SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 4
4 16. maí 2010 Bæði Vladimír Pútín og Dimítrí Medvedev eru iðu- lega spurðir hvort þeir ætli að gefa kost á sér í for- setakosningunum 2012. Eðli málsins samkvæmt geta þeir ekki gefið afgerandi svör. „Þeir geta ekki boðið sig fram hvor gegn öðrum því að það myndi ógna öllu kerfinu,“ segir Aleksei Makarkin, sérfræð- ingur um rússnesk stjórnmál. „Það verður að velja á milli þeirra.“ Það komi sér hins vegar vel fyrir báða að staðan sé óljós. Ef það væri ljóst að Medvedev ætlaði sér að sitja annað kjörtímabil myndi það vængstýfa Pútín, en ef vitað væri fyrir víst að Pútín ætlaði að snúa aftur myndi Medvedev hætta að skipta máli. „Bæði Pútín og Medvedev vita að vald þeirra minnkar um leið og ljóst yrði að þær ætluðu ekki að verða forseti eftir 2012.“ Sérfræðingar geta ekki sagt með vissu hvað muni gerast og ekki er einu sinni víst að þeir viti sjálfir hvað þeir muni gera. Þó má ráða af svörum Med- vedevs að hann vilji vera forseti annað kjörtímabil og Pútín hyggst ekki yfirgefa hið pólitíska svið. Og hvað vilja rússneskir kjósendur? Samkvæmt skoð- anakönnun, sem birtist í upphafi mánaðarins, myndu 27% Rússa kjósa Pútín, en 20% Medvedev. Hver verður forseti Rússlands eftir 2012 Dimítrí Medvedev, kona hans Svetlana og Vladimír Pútín við páskaguðsþjónustu í Moskvu. Reuters A fstaða rússneskra stjórnvalda til Vest- urlanda hefur tekið merkjanlegum breytingum undanfarið og sennilega hafa samskiptin ekki verið betri síðan Sovétríkin voru og hétu og Míkhaíl Gorbatsjov hleypti perestrojku af stað. Vísbendingarnar um þessa þíðu eru margvíslegar. Þegar Rússar héldu upp á lok seinni heimsstyrjaldar og sigurinn á nas- istum vakti athygli að hermenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Póllandi gengu í fyrsta skipti yfir Rauða torgið og í heiðursstúkunni sat Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ásamt leiðtog- um Rússlands. Dimítrí Medvedev, forseta Rússlands, hefur að undanförnu tekist að skapa sér sérstöðu gagnvart Vladimír Pútín forsætisráðherra. Ávallt hefur verið litið svo á að hlutverk Medvedevs hafi verið að halda forsetastólnum volgum fyrir Pútín, sem þurfti að láta af honum vegna þess að stjórnarskráin meinaði honum að sitja lengur. Þótt Medvedev hafi verið leiðitamur hefur frá upphafi verið ljóst að hann er öðruvísi þenkjandi en Pútín. Medvedev hefur í ræðu og riti talað um mik- ilvægi réttarríkisins, prentfrelsis og mannréttinda. Hann hefur mun lýðræðislegri viðhorf en Pútín, þótt ekki sé hægt að segja að hann hafi knúið fram umbætur í þeim anda. Eftir að Barack Obama varð forseti Bandaríkjanna hefur dregið úr spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Obama hefur verið mun sáttfúsari í garð Rússa og ákvörðun hans um að hætta við að setja upp eldflaugavarnir í Póllandi og Tékklandi hefur auðveldað Rússum að skipta um stefnu gagnvart Bandaríkjunum með reisn. Rússneska útgáfa vikuritsins Newsweek birti í vikunni rússneska trúnaðarskýrslu á heimasíðu sinni þar sem útlistað er það markmið Rússa að koma á traustari samskiptum við Evrópu og Banda- ríkin í því skyni að nútímavæða úreltan iðnað landsins. Í áætluninni, sem er eignuð Sergei Lavrov utan- ríkisráðherra og stíluð á Medvedev, er talað um að hverfa frá þeirri ágengu stefnu, sem verið hefur við lýði, og stjórn Obama er hrósað fyrir að sýna meiri samstarfsvilja en var fyrir hendi í stjórnartíð George W. Bush. Í fréttaskýringu í blaðinu Wall Street Journal segir að í trúnaðarskýrslunni sé mótuð sú stefna, sem Medvedev boðaði í árlegu ávarpi sínu í rúss- neska þinginu í nóvember. Þar sagði hann að til- gangslaust væri að belgja sig út og lýsti yfir því að markmið utanríkisstefnunnar ætti að vera að nú- tímavæða vanþróað hagkerfi Rússlands. Í fréttaskýringunni er vitnað í Vjatsjeslav Ník- onov, sérfræðing í utanríkismálum, sem iðulega hefur veitt rússneskum stjórnvöldum ráðgjöf. Hann segir að sú stefna Medvedevs að draga úr því hvað Rússar eru háðir olíu og öðrum náttúruauðlindum og rífa þess í stað upp hátækniiðnað kalli á nálgun við vestrið. „Uppspretta nútímavæðingar og nýj- unga er í vestri, ekki austri,“ segir hann. Þetta skýrir það hvers vegna í skýrslunni er talað um að gefa samskiptum við Bandaríkin og Evrópu meiri gaum, þótt ekki megi vanrækja Kína og önnur mikilvæg ríki. Hver er í skugga hvers? Dimítrí Medvedev forseti hefur verið að sækja í sig veðrið gagnvart Vladimír Pútín forsætisráðherra undanfarið. Reuters Rússar beina sjónum í vestur Eftir stirð samskipti um árabil boða rússnesk stjórnvöld þíðu Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ásamt leiðtog- um Rússlands og forseta Kína á Rauða torginu. Reuters „Ef þú ert að tala til dæmis um spurningar varðandi stefn- una í utan- eða innanríkis- málum, varnar- eða öryggis- málum er það forsetinn einn og enginn annar,“ sagði Di- mítrí Medvedev þegar banda- rískur blaðamaður spurði hann hvor tæki ákvarðanir, hann eða Vladimír Pútín. Fáninn rauði á Rauða torginu. Reuters Forsetinn og enginn annar fyrir heimilið Toppur án bragðefna, 2 l 119 kr.stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.