Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 8

Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 8
8 ÍSFIRÐINGUR H versu oft verður okkur ekki á að beygja okkur niður og leita hlutar, sem við höfum misst úr hendi niður í skarnið? Leitinni höldum við áfram þar til við finn- um það, sem við leitum að. — Það kostar okkur fjármuni og fyrir- höfn ef við finnum ekki. Oft getur hluturinn verið litili, en engu að siður eftirsjón í að missa, þar sem hann getur hafa verið minnjagrip- ur frá liðnum tíma og við hann bundin liðin atvik hðinna vina. — Langtímum saman getum við leikið okkur að, að láta hugann reika að lindum hinna horfnu mynda og flett blöðum hinnar dá- samiegu myndaöókar minning- arrna. — Myndirnar eru mjúkar í línum eða máðar eftir því hvort skm þeira er Djart og breitt, eöa myiKvau og mau. ug vio íeikum okKur að þvi aö skyra þessar myndir og faga ,þar til atburöa- rasm veröur heiisteypt, ljós og lif- andi og úr veröur samíeild heild atvika og atburða, sem tengd eru mönnum og maieínum, er á leið okkar urou. Þaö eru siikir „lilutir“, sem við sízt vildum missa af í skarnið. — Tilgangur þessara fáu lína er sá, að tína fram nokkrar ósamstæðar myndir frá liðnum tíma og gefa öörum hlutdeild í að horfa á þær með mér, ef einhverj- ir væru, sem gaman hefðu af, — og umfram allt: gætu skilið og skynjað það hlutskipti, sem okkur var búið, er frásögnin skýrir frá. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég nokkrar línur í þetta blað um jólin heima í föðurgarði á barns- árum mínum. 1 þessum lmum ætla ég að reyna að lýsa jólum bemsku minnar í sjúkrahúsi, — en það vom andstæður tvær. Á sjúkra- húsinu var engin skarsúð eða spermr með kynlegum kvistum, sem áttu sín ævintýr, eða frostrós- ir á glugga, sem urðu að helgi- sögnum. Þar voru aðeins kaldir steinveggir og steinloft í stofum, sem áttu engan hugmyndaheim. Það var kaldranalegur veruleiki innan um dauðvona menn, sem börðust hetjulegri baráttu við sigð dauðans. — Og svo var komið fram að jólum. Við höfðum verið fluttir, sjúklingarnir af „Gamla spítalan- um“ um sumarið 1925, í nýja sjúkrahúsið. Það þótti þá, og reyndar enn, hin reisulegasta bygging, byggð úr steinsteypu. Man ég fullvel hvemig mér fannst það verka á óþroskaðan bamaleg- an smekk minn þama, sem við komum að því í sjúkrarúminu: tröllslega hátt og mikið um sig en þó klumpslegt að sjá. Sú spum- ing leitaði á: Hvað býður mín inn- an veggjia þessa mikla húss? Kemst ég lífs frá því eða ber ég hér beinin? — Það var óráðin gáta. — Og það var komið að jólum áð- ur en varði. Þetta voru fyrstu jólin, sem ég var fjarri móður minni, föður og systkinum. — Allt í einu fann ég að mér var farið að vökna um augu og tárin runnu hljóðlega nið- ur vanga mína .ilvolg og sölt. Ég skildi ekkert í þessu. Kannski hafi það átt rætur sínar að rekja til þess, að ég minntist fööur míns, þegar hann haíöi kvatt mig þá um vetunnn eftir að haía fiutt mig á sjukrahusiö. Haíöi ég þá tekiö eftir því, að það hrundu nokkur stór tár af augum hans niöur á vanga minn, og fannst mér það skrýtið því að ég hélt, í barnslegri einfeldni minni, að fullorönir karl- menn íelldu ekki tár. Mikið lán var það, aö það skyidi vera farið að rökkva svo að strákarnir, sem lágu á stofunni með mér, sáu ekki hvernig mér leið. Annars hefði ég fengiö að heyra hnýfilyrði þeirra óspart. 