SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Síða 24
24 14. mars 2010
Á þessum tíma var ég að gefa ráðleggingar til hægri og
vinstri. Fólk stoppaði mig á götu og vildi fá sálgreiningu.
Ég sá örvæntinguna í augum þessa fólks. Það kaldhæðn-
islega var að ég af öllum mönnum var að veita heilræði
um ást og kynferðismál. Ég sem hafði ekki neina reynslu
af því að vera í sambandi við einn né neinn. Eina reynsla
mín var höfnun.
Ég var kominn út á hálan ís og var tilbúinn að verja
lífsstíl minn með kjafti og klóm. Það gekk hvað lengst
þegar ég fór alla leið í Hæstarétt vegna máls sem kom
upp í sambandi við vinnuveitanda minn. Dr. Love-
þátturinn var kostaður af erótískri verslun sem seldi
hjálpartæki ástarlífsins og klámmyndir á vídeóspólum.
Eigandi verslunarinnar greiddi mér laun og ég var tilbú-
inn að gera allt fyrir vinnuveitandann minn, þar á meðal
redda honum hommaklámi á vídeóspólum, sem ég lét
hann fá úr einkasafni mínu. Hann fjölfaldaði vídeóspól-
urnar og seldi í búðinni. Einn daginn mætti löggan og
gerði allar spólurnar í verslun hans upptækar. Það tók
lögregluna sjö mánuði að horfa á spólurnar til að úr-
skurða hvort á þeim væri klám. Þar á meðal voru mínar
spólur. Ég ætlaði ekki að láta lögguna rífa af mér kærast-
ana mína þannig að ég bar vitni í þessu máli. Ég mæti í
réttarsalinn og sagði að þessar spólur væru mín einka-
eign og ég vildi fá þær til baka. Sannfæringarkraftur
minn var svo mikill að dómarinn lét mig fá spólurnar til
baka. Ég sótti þær upp á löggustöð í plastpoka.
Það var nákvæmlega þarna í réttarsalnum sem ég átt-
aði mig skyndilega og hugsaði: Palli, hvað ertu að gera?
Hvert ertu kominn? Þú ert inni í réttarsal að verja klám-
bransann. Maður sem er manna bestur í að deila tilfinn-
ingum í gegnum tónlist. Þú ert að verja eitthvað sem er
búið að stuðla að veruleikafirringu þinni í dágóðan tíma
og hefur orðið til þess að þú getur ekki myndað neina
nánd með neinum.
Ég áttaði mig á að ég væri búinn að fjarlægjast það sem
ég var að leita að í upphafi. Allan þennan tíma sem ég
var í klámneyslu var ég bara að leita að einhverjum sem
þætti vænt um mig, tæki mig í fangið, kyssti mig á
munninn og væri góður við mig. Að leita að þessu í
klámi er eins og að fara að leita að ljósi í myrkraherbergi,
í dimmasta myrkri sem hægt er að hugsa sér.“
Ég þurfti hjálp
Finnst þér þá að það eigi að banna klám?
„Nei, það þýðir ekkert. Klám mun aldrei fara neitt og
hefur aldrei verið jafn aðgengilegt og það er í dag. Ég vil
ekki meina að öll klámneysla sé af hinu vonda. Alls ekki.
Klám getur verið mjög upplýsandi kynfræðsla fyrir
marga. Við þurfum bara öll að velja og hafna og læra að
umgangast klám.
Fylgifiskar klámbransans, eins og mansal og ofbeldi,
eru ógeðslegir og ættu hvergi að viðgangast. Ég hef líka
áhyggjur af unglingum sem upplifa klám mjög snemma
til dæmis gegnum netið og halda að það sé kynlíf. Klám
er ekki kynlíf.
Um leið og einstaklingur er farinn að skapa sér að-
stæður til að neyta kláms, hagræða kringumstæðum,
ljúga sig veikan í vinnu, eyða peningum í þetta, og lætur
mikilvæg verkefni mæta afgangi svo að hann hafi tíma
til að skoða klám, þá er neyslan orðin stjórnlaus. Þá þarf
P
áll Óskar Hjálmtýsson fagnar í dag fertugs-
afmæli sínu með tónlistarveislu á NASA þar
sem vinir og vandamenn munu samfagna hon-
um. Páll Óskar segist líta svo á að hann standi á
tímamótum. „Ég lít til baka og velti fyrir mér hvað sé
það merkilegasta sem hafi gerst síðustu fjörtíu árin,“
segir hann.
