SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 8
8 25. apríl 2010 Comedy Central virðist hafa gengið einum of langt í viðleitni sinni til að vernda Múhameð spámann. E itthvað mjög undarlegt er á seyði í Banda- ríkjunum. Íbúar í bænum South Park eru sem milli steins og sleggju í nýjustu viðbótinni við seríuna, þáttum 200 og 201. Stjörnurnar hafa tekið saman höndum, undir stjórn Tom Cruise, og hóta að höfða mál á hendur bæjarfélaginu fyrir stanslausar ærumeiðingar þessi 14 ár sem þættirnir vinsælu hafa verið í loftinu. Þegar bæjarbúar reyna að ná sáttum geta stjörnurnar boðið þeim eina lausn: Tom Cruise langar að hitta Múhameð spámann. „Ææææj, allt nema það. Getum við ekki gert eitt- hvað annað? Hvað sem er!“ svarar hinn seinheppni Randy Marsh. Það sem bæjarbúar vita ekki er að stjörnurnar vilja nýta sér þá „töfrakrafta“ Múhameðs að vera vernd- aður fyrir gagnrýni og gríni. Eins og venjulega tekur söguþráðurinn í þessari tveggja þátta viðbót nokkrar absúrd beygjur til viðbótar. Öfgasamtök rauðhausa, sem einnig ásælast krafta Múhameðs, hóta að sprengja bæinn í loft upp. Vélmennið Barbra Streis- and byrjar síðan að mölva og brjóta bæinn með krumlum sínum. Eftir að fyrri þátturinn var sendur út fyrir röskri viku komst það í fréttirnar að róttæk samtök múslima í Bandaríkjunum hefðu „varað við“ (en ekki „hótað“) því að þeir Trey Parker og Matt Stone, höfundar þátt- anna, myndu fara sömu leið og Theo Van Goch ef þeir héldu uppteknum hætti. Það má jú ekki sýna Mú- hameð, og hvað þá gera að honum grín. Þeir Matt og Trey höfðu reyndar farið skemmtilega á svig við það að beinlínis sýna spámanninn. Bæj- arbúar taka t.d. andköf þegar lágt muldur heyrist frá Múhameð innan úr læstum og gluggalausum flutn- ingabíl: „Má þetta örugglega?“ Spyrja þau sig, skjálf- andi á beinunum. Ekki alltaf tabú Múhameð er reyndar ekki að koma fram í fyrsta skipti í South Park. Þegar danska teiknimyndadeilan stóð hæst hjóluðu þeir Matt og Trey í málið, eins og þeir yfirleitt gera við umeild málefni líðandi stundar. En viti menn, undir lok þáttarins þegar Múhameð átti loksins að birtast varð skjárinn svartur, og texti birt- ist um að framleiðendurnir hefðu ákveðið að ritskoða atriðið með spámanninum. Gaman er reyndar að minnast þess að þegar Mú- hameð birtist í þáttunum árið 2001, í félagi við þá Búdda, Jesú, Joseph Smith, Lao Tzu og Krishna, þurfti ekkert að ritskoða. Spámaðurinn kom og spámað- urinn fór án þess að nokkuð gerðist. En í þætti nr 201, sem sjónvarpað var á miðviku- daginn, gerðist eitthvað skrítið. Sá sem þetta ritar hélt að það væri gert í gríni að skyndilega var „blíp- að“ yfir nafn Múhameðs hvar sem hann barst í tal. Það gat síðan ekki verið annað en einn allsherj- arbrandari og ádeila þegar blípað var yfir nærri mín- útulanga ræðu aðalsöguhetjanna í lokin á þættinum, þar sem þeir deila með nærstöddum hvaða lexíu þeir hafa lært af öllu sem á undan er gengið. Hvað þurfti að ritskoða? Það kemur síðan í ljós að þarna voru höfundarnir ekki að bregða á leik. Grunsemdir um að ekki væri allt með felldu vöknuðu þegar þátturinn