Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 19

Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 19
ISFIRÐINGUR 19 lCjC^cemkíamoau^ iiamicímal^éla^amia í VedLaíbakjcíclœmi óskar öllum íbúum kjördæmisins gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Gömul vísa um ókosti jarða í Snæfjalla- hreppi. Snæfjallatúnið merkja má mergð þúfna leið þó sé. Flói Sandeyrar firðum hjá fargar sauðpeninge. Skarðstún á vetrum skaða kann skelfileg snjóaflóð. Æðeyjarsundið einatt vann óhagnað gera þjóð. Landareign Mýrar lítil er last fyrir beit hann Dalur ber. Vatnsból í Bæjum, vont þó sé vetnartímanum á. Leið til kirkju frá Lónseyri löng jafnan kallast má. Sitt er að jörðu sérhverri samt öllum búið á. Fyrir 300 árum 1660: Kom Henrik Jensen, dansk- ur, með kongsbréf upp á kaupskaparhöndlun í Patreksfirði, Bíldudal, Skutulsfirði og Dýrafirði, hvar hann 2 skip fragtaði, og brotnaði hans stærra skip í fram- siglingu við Jótlandsskaga og komust ei af utan 2 menn, hvaraf hann fékk mikinn skaða. Var þá góð kauphöndlan hér á höfnum. Andaðist séra Gísli Einarsson á Stað á Reykjanesi, en séra Gunn- laugur Snorrason hans dótturmág- ur, fékk þann stað aftur. Féll Torfi Erlendsson frá öllum sinum lénum, kannske fyrir fá- heyrð orð, fékk aftur sýslu og lén, með allri afgipt, með kongsbréfi ári síðar, og svaraði enginn sekt- um sem á hann vom dæmdar. Giptist séra Helgi Grímsson Guð- ríði Stefánsdóttur, séra Þorkell Amgrímsson í Görðum Margréti Þorsteinsdóttur, og Þorleifur frá Melum dóttur Runólfs Sigurðsson- iar. Andaðist Gísli Eggertsson frá Skarði á Skarðsströnd. Item Guð- rún Jónsdóttir á Eyri við Seyðis- fjörð, kvinna Guðmundar Ás- mundssonar. 1661: Varð Eiríkur Sigvaldason iögréttumaður bráðkvaddur í lögréttu á alþingi. Deyðu: Halldóra Jónsdóttir, móðir Margrétar kvinnu biskups Mag. Brynjólfs, ítem Elín Sigurð- aróttir að Helgafelli og Guðrún Sæmundsdóttir að Borg í Borgar- firði. Gekk fátæk stúlka í Súganda- firði til Keflavíkur og fannst síð- an sama dag í fjörunum milli nefndra bæja, nær dauð; voru hennar föt brunnin upp að mitti, hempa og pils með götum, en likaminn óskaddaður. (Eyrarannáll). ★ Tilkynning Það tilkynnist hérmeð að húsgagnverzlun mín, sem hefir heit- ið Valbjörk, verður framvegis rekin undir nafninu Húsgagna- verzlun Isafjarðar. ísafirði, 8. desember 1960. Aðalbjörn Tryggvason.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.