Og hvað er það merkilegasta?
„Ris, fall og endurkoma er í raun merkilegt fyrirbæri.
Merkilegast finnst mér samt að ég fæ alltaf sömu spurn-
inguna: Palli, af hverju áttu ekki kærasta? Það botnar
enginn í því. Ég veit ástæðuna, hún hefur haft mikil
áhrif á líf mitt og ég er tilbúinn að segja frá henni.“
Hver er hún?
„Ég hef þrisvar sinnum á ævinni orðið ástfanginn. Til-
finningar mínar í garð þessara karlmanna voru mjög
heiðarlegar. En sama sagan endurtók sig. Þeir höfnuðu
mér allir og byrjuðu með nýjum gaur nánast fyrir fram-
an nefið á mér. Þegar þetta gerðist í þriðja sinn, alveg
nákvæmlega eins og áður, þá glataði ég öllu trausti á
karlmönnum. Síðan hefur verið mjög erfitt fyrir mig að
treysta karlmönnum. Ég komst að þeirri niðurstöðu að
allir karlmenn væru svín. Í kjölfarið hætti ég að um-
gangast þá eins og manneskjur og fór að umgangast þá
eins og hluti.
Ég lokaði hjarta mínu og leyfði engum að komast að
mér. Það myndaðist stórt, svart gat í maganum á mér,
sem ég reyndi að fylla upp í með öllum tiltækum ráðum.
Sumir sem verða fyrir svipuðu áfalli kjósa að fylla upp í
þetta gat með því að lesa Rauðu ástarsögurnar, horfa á
heilan helling af Hollywood-myndum eða þrjár seríur af
Friends á einum sólarhring. Ég leitaði í hommaklám. Ég
fór að upplifa karlmennina í klámbransanum allt í senn
sem hetjur og kærastana mína. Ég leit upp til þeirra. En
ég notaði hommaklám, ekki bara sem kærasta heldur
einnig sem plástur á sárið. Klámið var líka nokkuð sem
ég gat treyst, það var alltaf til staðar þegar ég vildi og
hafnaði mér ekki. Það besta var að ég gat stjórnað því
með fjarstýringunni.
Þeir sem fara í svona neyslu einangrast. Ég varð einn í
mínum heimi. Ef ég stundaði kynlíf með einhverjum í
raunheimum, þá voru kröfur mínar orðnar svo miklar
og fjarstæðukenndar að kynlífið olli mér alltaf von-
brigðum. Ég var kominn á algjöra sjálfheldu. Þetta var
allt einn stór flótti. Flótti frá raunveruleikanum.“
Fangi klámsins
En sást það nokkurn tíma opinberlega? Þú hefur alltaf
virst vera svo glaður og ánægður með lífið.
„Ég held að þjóðina hafi hlotið að gruna að eitthvað
væri að hjá mér. Ég káfaði í klofinu á mér í Evróvisjón
fyrir framan milljónir manna. Ég gaf út plötu sem hét
Deep Inside Paul Oscar. Ég byrjaði með útvarpsþátt sem
hét Dr. Love þar sem ég talaði mjög opinskátt um kynlíf
og ástarmál. Ég vil ekki gera lítið úr Dr. Love því það var
full þörf á þeim þætti. Fólk sem hringdi inn til að leita
ráða hjá mér var ekki að grínast og það var auðheyrt að
það hafði engan til að tala við. Fólk kemur enn til mín og
spyr af hverju Dr. Love sé ekki enn í loftinu. Ég segi allt-
af það sama: Dr. Love er dáinn, jarðarförin hefur farið
fram og blóm og kransar voru afþakkaðir.
maður að viðurkenna að maður sé stjórnlaus og þurfi
hjálp. Ég þurfti hjálp.
