Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 18

Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 18
18 ISFIRÐINGUR f f'iamsóhtta'i^élaíj ýsjjilðinýa óskar öllum gleSilegra jóla og hamingjuríks komandi árs. iélaý uttýla iíamsóhnaímamta ÍSAFIRÐI óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Hátíðaguðsjijónustur ísafjörður: Aðafangadagskvöld kl. 8. Jóladagur* kl. 1,30. Jóladagur kl. 2,30 Sjúkrahúsið. Aannan jólad. kl. 11 Elliheimilið. Gamlárskvöld kl. 8. Hnífsdalur: Aðfangadagskvöld kl. 6. Jóladagur kl. 4. Gamlárskvöld kl. 6. Súðavík: Annan jóladag kl. 2. Ögur: Nýjársdagur kl. 2. * Munið breyttan messutíma á jóladag í ísafjarðarkirkju. Hvítasunnusöfnuðurinn Salem óskar öllum fsfirðingum gleðilegr- ar jólahátíðar og góðs og farsæls komandi árs. Verið hjartanlega velkomin á sam- komur, sem munu verða: Sunnudaginn 18. desember: Kl. 11,00 Sunudagaskóli. Kl. 16,30 Vakningasamkoma. 1. jóladag: Kl. 16,30 Hátíðarsamkoma. 2. jóladag: Kl. 16,30 Hátíðarsamkoma fyrir sjómenn. Fimmtudaginn 29. des.: Kl. 14 og 17 Hátíð sunnudaga- skólans. Gamlárskvöld: Kl. 23,00 Áramótasamkoma. Nýársdag: Kl. 11,00 Sunnudagaskóli. Kl. 16,30 Hátíðarsamkoma. Sunnudaginn 8. janúar 1961: Kl. 11,00 Sunnudagaskóli. Kl. 16,30 Vakningasamkoma. Salemsöfnuðurinn Fjarðarstræti 24 - ísafirði Friðrik sigraði Svæðiskeppninni í Hollandi lauk 3. þ.m. með sigri Friðriks Ólafs- sonar, stórmeistara, en hann hlaut 7i/2 vinning í níu skákum, vann sex skákir, en gerði jafntefli við Norðmanninn Johannesen, Þjóð- verjann Teschner og Austurríkis- manninn Duckstein. í 2. og 3. sæti á mótinu urðu Teschner og Duck- stein með sjö vinninga hvor og fjórði Bent Larsen, Danmörku, með 5^/2 vinning. Ekki er á þessu stigi málsins enn vitað hvort þessi keppni verður látin gilda sem svæðiskeppni vegna ágreinings, sem kom upp í byrjun mótsins, er Austur-Þjóðverjanum Uhlman var neitað um landvistarleyfi í Hol- landi, sem varð til þess, að aðrir skákmenn frá Austurblokkinni, sem tefla áttu á mótinu, drógu sig til baka. Þaö athnflist að láðst liefur að setja framlialds- línu neðst á blaðsíðu 5 imdir grein- ina „Hugleiðing um skógargróð- ur.“ Framhald greinarinnar er á blaðsíðu 12. i sjöliðsfðringjashóla Um þessar mundir eru tveir ís- lendingar við nám í sjóliðsfor- ingajaskóla 1 Virginíuríki í Banda- ríkjunum. Eru það tveir starfs- menn landhelgisgæzlunnar, þeir Garðar Pálsson, 1. stýrimaður á Óðni og Jónas Guðmundsson, 1. stýi’imaður á Ægi. Báðir þessir menn höfðu áður lokið farmanna- og skipstjórnar- prófi við Stýrimannaskólann í Reykjavík. „Eitt lanf“ Þann 8. þ.m. frumsýndi Leikfé- lag ísafjarðar revíuna „Eitt lauf“ í Alþýðuhúsinu hér í bænum. Leikstjóm annaðist Steinunn Bjarnadóttir, leikkona. Frumsýningin var vel sótt. Bólu-Hjálmar Sjötta og væntanlega síðasta bindi ritsafns Bólu-Hjálmars, er komið út, en hin fimm komu fyr- ir nokkrum árum. 1 þeim voru rit- verk Hjálmars, en í þessu síðasta bindi eru aðallega æviágrip, þættir og sagnir um Hjálmar, skráð af Finni Sigmundsyni, landsbóka- verði. Þetta bindi er um 250 blaðsíð- ur. Hefst það á ýtarlegu æviágripi, sem er meginhluti bókarinnar, en síðan er sagt nokkuð frá börnum Bólu-Hjálmars, geymd eiginhand- rita hans, uppskriftum og útgáfum verka hans. Þá eru þættir um Hjálmar, minningar og fleira og loks sagnir um hann. Allmargar myndir eru í þessu bindi af afkom- endum Hjálmars, útskurðargripum hans, rithönd, handritum og bæj- um þeim við Eyjafjörð og í Skaga- firði, sem Hjálmar var einkum við ★ Snjöll vísa. Mér finnst lýsa um brjóst og bak, bjartra dísa geislahringur, hvar sem íslenzkt tungutak týndar vísur aftur syngur. (Þ. Þ. Þ.) Myndin er tekin ofan við ögurbæinn. Séð norður yfir ísafjarðardjúp. (Ljósm. Á.M.)

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.