Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 5

Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 5
ISFIRÐINGUR 5 tilraunastarf. Skrúður séra Sig- tryggs á Núpi varð mörgum manni opinberun þess hvernig hægt væri að breyta gróðri og svip landsins, útliti þess og ástandi. Simson, ljósmyndari á Isafirði, hefur á sama hátt sýnt að trjágróður get- ur þroskast til hinnar mestu prýði við Djúp. Dreifðar tilraunir margra annarra í smærri stíl veita svo margháttaða fræðslu ef kiann- aðar væru. Það er komið í ljós við þessar tilraunir að reynir, birki, greni og lerki getur þroskast á Vestfjörð- um ef skilyrði eru góð. Það er líka sannað að fura og greni lifir í mögrum jarðvegi. Þó að framför- in sé lítil hvert árið er á það að líta að þetta eru plöntur sem eðli- legt er að lifi 400—500 ár, svo að þeim liggur ekki á. Seinustu árin er svo farið að gera tilraunir með að gefa þessum gróðri áburð og verður sjálfsagt haldið áfram að þreifa sig áleiðis á þeirri braut. Það mun vera sameiginleg reynsla þeirra, sem við þessa rækt- un fást að kuldinn, næðingur og stormar sé erfiðast viðfangs. Slíkt mun vera reynsla víðar. Það mun vera algilt og alþekkt lögmál i skógarlöndum að jaðarinn nær ekki fullum þroska. Yztu trén eru lægri, þau em skjólveggurinn, svo smáhækka trén eftir því, sem lengra dregur inn í skóginn. Þess- vegna geta smáreitir á bersvæði aldrei sannað hvaða vöxtur og þroski næðist inn í stærri skógi, þegar hann væri kominn. Ef hins- vegar er unnt að láta trjáplöntur lifa og ná einhverjum þroska í slíkum smáreitum er það sönnun þess að lengra yrði náð á stærra svæði. Nú í sumar hafa greniplöntur hér á Vestfjörðum vaxið um og yfir 50 sm. Sjálfsagt er sá vöxt- ur ekki almennur en hann er stað- reynd á ýmsum stöðum. Það er vitanlega í görðum við góð skil- yrði. Þau skilyrði er þó vafasamt að séu nokkuð betri en verða myndi síðar í vestfirzkum skóg- um þegar þeir eru búnir að breyta jarðveginum og skapa sér sitt skjól. Ef til vill er meira um það vert og huggunarríkara fyrir skóg- ræktarmenn að í litlum reitum á bersvæði í mögrum jarðvegi þar sem þótti mjög lélegt beitarland fyrir fé hefur mörg plantan vaxið 10—15 sm. Það er ekki mikill vöxtur í góðu ári, en við þá að- stöðu sannar það þó ótvírætt þegnrétt þessara innflytjenda í náttúru íslands. Stórvirki í landgræðslu. Síðustu áratugin hefur mikið verið unnið að landgræðslu og ræktun á íslandi. Eðlilega hefur túnræktin farið þar á undan. Bændum var það nauðsyn að eiga nógu stór og véltæk tún svo bú- skapur þeirra þrifist. Þjóðinni var nauðsyn að taka heyskap sinn á ræktuðu landi svo að mjólk og kjöt yrði framleitt innanlands með viðráðanlegum tilkostnaði. Á eftir túnræktinni kemur svo beitarrækt. Sandfok er heft með friðun og síðan áburði, unnið er gegn uppblæstrinum með því að efla og magna gróðurinn með áburði. Og mýrar eru ræstar fnam svo að þær breytast í töðuvöll. v Þessari sókn verður haldið áfram. Landgræðsla næstu ára mun einkum mótast af henni. Þús- undir hektara örfoka lands verða græddar upp og þúsundir hektara mýrlendis á heiðum uppi verða ræstar fram svo að þar þrífst vall- lendisgróður. Þannig skapar þjóð- in sér beitarland fyrir sauðfé svo hundruðum þúsunda skipfir um- fram það sem nú er. Jafnframt skapar þetta aðstöðu til stórauk- innar túnræktar með þessum fram- kvæmdum. Þessi landgræðsla er fljót að gefa arð og því er