Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 17

Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 17
ISFIRÐINGUR 17 Dr. Richard Beck: Hátíðakveðjur til vestflrzkra vina minna Dr. Richard Beck „Nálgast jólin helg og há,“ seg- ir þjóðskáldið. Og þegar þetta er ritað heima hjá mér inni á miðju meginlandi Vesturálfu, eru blessuð jólin aftur á næstu grösum. En aldrei leitar hugur okkar heima- alinna íslandsbarna, sem eigum ævidvöl utan ættjarðarstranda, fremur heim um haf heldur en um jóla og nýársleytið. Þá sækja minningarnar iaf fornum slóðum fastar á hugann en endranær, og hvað sjálfan mig snertir, þá eru þær mér á þessu ári nærgöngulli en oftast áður, því að þær gædd- ust nýju lífi og urðu enn fjölþætt- ari í heimsókn minni til ættlands- ins á nýliðnu sumri. Sumardvölin sú verður mér með öllu ógleymanleg. Ættjörðin hló mér við sjónum í fjölbreyttri feg- urð sinni og sumarskarti, og við- tökurnar, sem ég átti að fagna um land allt ,voru svo ástúðlegar, að ég fæ þær aldrei fullþakkaðar. Og ekki stend ég í meiri þakkarskuld við neina fyrir frábærar viðtökur og höfðingsskap heldur en ykkur vini mína og velunnara á ísafirði og annars staðar á Vestfjörðum. Fyrir það vil ég nú rétta ykkur heita hönd til þakkar yfir hið breiða haf. Ég harma það, að ég varð að hafa hraðar við í ferð minni til ykkar en ég hefði kosið, en þetta veit ég, að þið skiljið og metið í réttu ljósi. Bjart er yfir minningunum frá dögunum hjá ykkur á þeim slóð- um, þótt þokan skyggði himininn, fjalladýrð og hafsýn, allmikið af dvalartímanum, nokkuð af honum naut ég þó, góðu heilli, til fulln- ustu svipmikillar tignar vestfirzks umhverfis. Samkomurnar hjá ykk- ur á ísafirði og viðtökumar þar lifa mér í huga og halda áfram að hita mér um hjarta. Sama máli gegnir um ferðina ánægjulegu í ágætum vinahópi að Kirkjubóli í Bjarnardal, Holti í Önundarfirði og á Flateyri og hinar framúrskar- andi viðtökur á þeim stöðum; einnig um heimsóknina í Bolung- arvík jafn prýðilegar viðtökur þar. Vænt þótti mér um að geta komið að Núpi í Dýrafirði, þótt ekki væri nema stundarkorn, og skoða að nýju hinn merkilega og fagna stað ,,Skrúð“, lifandi vott þess, hver gróðurmáttur býr í íslenzkri mold, sé að honum hlúð. Nöfn ykkar hinna mörgu vina minna á Vesturlandi yrði of langt upp að telja (enda hætt við, að einhver verðugur kynni að verða útundan í slíkri upptalningu), en nöfnin þau eru vel geymd í þakk- látum huga mínum. Eftir því, sem lengra líður á lífsins dag, læri ég betur og betur að meta góðhug samferðasveitarinnar í minn garð og skilja hvert ríkidæmi hann er. Um leið og ég þakka ykkur öll- um hjartanlega fyrir síðast, sendi ég ykkur innilegustu jólakveðjur mínar og nýársóskir, og geri að mínum orðum þessar hjartaheitu ljóðlínur Sigurðar Júlíusar Jó- hannessonar, skálds: Sem vinaminning þér sé kveðja í þínu húsi ríki dýrleg jól, [þessi, og þig og alla þína drottinn blessi, í þínu hjarta skíni friðarsól. (Ljósm.: Árni Matthíasson). VETRARMYND FRÁ ÍSAI IRÐI Á myndinni sést yfir Pollinn til Dagverðardals, Tungudals og Breiða- dalsheiðar. Strandferðaskip og fiskiskip liggja við bæjarbryggjuna. (Ljósm.: Árni Matthíasson). „GRt)TAEHÚSIГ Myndin er af svonefndu „Grútarhúsi" í Neðstakaupstað á ísafirði. Þar var lýsisbræðslustöð áratugum saman. Húsið var rifið fyrir nokkru.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.