1 flýti reyndi ég 'að bægja frá mér öllum döprum hugsunum og strauk af mér tárin, enda mátti það ekki seinna vera, því að hjúkrunarkonan kom inn í því til þess að lagfæra í rúmum okkar fyrir jólahátiðina. Sjálfsagt hefur hún tekið eftir því að eitthvert angur hafi gripið mig. Hún horfði svo einkennilega á mig á meðan hún bjó um mig, en sagði ekki neitt. — Hún brosti svo fallega og úr brúnum augum hennar las ég djúpa samúð og skilning. Svo beygði hún sig niður og kyssti mig heitum, hlýjum kossi á ennið og bauð mér gleðileg jól. Mér létti og fann unaðslega gleðibylgju streyma um mig allan. Þetta voru þó forréttindi, sem hinir strákam- ir fengu enga hlutdeild í. Skömmu síðar var maturinn borinn inn. Það var að vonum mun íburðarmeiri máltíð, sem við feng- um þarna heldur en heima. Samt skyldi hún ekki eftir neina ánægju né löngun til að geyma sér bita til næsta dags eða næstu daga eins og jólamaturinn gerði jafnan heima, enda ekki þörf á slíku hér. Á eft- ir voru okkur bornar jólagjafir, sem höfðu borizt um daginn og starfsfólkið hafði varðveitt. Voru það aðallega ávextir, sælgæti og þessháttar, sem bætti í munni. Þó man ég, að ég fékk tvær eða þrjár bamabækur og kort af Is- landi, vel merkt. Átti það eftir að stytta mér margar stundir, því að ég lærði utan að hvem stað, sem merktur var á því. Orsök þess var sú, að á stofunni með mér lá pilt- ur, sem forframast hafði í bama- skóla ísafjarðar og bjó yfir geysi- legum lærdómi, að mér fannst. Fékk ég óspart að heyra hve þekk- ing mín á ýmsum, eða öllu heldur, á öllum sviðum náði skammt. Fylltist ég réttlátri reiði og hét því, að ég skyldi sýna þessum „lærða manni“, að ég gæti lært að þekkja landið mitt eins vel og hann. Lá ég því við og las og lærði og hafði gaman af, þegar strákur gat ekki fundir ýmsa merkisstaði, sem ég síðar vissi, að hvert ellefu ára barn átti að vita. Og þegar hann varð að gefast upp var vana viðkvæðið: „Iss, þetta er bara einhver hundaþúfa, sem enga þýðingu hefur.“ Já, þá vissi mað- ur það, að Þingvellir, Oddi og Ás- byrgi vom „bara hundaþúfur." Á aðfangadag var leyfð heim- sókn til okkar á miili klukkan sjö og átta um kvöldið. Brást ekki, að þá kom blessunin hún móður- systir mín alltaf til mín. Var það Hólmfríður Guðmundsdóttir, kona Bárðar Guðmundssonar, bókbind- ara. Kom hún ávalit með eitthvað, sem mér gat að gagni komið. En viðræður hennar voru mér meira virði en gull eða gullsígildi, því að þær áttu drjúgan þátt í því að mjfndum móta skapgerð mína og létta mér þá raun, að sætta mig við hlut- skipti mitt. Þá komu og ýmsir ut- an úr bæ og gerðu okkur sitthvað til skemmtunar. Tíðastur þeirra gesta var Jónas Tómasson, tón- skáld. Eftir komu hans var ávallt eins og bergmálaði úr nýjum, óþekktum heimi, bergmál óþekktra en ómþýðra tóna, sem færðu gleði og frið í vonlausar, þreyttar og sjúkar sálir. Harðgerðustu hraust- mennin glúpnuðu og ærslasömustu óróaseggirnir hljóðnuðu. — Það var fögnuður hið innra. Eftir einni heimsókn man ég sérstaklega, sem vakti almenna kátínu, en það var heimsókn jóla- sveinsins. Það var nýlunda fyrir mig, því að jólasveinar voru í bamsvitund minni böm Grýlu, en Grýla var óvættur, sem át manna böm ef þeim hafði orðið eitthvað Kristján Júlíusson: Skjggnst eftlr horfnnm i djíip hlns liðna

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.