Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 15

Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 15
ISFIRÐINGUR 15 Ferðalangamir ásamt leiðsögumanni sínum. lögð þar á vöruvöndun, og er ekk- ert selt nema þrautreynt sé að gæðum. Af nýjungum má nefna tjörulitun. Hún hefur verið mjög örðug vegna þess að netin hafa viljað loða saman. Nú er fundin upp tj:ara, sem er notuð köld og þornar á tveim dögum, og loðir ekki saman. Momoi hefir útibú í Los Angeles, þar eru vélar sem framleiða hnúta- laus net af nýrri gerð, þráðurinn og möskvinn er fléttað í einu. Er þetta mun sterkara en snúið gam því þræðirnir eru beinni. Þeir framleiða mikið af grófum netum til túnfiskveiða með þessari að- ferð, en fín net vilja þeir ekki selja strax vegna þess að ekki er búið að reyna þau nóg. Við komum í fiskibæ 90 km. fyr- ir norðan Tokyo. Þaðan eru gerð- ir út 1000 bátar, smáir og stórir. Sardínubátarnir eru tveir um nót, og eru þær 50 faðmia djúpar og 300 faðma langar. Þessum tveim bátum fylgja þrír aðrir, og taka þeir aflann og flytja hann strax í land. Því fyrr sem aflinn kemst á land að deginum, því betra verð fæst fyrir hann. Bátar fiska líka með linu, hand- færi, dragnót og rækjunót. —o— Eitt er það sem er óbreytt í Japan. Það er hrísgrjónaræktin. Öll ræktunin sem við sáum fer fram í smáskákum, sem er eign fjölskyldunnar, og erjar hún skák- ina, hrísin er skorin með bognum hníf, og er síðan hengdur upp á bambusstengur til þurrkunar. Við plæginguna er notaður tréplógur, og uxa beitt fyrir, eða sama að- ferðin, og notuð hefir verið í þús- und ár. Japanir eru gestrisnir og við- mótsþýðir, þeir eru einnig mjög glaðlyndir, að því að okkur virt- ist. Þeir komu okkur fyrir sjónir gjörólíkt því, sem við höfum séð þá í amerískum kvikmyndum. Ferðin heim. Frá Tokyo fórum við föstudag- inn 11. nóvember kl. 24, og kom- um til Honululu eftir 7 tíma flug, föstudaginn 11. nóvember kl. 14, eða m. ö.’o. 10 tímum áður en við fórum af stað. I Honululu var 25 stiga hiti, og þægilegur vindur. Við vorum þar tvo daga spókuðum okkur á baðströndinni við Vaikiks, enda var þarna fjöldi af fólki, bæði í sjónum og sólbaði. Þarna Guðmundur Sveinsson og Guðm. í. Guðmundsson skoða nýtízku netaframleiðslu. sjáum við skemmtilegasta nátt- úrufyrirbæri ferðarinnar, en það er tré, sem hefir afar gildan stofn og stórar greinar, en áður en greinin verður of þung vex annað tré svona 3 m. frá aðalstofninum upp í greinina og samlagast henni. Við sáum eitt sem hafði fjóra stofna. Um Honululu mætti rita langt mál, en þetta nægir að sinni. Frá Honululu fórum við til Los Angeles og vorum þar tvo daga, komum til Hollywood, sáum þar luxusvillur leikaranna í Beverley Hills og stærsta útileikhús í heimi, það rúmar 40.000 manns. í New York hittum við Ólaf Tryggvason fyrrum bónda á Kirkjubóli, og Jensínu, konu hans, ásamt Snorra syni þeirra, og skoð- uðum við ásamt þeim helztu bygg- ingar á Manhattan, svo sem Empire State, Rockefeller Center °g byggingu Sameinuðu þjóðanna. Frá New York komum við með Leif Eiríkssyni með viðkomu á Gander, og hafði ferðin staðið í 23 daga. Gæzluflugið 5 ára Nýlega voru fimm ár liðin frá því að landhelgisgæzlan fékk flug- vél í þjónustu sína og er það flug- vélin Rán. Með tilkomu hennar voru mörkuð þáttaskil í sögu ís- lenzkrar landhelgisgæzlu. í tilefni laf þessu boðaði Pétur Sigurðsson, yfirmaður landhelgisgæzlunnar, fréttamenn útvarps og blaða o. fl. á sinn fund og nakti nokkuð sögu þessara mála. Við þetta tækifæri var Birni Jónssyni, flugmanni, fyrstum íslendinga, afhent skír- teini, sem veitir honum réttindi til þess að fljúga helikopter. Hjálpræðisherinn, Isafirði Jóla- og nýársdagskrá 1960—’61. Sunnudaginn 18. des. kl. 8,30: Samkoma. Fyrstu tónar jólanna sungnir. Kveikt á jólatrénu. Jóladaginn kl. 8,30: Hátíðarsamkoma (jólafórn). Aannan í jólum kl. 8,30: Jólatréshátíð fyrir almenning. Þriðjudaginn 27. des. kl. 4: Jólatréshátíð í Skutulsfirði. (Fyrir börn og fullorðna). Fimmtudaginn 29. des. kl. 8,30: Jólatréshátíð fyrir lalmenning. Nýársdaginn 1. jan. kl. 8,30: Hátíðarsamkoma. Þriðjudaginn 3. jan. kl. 8,30: Jólatréshátíð í Hnífsdal. (Fyrir börn og fullorðna). Miðvikudaginn 4. jan. kl. 8,30: Jólafagnaður Heimilasambiands- ins. Fimmtudaginn 5. jan. kl. 3: Jólatréshátíð fyrir aldrað fólk. Föstudaginn 6. jan. kl. 8,30: Jólatréshátíð í Bolungavík fyr- ir fullorðna. Laugardaginn 7. jan. kl. 8,30: Síðasta jólatréshátíðin fyrir al- menning. Sunnudaginn 8. jan. kl. 8,30: Hj álpræðissamkoma. Deildarstjórinn, brigader Frithjof Nilsen, kemur í heimsókn til Isa- fjarðar um áramótin og stjórnar og tialar á jólatréshátíðunum þessa daga. Verið hjartanlega velkomin á þessar hátíðarsamkomur! Jól fyrir börnin 1960—’61. Anann í jólum kl. 2: Jólatréshátíð sunudagaskólans (efri bær). Miðvikudaginn 28. des. kl. 2: Jólatréshátíð sunnudagaskólans (neðri bær). Föstudiaginn 30. des. kl. 2: Jólatréshátíð fyrir kærleiks- bandið og drengjaklúbbinn. Sunnudaginn 1. jan. kl. 2: Sunnudágaskóli. Kl. 4 Sunnu- dagaskóli í Hnífsdal. Mánudaginn 2. jan. kl. 2: Almenn jólatréshátíð fyrir börn (efri bær). Þriðjudaginn 3. jan. kl. 2: Almenn jólatréshátíð fyrir börn (neðri bær). Föstudaginn 6. jan. kl. 4: Jólatréshátíð í Bolungavík fyrir börn. Laugardaginn 7. jan. kl. 2: Síðasta jólatréshátíðin fyrir börn. Sunudaginn 8. jan. kl. 2: Sunnudagaskóli. Kl. 4 Sunnu- dagaskóli í Hnífsdal. Aðgangur kr. 3,00 að öllum jóla- tréshátíðunum.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.