SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Side 44

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Side 44
44 11. apríl 2010 Talandi um Blur. „Erkióvinirnir“, Oasis, eru með nýtt smáskífusafn klárt og kemur það út 14. júní næstkomandi. Þegar grillin eru í fullum gangi og bjórinn flýtur óhindrað um sólbakaðar verandir þyrstir fólk gjarnan í stuðvæna rokktónlist sem hægt er að syngja með og þar koma bjórbullurnar og strigakjaftarnir í Oasis sterkir inn. Safnið kallast Time Flies … 1994-2009 og mun innihalda allar 26 smáskífur sveitarinnar ut- an „Sunday Morning Call“. Sérstök útgáfa mun þá aukinheldur bera með sér 36 mynd- bönd sveitarinnar. Nýtt smáskífusafn frá Oasis Oasis er hún var á hátindi ferilsins. Blur, 2009. Eftir vikutíma eða svo kemur út spánnýtt lag með bretapoppssveitinni endurreistu Blur. Lagið kemur út á hinum svokallaða „plötu- búðadegi“ hinn 17. apríl og verður fáanlegt á sjötommu sem gefin verður út í takmörk- uðu upplagi. Ekkert er vitað um titil lagsins en það var tekið upp fyrir stuttu og kemur í kjölfar tónleika sem sveitin hélt síðasta sumar. Mun þetta vera fyrsta útgáfa sveit- arinnar síðan smáskífa með laginu „Good Song“ kom út fyrir sjö árum. Sjötomman verður fyrsta útgáfan í röð sem EMI gefur út í tengslum við nefndan dag, sem ætlað er að minna á mikilvægi óháðra plötubúða. Einnig koma út plötur með Bítlunum, Hot Chip og Lily Allen. Endurreist Blur klárar nýtt lag Margir eiga plötu sem breytti lífi þeirra. Sumir stálplötu, sem grædd var í þá eftir slys. Platan sem breytti lífi mínu var ekki stálplata. Hún var hljómplatan Teenager of the Year með Frank Black. Frank Black, þá Black Franc- is, sleit hljómsveitinni Pixies árið 1992, við lítinn fögnuð aðdáenda hennar. Ári seinna sendi hann frá sér plötuna Frank Black, sem fáir gagnrýnendur skildu til fulls. Þar sýndi hann þó tónlistarlega snilldartakta sem voru langtum fremri nokkru því sem hann hafði afrekað með hljómsveitinni sinni. Í júní 1994 kom svo það verk sem hér er til umfjöllunar, Teenager of the Year. Sá sem þetta ritar féll gjör- samlega í stafi yfir þeim stór- fenglegu hæfileikum sem lista- maðurinn sýndi þar. Tónlistin var eins og úr ann- arri vídd – frumleikinn og sprengikraftur sköpunarinnar algjör. Maðurinn lék sér að hinum ýmsu tónlistarstefnum, eins og hann væri að gera grín að þeim og hæð- ast að dauðlegum tónlistarmönnum sem aldrei höfðu komist út úr aðþrengjandi umgjörð hins hefðbundna. Vínylplatan var tvöföld og lögin voru 22 talsins, hvert öðru snjallara. Líklega hefur undirritaður ekki hlýtt oftar á nokkra plötu, fyrr eða síðar. Engu að síður hljómar hún nú, 16 árum síðar, al- veg jafn stórkostlega og júnídaginn forð- um. Því er ekki að neita að Black, sem hef- ur núna aftur tekið upp nafnið Black Francis, hefur aldrei aftur náð þvílíkum hæðum í tónlistarsköpun sinni, þótt hún hafi verið ærin síðan. Á þessum langa ferli hefur margoft glitt í sömu snilldina, en aldrei hefur hann náð að gera jafn heilsteypt listaverk. Frank Black verður því að sætta sig við að vera ætíð mældur á stiku sinna fyrstu tveggja platna, sem tvímælalaust teljast til höfuðverka hans og fremstu listaverka popptónlistarsögunnar. Það er auðvitað ósanngjarnt, en bláköld stað- reynd engu að síður. Ívar Páll Jónsson Poppklassík Teenager of the Year – Frank Black Stóra mælistikan sem Frank Black rogast með Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þ eir félagar í MGMT, Andrew Van- wyngarden og Ben Goldwasser, ákváðu eins og sannir listamenn að vera ekki að eltast við það að end- urtaka sig. Fyrsta plata dúettsins, Oracular Spectacular, sló í gegn, og ekki þá bara hjá grúskurum og pælururum heldur rötuðu lög eins og „Kids“ og „Time to Pretend“ inn á út- varpsstöðvar og nutu nokkurrar hylli al- mennings. Og er eitthvað svalara en það að fylgja eftir pottþéttri uppskrift með einni sem er … ja … ekki svo pottþétt? Auðvitað ekki. Congratulations er níu laga, innheldur enga augljósa smelli og eitt lagið er tólf mínútur! Það er Columbia sem gefur út, en stórfyrirtæki hafa lært það í gegnum tíðina að stundum er gott að treysta á flippaða listamenn og leyfa þeim að gera það sem þeir vilja (Beck, Sigur Rós t.d.). Vanwyngarden hefur látið hafa það eftir sér að Columbia-menn hafi verið mjög hrifnir en hafi síðan spurt þá hvort þeir væru alveg 100% vissir um að þetta væri það sem þeir vildu (í von um það líklega að einum eða tveimur smellum væri hent hinn). MGMT stóðu fast á sínu og Columbia lúffaði. En ekki það að Columbia þurfi að hafa miklar áhyggjur. MGMT hefur túrað með Of Mont- real, Yeasayer, Beck og Paul McCartney, hefur verið settur í endurhljóðblöndunarhrærivél af Justice og Weezer hafa breitt yfir lag hans. Lög MGMT hafa þá fengið að hljóma í sjónvarps- þáttum á borð við Gossip Girl, 90210 og CSI: New York. Oracular Spectacular hefur nú selst í rúmum milljón eintökum en dúettinn er eitursvalur hvað nýju plötuna áhrærir og segja að þeir sem dýrkuðu „Kids“, „Time to Pret- end“ og „Electric Feel“ munu mögulega eiga í einhverjum erfiðleikum með að melta nýja efnið. Meðupptökustjórnandi að plötunni var sjálfur Pete „Sonic Boom“ Kember sem var annar hluti öxulveldisins sem bar uppi hina áhrifaríku sveit Spacemen 3 á níunda ára- tugnum (hinn helmingurinn er Jason Pierce úr Spiritualized). Segir Vanwyngarden að áhrifavaldar á tónlistina séu áttunda áratugar Beach Boys og lítt kunnar síðpönkssveitir eins og Monochrome Set og Teardrop Explodes Mark Kates, umboðsmaður sveitarinnar, hef- ur þetta að segja um sína menn. „Þeir hefðu hæglega getað snarað út plötu sem hefði verið afrit af fyrstu plötunni en þannig er þetta band einfaldlega ekki. Planið hjá þeim var aldrei að semja smelli eða popplög.“ Hinn svokallaði Brooklyn-hljómur virðist ætla að verða að eilífu á ystu nöf framsækni og frumlegheita. Nýjasta plata dúettsins MGMT, sem er einn af innstu koppunum í Brooklyn-búrinu, virðist a.m.k. ætla að halda merki hans hátt á lofti um stund. MGMT-bræður, þeir Andrew Vanwyngarden og Ben Goldwasser, í góðu flippi að vanda. Ofursvalt, ofurgott Umslag fyrstu plötu MGMT ber mynd þeirra félaga, þar sem þeir standa á ströndinni með mán- ann í baksýn, íklæddir furðu- legum og ægiflippuðum fötum. Á plötunni nýju gefur að líta kattarkvikindi á brimbretti í ýktum teiknimyndastíl. Aldan gín yfir því og hefur ásjónu kattar einnig. Umslagið er eftir Anthony nokkurn Ausgang sem er fæddur í Trínidad og Tóbagó. Sagði hann um samstarfið að oftast vissi fólk aðeins hvað það vildi ekki en því hefði verið öf- ugt farið í tilfelli MGMT. „Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir vildu og leyfðu mér því að gera þetta á minn hátt.“ Svona lítur umslag Congratula- tions út. Umslagið litríka Tónlist Kanadíska síðrokkssveitin Godspeed You! Black Emperor var mál málanna fyrir tíu ár- um, og allir hökustrjúkandi poppspekingar með vott af sjálfsvirðingu tilbáðu sveitina. Hún er nú að gíra sig upp í athafnasemi á árinu, en hún hefur legið í kör í allmörg ár. Mun sveitin stýra og verða aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni ATP’s Nightmare Before Christmas sem haldin verður í desember í Englandi. Tónleikar verða þá í Evrópu og Am- eríku einnig. Og að sjálfsögðu verða engin viðtöl veitt … Godspeed You! Black Emperor. Svörtu keisararnir snúa aftur

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.