geri landið örfoka. I framhaldi af því er stundum helzt á þeim að skilja að landið myndi allt vaxa skógi ef það ein- ungis fengi að vera í friði fyrir sauðkindinni. Fjárbændum þykir þetta að von- um harður boðskapur. Þeir snú- ast til varnar, benda á það, að sauðfjárrækt hafi verið atvinna þjóðarinnar, sem hún hafi lifað af en skógræktin sé enn á tilrauna- stigi. Þau orð falla jafnvel að skógræktin sé ekki annað en fall- egur leikur fyrir fullorðin böm og því er bætt við sem röksemd um fánýti skógræktar, að engir muni búa við þrengri kost á Norður- löndum en skógarhöggsmenn. Skógarhögg er auðsuppspretta. Vitanlega em það engin rök í þessu sambandi við hvaða kjör skógarhöggsmenn búa. Það hefur til skamms tíma mátt finna dæmi um léleg kjör íslenzkra sjómanna. Þó vitia allir, að það eru engin rök fyrir því, að fiskiveiðar við Island séu fásinna, sem ekki geti borgað sig og ættu að hverfa úr þjóðar- búskapnum. Hvers virði er grannþjóðum okkar skógarhöggið ? Það er merg- urinn málsins hvemig sem hluta- skiptin eru hverju sinni milli þeirra sem við timbrið vinna. Þar er skemmzt frá að segja, að allt fram á þennan dag er skóg- arhögg og iðnaður sem byggist á því höfuðatvinnuvegur í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þetta er ekki orðið úreltara en svo, að nú á allra síðustu misser- um hefur stjórnskipuð nefnd í Noregi gert tillögur um stóraukna skógrækt á næstu áratugum. Sam- kvæmt þeim tillögum er gert ráð fyrir að auka árlegt skógarhögg um 80% á 70—100 árum. Þó að timbur verði óðum að víkja fyrir ýmsum öðrum byggingarefnum skiptir það litlu máli. Fyrir 30 ár- um var svo komið í Finnlandi að timbur, sem tekið var til iðnaðar var 4 sinnum meira en það, sem út var flutt tilsagað sem húsaviður eða smíðatimbur. Sú þróun heldur áfram. Nýjar framleiðslugreinar rísa upp með timbur að hráefni. Og bæði í Svíþjóð og Noregi er gert ráð fyrir að leggja erfiðar þú- jarðir undir skóg á næstu áratug- um. Sérstaklega er gert ráð fyrir að gróðursetja nytjaskóg á því landi, sem nytjað var með sel- stöðu, svo að það vaxi ekki arð- lausu kjarri, eins og verða mun ef það er látið afskiptalaust. Skógurinn verður dýrmætt hrá- efni fyrir margskonar iðnað og þar opnast stöðugt nýjar leiðir. Skógarhöggsþjóðirnar binda stöðugt vaxandi vonir við not og arð af skógum sínum á komandi árum. Hver eru skilyrðin á Islandi? Þetta sannar auðvitað ekki að skógarhögg sé framtíðaratvinnu- vegur á íslandi. En ef nytjaviðir ná þroska á Islandi þá gæti skóg- ræktin svarað arði hér líkt og í skógarhöggslöndunum. Og reynd- ar þjóðir í skógræktarmálum eins og Norðmenn og Svíar telja hag- kvæmt að gróðursetja skóg á landi, sem notað hefur verið til beitar, grasræktar og jafnvel ak- uryrkju. Flestir munu vera þeirrar skoð- unar að reynsla bendi til að barr- skógar geti vaxið í betri og veð- ursælli héruðum landsins. Um hitt eru skiptar skoðanir hvort svo Frá Hallormssta8, blágreni. muni vera á Vestfjörðum. Dæmi munu vera til þess að forustumenn í skógræktarmálum hafi til skamms tíma verið trúlitlir á það, þó að sú trú hafi raunar stuðst við hugarburð fremur en athug- anir. Tilraunir á Vestfjörðum. Allt það sem gert hefur verið á Vestfjörðum í þessum efnum er

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.