SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 2
2 16. maí 2010 4-8 Vikuspeglar Ófriðurinn í VG stigmagnast, Rússar beina sjónum í vestur og enn rýf- ur Frank Lampard tuttugu marka múrinn. 12 Hafa ekki grænan grun Faðir og tölvukennari á Akureyri hefur sýnt fram á að krakkar komast í tæri við vafasamara efni á netinu en flesta foreldra grunar. 14 Konur gegn körlum Höfundar dansverksins Systra hafa sameinað krafta sína að nýju í Bræðrum, verki sem frumsýnt verður á Listahátíð í Reykjavík. 16 Stangir upp! Skapti Hallgrímsson gægðist bak við tjöldin á fjölmennu Evrópumóti í sjóstangaveiði sem fram fór í Eyjafirði. 24 Hefur andstyggð á græðgi Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við Sólveigu Eiríksdóttur sem er ástríðufull í því verkefni að stuðla að heilsusamlegra mataræði. 30 Jöklar geyma sögu heimsins Ragnar Axelsson segir söguna bak við myndina. Lesbók 48 600 notkunardæmi um megranir Svanhildur Kr. Sverrisdóttir hermir af tungutaki. 52 Ungmeyjablæti og heimilisofbeldi Vinsældir Twilight-seríu Stephenie Meyer fara síst minnkandi eins og sannast á metsölu nýrrar bókar hennar í röðinni. 53 Vonnegut alltaf kær Ingvi Þór Kormáksson hljómlistarmaður er lesari vikunnar. 38 Sigurður Guðmundsson á ljósmynd sem Einar Falur Ingólfsson tók af honum fyrir áratug, en Einar Falur talar við hann fyrir Lesbókina í dag. 50 Efnisyfirlit Forsíðumyndin er af söguhetjunni í þrívíddarteiknimyndinni Þór. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Augnablikið Heilagur Palach glottir þegar kerling- arhelvítið grípur stólinn og kjagar þrjóskulega áleiðis út á torgið. „Þetta er ólíðandi,“ muldrar upploginn útibússtjóri hneykslaður og bætir við „– og þvert gegn stefnu bankans“. Hann sparkar af sér mokkasínunum og krýpur uppi í stólnum. Forviða millistjórnandi hringir eftir lög- reglu, af því að öryggisvörðurinn skrapp með fullorðna móður sína til höfuðbeina- og spjaldhryggjarþerapista, eða eitthvað í þeim dúr. Þ annig hefst prósaljóð sem letrað er á listaverkið Hásæti Mammons sem nú er í eigu Landsbankans og varðveittur í and- dyri útibúsins á Akureyri. Listamað- urinn, Hrönn Einarsdóttir, færði bankanum verk- ið að gjöf í vikunni, en það er lokaverkefni hennar við Myndlistarskólann á Akureyri. Haustið 2008 tapaði Hrönn fé sem hún átti í peningamarkaðssjóði bankans. „Ég ætlaði að taka út það sem ég átti og eyðileggja reikninginn en hafði þá tapað upphæð sem svarar til skólagjalda í eitt ár,“ segir hún. Þegar Hrönn komst að því hvers kyns var, og sá engan öryggisvörð í bankanum, greip hún með sér stól og sagðist taka hann í pant. Tveir starfsmenn reyndu að ná af henni stólnum en hún gaf sig ekki þannig að hringt var á lögreglu og „þjófurinn“ handtekinn. „Ég skilaði svo stólnum og það urðu engin eftirmál af þessu.“ Einhver hafði á orði að reisa ætti minnisvarða um Hrönn vegna þessa. Henni líkaði ekki hugmyndin í fyrstu en ákvað síðan að búa sjálf til slíkan minnisvarða og segir hásætið áminningu til allra. Þegar til kom hafi svo verið best að gefa bankanum verkið því enginn eigi peninga nú til að kaupa það. „Það hefur enginn beðið mig afsökunar vegna tapsins. Þó að ég hafi ekki tapað milljörðum skipti upphæðin mig máli. Mér fannst ég ekki geta tapað 150 þúsund kalli án þess að mótmæla – og láta eins og allt væri í lagi.“ Atli, sonur Hrannar, samdi textann á stólinn sem er úr járni. „Ég fékk frábæra iðnaðarmenn til að hjálpa mér; við eigum marga í bænum. Björn í Slippnum smíðaði stólinn og Sigþór í Pólýhúðun, fyrrverandi maðurinn minn, húðaði hann.“ Hrönn afhenti Landsbankanum listaverkið við athöfn á Ráðhústorgi á miðvikudaginn og hópur fólks var viðstaddur. „Ég gat ekki boðið upp á neinar veitingar því allur peningurinn fór í verk- ið,“ segir hún. Helgi Teitur Helgason útibússtjóri tók við gjöfinni. „Hann var búinn að láta mig vita að hann kæmi þannig að ég vissi að ég yrði ekki ein og við áttum mjög gott spjall í síma,“ segir Hrönn. „Ég bauð öllum pólitíkusunum hér á Ak- ureyri og ráðherrum en enginn mætti. En ég fékk hringingu þar sem Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra afboðaði sig; mér fannst frábært að hún skyldi láta vita.“ skapti@mbl.is Hrönn Einarsdóttir við listaverkið sitt, Hásæti Mammons, á Ráðhústorginu þar sem hún afhenti það bankanum. Ljósmynd/Halldór Hásæti Mammons 17. maí Á mánudaginn ætlar Stórsveit Reykjavíkur að flytja eitt af lykilverkum stórsveitabókmenntanna, Consummation eftir Thad Jones, á tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum. Platan Consummation var hljóðrituð fyrir 40 ár- um, en ásamt lögunum átta af plötunni stendur til að flytja helstu verk stórsveitar Jones og Mel Lewis. Stjórnandi á tónleikunum verður Sigurður Flosason, en tónleikarnir hefjast kl. 21. Stórsveitin flytur Consummation Við mælum með… 13. maí Síðastliðinn fimmtu- dag var opnuð í Þjóð- minjasafni Íslands sýningin Klippt og skorið - um skegg og rakstur. Þar eru til sýnis ýmsir gripir og ljós- myndir sem tengjast þessu karl- mennskutákni og fjallað um hvernig það hefur tekið mið af tísku og tíðaranda. Sýningin stendur út árið. 18. maí Á þriðjudaginn kl. 12.15 verða síðustu hádegistónleikar Óp- hópsins haldnir í Ís- lensku óperunni, en þar munu hljóma ís- lenskar aríur, söng- lög og samsöngvar úr íslenskum óperum og söngleikjum. Sér- stakur gestur á tónleikunum verð- ur tenórinn Gissur Páll Giss- urarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.