Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 21

Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 21
ISFIRÐINGUR 21 Kímnisögur Kennslukonan: Geturðu sagt mér hvað átt er við með því að segja að Karl tólfti hafi verið ein- valdur? Telpan: Hann var ógiftur. Skoti nokkur þjáðist af tann- verk og fór til tannlæknis til að láta draga úr sér. Eftir að tann- læknirinn hafði athugað tennur Skotans, skýrði hann honum frá að margar þeirra væru svo skemmdar að þær þyrfti að taka, og myndi það kosta 18 krónur með deyfingu en 12 krónur án hennar. Eftir að Skotinn hafði hugsað sig um stundarkom ákvað hann að láta taka tennurnar án deyfingar. Læknirinn byrjaði nú á verki sínu, en er hann hafði tekið 4 tennur leið yfir sjúklinginn. Þegar hann vaknaði úr yfirliðinu spurði hann strax: Var þetta deyfing? — Nei. — Jæja, þá skulum við halda áfram. Tveir vinir hittust eftir langan aðskilnað. Eftir að þeir hafa skipzt á algengum kveðjuorðum, segir annar þeirra: — Ég heyri sagt að það sé sér- lega vingott milli þín og dóttur læknisins, þar sem þú átt heima? — Hvaða bölvuð vitleysa, við erum gift fyrir löngu. í vesturvíkino ævisaga JÓNS ODDSSONAK skipstjóra, Skráð af GUÐM. G. IIAGALÍN. Þetta er ein fjölbreyttasta og sérstæðasta ævisaga, sem Haga- lín hefur skráð. 19 ára gamall fór Jón Oddsson á enskan togara, félaus og mállaus, en ekki leið á löngu áður en hann var orðinn frækin aflakló og farsæll skipstjóri. Snemma gerðist Jón útgerð- armaður og foringi um nýjung í smíði skipa. Hann segir látlaust, en skemmtilega frá hrikalegum vetrarstormum og hafróti við ís- landsstrendur og í Hvítahafinu og mörgum mun forvitni á að lesa um frásögn hans af stórbúskap hans á eynni Mön en þar bjó hann stórbúi um 12 ára skeið. Þá mun mönnum ekki síður for- vitni á að lesa um fangavist hans, en hann var stríðsfangi Stóra- Bretlands í 3 ár og rennir menn þar grun í hver öfl standa á bak við brezka landhelgisbrjóta við íslandsstrendur. 1 VESTURVÍKING er skemmtileg bók og mikillar gerðar og mun flestum reynast ærið eftirminnileg. SKUGGSJÁ. Laus staða Samkvæmt ákvörðun bæjarstjómar Isafjarðar er sameinað starf byggingai’fulltrúa og vatnsveitustjóra kaupstaðarins hér með auglýst til umsóknar. Kunnátta og reynsla í húsasmíðum nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 31. desember n. k. Nánari upplýsingar fást hjá undirrituðum. ísafirði, 29. nóvember 1960. BÆJARSTJÖRI. Orðsending öndvegisumboðið í Bolungavík hefur fyrirliggjandi allskonar gerðir húsgagna. Húsgögnin eru til sýnis að Aðalstræti 18 og Hólastíg 2, Bolungavík. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Símar 6 og 66. Bernódus Halldórsson. ffleðala- Fóður- LYSI Meðalalýsi, bæði þorskalýsi og ufsalýsi. Lúðulýsi. Fóðurlýsi. Sendum gegn póstkröfu til kaup- enda úti á landi. Fyrirspurnum svanað í síma 15212. — Afgreiðsla lýsisins er á Grandavegi 42. LÝSI H.F. Grandaveg 42 - P. O. Box 625 Reykjavík. ÍSFIRÐINGUR Útgefandi: Framsóknarfélag Isfirðinga. Ábyrgðarmaður: Jón Á. Jóhannsson Af greiðslumaður: Guðmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 Tilkpning frá Tryggingastofnun ríkisins til samlagsmanna sjúkrasamlaga Keflavíkur, Njarðvík- ur, Hafnarfjarðar, Akianess, ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar, Vestmannaeyja og Selfoss. Frá 16. október gengu í gildi nýir samningar við lækna, og hækkuðu þá greiðslur sam- lagsmanna fyrir nætur- og helgidagavitjanir. Samlagsmönnum sjúkrasamlaga Hafnarfjarð- ar, Akraness, Isafjarðar, Sigluf jarðar, Akureyrar, Vestmannaeyja og Selfoss, ber að greiða að sínum hluta kr. 50,00 fyrir hverja slíka vitjun. Samlagsmönnum sjúkrasamlaga Kefla- víkur og Njarðvíkur ber að greiða að fullu með kr. 110,00 fyrir hverja vitjun (fyrir vitjanir í Innri-Njarðvík greiðist þó kr. 130,00), en af þeirri upphæð endurgreiða samlögin kr. 50,00 gegn framvísun kvittaðs reiknings fyrir fullri greiðslu. Athygli er vakin á, að næturvakt telst frá kl. 18 að kvöldi til kl. 8 að morgni, laugar- daga sem aðra daga. Tryggingastofnun ríkisins.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.