varð ekki að- gengilegur á vef-gátt þáttanna. Þess í stað kom upp tilkynning um að þátturinn hefði verið ritskoðaður og unnið væri því að birta óbreytta útgáfu. Höfundar þáttanna sendu síðan frá sér yfirlýsingu um að framleiðandinn, Comedy Central, hefði rit- skoðað þáttinn harkalega. Heimildir herma að það hafi verið frá höfundunum komið að blípa yfir spá- mannsnafnið, en framleiðendurnir hefðu síðan gengið mun lengra. Í ræðunni sem var ritskoðuð í lok þátt- arins t.d. var ekki minnst einu orði á Múhameð held- ur fjallaði um hótanir og hræðslu. Unnendur tjáningarfrelsis hljóta að standa á önd- inni. Hvað var það í ræðunni sem ekki þoldi dagsins ljós? Hvað segir þessi ritskoðun okkur um óttann við kúgun og ofbeldi trúarofstækismanna? Hvar leyfum við þeim að draga mörkin? Já, eitthvað mjög undarlegt er á seyði í Bandaríkj- unum. Fá öfgamenn að ráða hvað um er rætt? Ógnarástand ríkir í bænum South Prak Vikuspegill Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Varúð: Í þessum pistli er fjallað um söguþráð síðustu tveggja þátta South Park-seríunnar, sem enn hafa ekki ver- ið sýndir á Íslandi. South Park er óhætt að kalla eitt af stærstu menningarfyrirbærum síðustu 20 ára. Þótt húmorinn sé kannski ekki allra eru menningar- áhrifin ótvíræð og þeir Eric Cartman, Kenny McCormick, Stan Marsh og Kyle Broflovski orðnir menningaríkon sem hæglega keppa við hvort heldur Andrés Önd eða Elvis. Við fyrstu sýn gætu þættirnir virst groddalegir og húmorinn er ef- laust barnalegur á yfirborðinu. En oftar en ekki eru mörg lög í sögu- þræðinum og absúrd uppákomur reynast skörp, skemmtileg og oft á tíðum bráðþörf gagnrýni á mörg mikilvægustu málefni líðandi stundar. Þeir Trey Parker og Matt Stone hafa hvergi verið bangnir við að gagnrýna og hæðast að þeim sem aðrir hafa farið á svig við af ótta við afleiðingarnar. Vísindakirkjan hefur t.d. fengið sinn skerf og kaþólska kirkjan sömuleiðis. Kynþáttafordómar, ólöglegt nið- urhal, innflytjendur, fóstureyðingar og baráttan gegn alnæmi, svo aðeins séu nefnd nokkur dæmi, hafa orðið þeim efniviður í hreint snilldarlega ádeilu. Ekkert er heilagt Eftir: Nú virðast breyttir tímar og svona birtist Múhameð í dag, íklæddur bangsabún- ingi. Svo er spurning hvort það er yfir höfuð spámaðurinn sem leynist í búningnum. Fyrir: Múhameð birtist með félögum sínum Krishna, Jesú og Jóseph Smith á sínum tíma og enginn tók eftir því. Ekki fer milli mála að Trey Par- ker og Matt Stone óttast ekki hótanir harðlínumúslima. Ádeilan er kristaltær: á með- an Múhameð er falinn undir stórum svörtum kassa með áletruninni „Censored“ (ísl. „ritskoðaður“), og varla að má nefna hann á nafn þá er Jesú sýndur sem klámfíkill og Búdda sýgur kókaín í nös við hvert tækifæri. Þættir 200 og 201 rifja upp ýmsa hápunkta í sögu þátt- anna en boða um leið mik- ilvæg skilaboð um ritskoðun og skoðanakúgun. Múhameð sem ætti að vera í aðal- hlutverki hverfur í bakgrunninn og áhorfandinn hefur mun meiri áhuga á að vita hver er raunverulegur faðir Erics Cart- man. Vilja taka slaginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.