SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Qupperneq 47
11. apríl 2010 47
LÁRÉTT
1. Kastað út sem bylgjum. (8)
4. Boru rífa og eyða. (8)
7. Ágengur hluti sólarhrings hjá dílóttri. (8)
8. Sýnir dónaskap fyrir dauðan mann á klæðn-
aði (9)
10. Sjá vegg lykta á ferð. (8)
12. Hefur útsendingin fengið atlöguna. (6)
13. Líkamshluti íláts hjá stríðnum. (8)
15. Viðkomandi risti með reglusemi. (9)
17. Sjá einhvers konar áningu hjá manni. (6)
18. Hraun sem kemur hratt upp er ekki vel séð
á tönnum. (8)
21. Herra drep á ensku með hringfara. (7)
23. Ná glatar einhvern veginn í litlu opi. (8)
25. Fara til baka að hitta dökkt út af steind-
arlíki. (9)
27. Fer skásti næstum því sem nýjasti. (9)
28. Landsbanki Íslands hendi til sennilega. (9)
29. Þjóti ávextir að þeim með útlitsgalla. (6)
30. Himneska veru búti niður fyrir Evrópubúa.
(9)
31. Fiskpar er einhvern veginn flutt með bát. (7)
32. Skrikaði klaki til hjá rannsóknarmiðstöð. (6)
LÓÐRÉTT
2. Tær Inga verða fyrir eyðingu. (6)
3. Erfiðleikar í námi eru andstreymi. (8)
4. Franskur þéttbýlisstaður á Suðurlandi? (12)
5. Þrífir í dembum. (6)
6. Þekki fémuni á því sem er sérstakt. (8)
9. Lifandi yndin eru að sögn dýrin. (9)
11. Búinn til af konu. (6)
14. Skuggar fela skip. (6)
16. Flautaði gála einhvern veginn út af sjokk-
inu? (12)
18. Ávítar óþýða. (6)
19. Sigraðir tað einhvern veginn í hælum. (11)
20. Hitti Al hjá Guði. (7)
22. Ákæra stíf út af unnustanum? (9)
24. Lá varð urrandi fyrir hærra settum manni.
(8)
26. Ólaf drep í athvarfi. (6)
27. Styggist út af stórafmæli án Móra. (6)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn með nafni og heim-
ilisfangi ásamt úrlausninni í um-
slagi merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Hádegismóum 2,
110 Reykjavík. Frestur til að skila
úrlausn krossgátu 11. apríl rennur
út fimmtudaginn 15. apríl. Nafn
vinningshafans birtist í blaðinu 18.
apríl. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinn-
ingshafi krossgátunnar 4. apríl sl. er Óskar H. Ólafs-
son. Hann hlýtur í verðlaun bókina Góða nótt, yndið
mitt eftir Dorothy Koomson. JPV gefur út.
Krossgátuverðlaun
Hannes Hlífar Stefánsson og
Guðmundur Gíslason deila efsta
sæti þegar tvær umferðir eru
eftir í landsliðsflokki Skákþings
Íslands. Þeir munu mætast í
lokaumferð mótsins. Í níundu
umferð sem tefld var á
fimmtudaginn bar það til tíð-
inda að Björn Þorfinnsson vann
bróður sinn Braga. Þá vann
Hannes Hlífar Þröst Þórhalls-
son og Stefán vann Daða Óm-
arsson sem ekki gat teflt vegna
veikinda.
Hannes Hlífar er eini kepp-
andinn í mótinu sem orðið
hefur Íslandsmeistari og var
fyrir mótið álitinn sig-
urstranglegastur. Tap fyrir
Stefáni Kristjánssyni í 4. um-
ferð setti hinsvegar strik í
reikninginn hjá honum. Björn
Þorfinnsson, Stefán Krist-
jánsson og Bragi Þorfinnsson
eiga allir nokkra möguleika á
titlinum en þá verða úrslitin að
falla með þeim. Bragi átti að
tefla við Hannes i tíundu um-
ferð á föstudagskvöldið og
Guðmundur Gíslason við Björn.