eðlilegt að hún fari á undan skógræktinni, sem ekki skilar fullum arði fyrr en mannsaldrar eru liðnir frá gróðursetningu. Það skal fram, sem fram horfir. Þessi þróun er örugg, enda þótt vera kunni að hún verði ekki jöfn og látlaus. Vera má að stund og stund séu forustumenn þjóðarinn- ar svo glapsýnir að þeir haldi að framtíð Islands þurfi slíks ekki með. Þau sannindi munu þó aldrei dyljast til lengdar. Víst þurfa íslendingar að leggja rækt við fiskimiðin. Þar beinist sókn næstu áratuga að aukinni friðun og vernd gegn skefjalausri rányrkju annarsvegar og betri nýt- ingu, þess sem aflast á hinn bóg- inn. Eins og á stendur er miklu meiri nauðsyn að vernda uppeld- isstöðvarnar en að leita nýrra miða. Og innan nokkurra áratuga mun verða litið á það sem eins- konar villimennsku löngu liðinna atvinnuhátta að mala eins og skít beztu manneldisfiskana svo sem síld og þorsk. íslenzka þjóðin á fyrir höndum mikil verkefni og glæsileg jafnt á sviði landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar. Með fögnuði er hægt að hugsa til þess að fólkinu fjölgi því að hvorki skortir verkefni né nátt- úrugæði ef skynsamlega er :að far- ið. Eigi mannkynið sér framtíð og hverfi frá vígbúnaðaræði mun þess skammt að bíða að skorti matvæla verði útrýmt í heiminum. Þá verð- ur líka lögð áherzla á það að fara þannig með höfuðstól náttúrugæð- anna að hann skili sem mestum vöxtum. Þá munu allir skilja að vemdun fiskimiða og ræktun lands eru sjálfsagðir hlutir, — lífsskil- yrði mannsins á þessari jörð. Þá munu líka allir viðurkenna að sú þjóð sem vinnur svo með náttúru lands síns að eftirtekjan er góð og vaxandi stendur vel í stöðu simii og á siðferðilegan rétt til lands síns . Maðurinn og trén. Samfara þessari þróun mun ís- lenzk skógrækt þokast áfram hægt og öruggt. Trén sem vaxa og skóg- arteigarnir nýju flytja sinn boð- skap. Þeim mun stöðugt fara fjölgandi sem daglega hafa það í huga að skógi vaxið land hefur betri vaxtarskilyrði en ella fyrir annan gróður. Sömuleiðis mun það smám saman verða öllum vitan- legt að Islendingar geta framleitt timbur, jafnframt því sem byggð- in heldur áfram að breyta um svip með aukinni trjárækt til fegr- unar við heimili manna. Þannig lærir þjóðin smám sam- an af reynslu þeirra manna, sem dútla við þessi ræktunarstörf í tómstundum sínum. En sjálfir njóta þeir verkalauna sinna í þeim sálarfriði sem þetta samstarf við náttúruna veitir. Og þeim mun fara fjölgandi sem þannig leitia sér heilsuverndar og andlegs jafnvæg- is á þessum tímum taugaveiklun- ar, æðisgengins hraða og friðleys- is. Þessir ræktunarmenn skilja vel það, sem Stephan G. Stephansson kvað um trén sín því að þeir finna til líkt og hann: ,,Og manni finnst unaður að þeim að dást, við uppgjafir naprar og Ijóðið sitt slitið, sem væru þau uppbót á æskuna, er brást, á auðnir og kuldann um hjörtun og vitið.“ Og víst er það huggunarríkt að geta sagt eins og Klettiaskáldið: ,,En nú hverfur einmaninn inn í þau skjól. Af ykkur hann lærir í kveldskugg- ans hljóði að lifa upp í ylinn af albjartri sól og anda í kringum sig vorblíðu- ljóði. — Þó niðri sé rökkur og rekjan um allt, þau raða um sólskinið toppunum sínum. Og ég léti engu það aftanskin falt né árroða dagsins á lundunum mínum.“ Skóyrækturmaöuriiin M. Simson í yarhi sinum, Kornustööum. Merkta tréó er sitkagreni.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.