Ég leitaði mér hjálpar og reyndi að skoða málið í
stærra samhengi. Ég gerði það ekki einn. Það þýddi ekk-
ert fyrir mig að reyna að hugsa mig sjálfan út úr þessu.
Snilldarhugsanir mínar um karlmenn komu mér alla leið
upp í hæstarétt. Maður þarf að vinna sig úr allri neyslu
með einhverjum öðrum, taka blað og penna og skrifa
niður hugsanirnar og bera þær svo undir aðra mann-
eskju. Þannig fær maður lánaða dómgreind og nær að sjá
atburðarásina í stærra samhengi. Við þá sem þurfa á að-
stoð að halda segi ég: Þú getur fengið hjálp og notaðu
alla þá aðstoð sem þér býðst. Notaðu sálfræðinginn
þinn, geðlækni, prest, 12 spora kerfið, Guð, internetið,
sjálfshjálparbækurnar, orkusteina, vini þína sem þú
treystir. Farðu á fundi, lestu bækur, horfðu á bíómynd-
ir, haltu dagbók. Það er hjálp allt í kringum þig.
Þetta er búið að taka nokkurn tíma fyrir mig, það eru
tíu ár síðan ég var í hæstarétti. Sárin eru næstum gróin.
Ég er ennþá að læra að treysta karlmönnum. En ég er
mjög bjartsýnn á framtíðina. Mér líður mun betur í eigin
skinni. Ég ber meiri virðingu fyrir sjálfum mér og er far-
inn að fíla sjálfan mig í botn. Þá fyrst er kannski hægt að
fara að bjóða einhverjum öðrum í heimsókn.“
Hræðsla við karlmenn
Hvernig sambandi viltu vera í?
„Ég er búinn að gera það upp við sjálfan mig að fram-
vegis munu ákveðnir karlmenn fá rauða spjaldið hjá
mér. Ég mun ekki líta við þeim. Þetta eru giftir karl-
menn eða karlmenn sem eru í samböndum, segja sífellt
að þeir séu að fara að hætta með viðkomandi og byrja
með mér af því ég sé svo fyndinn og skemmtilegur. Þetta
mun ekki gerast framar. Það tók mig mörg ár að átta mig
á því að J.R. Ewing í Dallas fór aldrei frá Sue Ellen. Það
var alveg sama hvað hún var full og brjáluð og alveg
sama hverju hann lofaði viðhöldunum sínum, hann yf-
irgaf hana ekki. Ég sætti mig við það að vera viðhald.
Sjálfsvirðing mín var ekki meiri en svo.
Það er fullt af fólki sem er í sambandi við manneskju
sem er ekki til staðar, líkamlega eða andlega. Ég vil ekki
vera með giftum karlmanni sem getur ekki verið með
mér á mikilvægum stundum af því samband okkar
verður alltaf leyndarmál. Sá maður er ekki andlega til
staðar. Ég hef prófað að eiga kærasta sem býr í útlönd-
um. Sorrí, afsakið hlé, þetta er ekki samband. Ég vil að
kærastinn minn sé til staðar af holdi og blóði og vil helst
að hann búi í sama póstnúmeri og ég.“
Eru vonbrigðin í ástarlífinu það versta sem hefur
hent þig?
„Nei, höfnunin frá þessum þrem elskhugum var ekki
verst. Það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu var að koma
mér uppúr þessum vítahring sem ég skapaði mér í kjöl-
farið, þar sem ég þjáðist úr efasemdum um sjálfan mig.
Meira að segja gjaldþrot er léttvægt í samanburði, það
snerist jú bara um peninga. En ég hef reyndar unnið mig
upp úr því gjaldþroti. “
Af hverju varðstu gjaldþrota?
„Platan Deep inside Paul Oscar seldist ekki og eftir
stóð ég með margra milljóna skuld. Ég var tekinn í
rannsókn af Skattmann og auk þess féll á mig okurlán
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Ég lokaði hjarta mínu
Páll Óskar Hjálmtýsson fagnar fertugsafmæli sínu. Í dag lifir hann
í sátt við sjálfan sig en fyrir tíu árum var hann óhamingjusamur
og ráðvilltur eftir áföll í einkalífi og leitaði í hommaklám.