Þetta mót sýnir vel þá miklu
breidd sem er meðal fremstu
skákmanna Íslands. Veikindi
hafa haft nokkur áhrif á stöð-
una og þarf að fara allt til
landsliðskeppninnar árið 1972
til að finna sambærilegt ástand.
Daginn fyrir fyrstu umferð for-
fallaðist Jón Viktor Gunnarsson
og eftir fimm umferðir varð
Dagur Arngrímsson að hætta
keppni.
Mótið fer fram í Lágafells-
skóla í Mosfellsbæ og hefur
framkvæmdin verið með ágæt-
um. Helst má finna að því að
upplýsingar um stöðuna eftir
hverja umferð hafa verið rang-
ar. Reglur um brotthvarf kepp-
enda eru afar skýrar, hætti
skákmaður í móti áður en það
er hálfnað er hann strikaður
út. Rétt staða fyrir loka-
umferðirnar tvær:
1. – 2. Hannes Hlífar Stef-
ánsson og Guðmundur Gíslason
6 ½ v. 3. Stefán Kristjánsson 6
½ v. (af 9) 4. Björn Þorfinns-
son 6 v. 5. Bragi Þorfinnsson 5
½ v. 6. – 7. Ingvar Þ. Jóhann-
esson og Þorvarður Ólafsson 3
v. 8. Sverrir Þorgeirsson 2 ½ v.
9. – 10. Þröstur Þórhallsson og
Róbert Lagerman 2 v. 11. Daði
Ómarsson 1 ½ v. ( af 9 ).
Stefán og Daði sitja yfir í
lokaumferðunum.
Ísfirðinginn Guðmund Gísla-
son verður að telja mann
mótsins. Hann hefur afar já-
kvætt hugarfar til skákarinnar
og teflir af miklum krafti og
minnir jafnvel á sjálfan Kasp-
arov. Eina glæsilegustu skák
mótsins tefldi hann í 2. umferð
gegn Róbert Lagerman sem hér
fer á eftir. Hann fékk góða
stöðu í byrjun tafls og gat fylgt
því eftir með öflugum leik, 30.
… Dd4. En möguleiki á drottn-
ingarfórn fangaði huga hans og
hann lét slag standa með 30. …
e4 og síðan 31. … Df2. Róbert
hefði betur sleppt því að þiggja
fórnina og leikið frekar 32.
Dxf2! gxf2 33. Bxh4 Hxh4 34.
Hxf2 og er þá með betri stöðu í
endatafli. Eftir það lék Guð-
mundur hverjum þrumu-
leiknum á fætur öðrum og
klykkti út með snyrtilegri mát-
fléttu:
Skákþing Íslands 2010; 2.
umferð:
Róbert Harðarson – Guð-
mundur Gíslason
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+
Rd7 4. d4 cxd4 5. Dxd4 a6 6.
Bxd7+ Bxd7 7. Rc3 e5 8. Dd3
h6 9. Rd2 Rf6 10. Rc4 Be6 11.
Be3 Hc8 12. Rb6 Hc6 13. Rbd5
Dc8 14. O-O Rxd5 15. exd5 Bf5
16. Dd2 Hc4 17. f4 f6 18. fxe5
fxe5 19. De2 Bg6 20. Hf3 h5 21.
Bg5 Hg4 22. Dd2 Dc4 23. Be3
h4 24. b3 Dc8 25. h3 Hg3 26.
Hxg3 hxg3 27. Hf1 Be7 28. Hf3
Bh4 29. Bg3 Dc5+ 30. Kh1 e4
31. Hf1
31. … Df2 32. Hxf2 gxf2 33.
De2 Hf8 34. Df1 Bxg5 35. g3
Bd2 36. Re2 e3 37. Rf3 Be4+ 38.
Kh2 Hxf4 39. gxf4 e2 40. Dxe2
Bxf4 mát.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Mikil spenna á Íslandsmótinu – Guð-
mundur Gíslason og Hannes Hlífar efstir
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang