SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 6
6 16. maí 2010 Eins og kunnugt er hefur hart ver- ið sótt að Jóni Bjarnasyni, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, á undanförnum vikum og mán- uðum. Vera hans á ráðherrastól er Samfylkingunni sérstakur þyrnir í augum og gekk samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn svo langt á flokks- stjórnarfundi að álykta gegn frek- ari veru Jóns í ríkisstjórn. Samfylkingin hefur gefið til kynna að ófært sé að hefja aðild- arviðræður við Evrópusambandið með ráðherra í forsvari fyrir sjáv- arútvegs- og landbúnaðarmálum, sem sé alfarið andvígur aðild og aðildarviðræðum. Þetta hefur ver- ið meginröksemd Samfylking- arinnar fyrir að vilja Jón burt úr rík- isstjórn, en eins og VG hefur ítrekað bent á, þá er það á valdi VG, ekki Samfylkingarinnar, að velja hverjir sitja á ráðherrastól- um fyrir hönd flokksins. Vitanlega olli afskiptasemi Samfylking- arinnar af ráð- herraskipan VG reiði innan VG. Samkvæmt heimildum mín- um er órólega deildin í VG nú að undirbúa varnarbaráttu, þar sem til stendur að slá skjaldborg um Jón Bjarna- son og ráðherradóm hans. Eru þau Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður þingflokks VG, og Ás- mundur Einar Daðason ásamt Ög- mundi Jónassyni sögð vera í for- svari fyrir slíkum vörnum, en einnig koma þar við sögu þing- mennirnir Ásmundur Einar Daða- son og Lilja Mósesdóttir og hugs- anlega fleiri þingmenn. Verði sú raunin, verður ekki létt fyrir Steingríms-arminn í VG að halda því fram öllu lengur, að Ög- mund sé farið að klæja svo í ráð- herrafingurna, að hann sé jafnvel reiðubúinn til þess að ganga milli bols og höfuðs á Jóni Bjarnasyni til þess að fá ráðherrastól á nýjan leik. Fullyrt er að slík áform Ög- mundar hafi aldrei verið til staðar, enda liggi beinast við að Álfheiður Ingadóttir víki úr ráðherrastól og Ögmundur taki við sínu gamla starfi á nýjan leik. Vilja slá skjaldborg um Jón Jón Bjarnason Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Ásmundur Einar Daðason Þ ví fer örugglega víðsfjarri að allt sé sem sýnist um þessar mundir innan vébanda annars stjórnarflokksins, Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Að sögn er ágreiningurinn orðinn svo djúpstæður á milli þeirra tveggja fylkinga í flokknum sem tekist hafa á og ósættið slíkt, að margir VG-liðsmenn eru mjög uggandi um hvert framhaldið verður. Eins og kunnugt er hafa verið væringar í flokknum allar götur frá því að Ögmundur Jón- asson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sagði af sér sem slíkur, þar sem honum hugnuðust ekki þau vinnubrögð sem honum var uppálagt að viðhafa í Icesave-deilumálum. Þótt þau Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður VG, og Jóhanna Sig- urðardóttir, forsætisráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar, hafi í tvígang barist með kjafti og klóm fyrir því að neyða upp á íslenska skattgreið- endur skuldbindingar upp á mörg hundruð millj- arða króna – skuldbindingar sem rannsókn- arnefnd Alþingis komst að niðurstöðu um að Íslendingar bæru enga ábyrgð á – en orðið frá að hverfa, þar sem þjóðin og forsetinn höfnuðu þeim afarkostum sem átti að þröngva upp á þjóðina, þá hefur sú niðurstaða ekki orðið til þess að öldur hafi lægt í VG. Að vísu hefur svo virst vera, a.m.k. á yfirborð- inu, en það hefur þó ítrekað komið fram, að lognið sem sagt hefur verið ríkja hefur verið og er bara svikalogn. Icesave-deilumál eru ekki á dagskrá um þessar mundir og þau Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir hafa ekki svo vikum skiptir hótað því að heimsendir væri í nánd ef við lofuðum ekki að greiða Bretum og Hollendingum allt sem þeir vilja fá greitt, með vöxtum og vaxta- vöxtum, þótt Steingrímur J. og nú með liðsinni Össurar Skarphéðinssonar sé nú byrjaður að banka upp á hjá Bretum á nýjan leik og biðja um að fá að borga. Samband þeirra Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar er stirðara en nokkru sinni. Mennirnir talast ekki við og reyna ekki einu sinni lengur að ná einhvers konar sáttum. Sáttafundir þeirra og niðurstaða af þeim fyrir nokkrum vikum voru engan veginn jafnárangursríkir og einhverjir VG-liðar reyndu að gefa til kynna á sínum tíma og síðan þær tilraunir runnu út í sandinn hefur ástandið stórum versnað, að sögn viðmælenda úr röðum VG. Ekki hefur samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn, Samfylkingin, beinlínis hjálpað upp á sakirnar eða auðveldað VG að ná friði og ró innan eigin raða, því þeirra verk, þar sem reynt er að bola Jóni Bjarnasyni landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra frá völdum, þar sem hann er ekki nógu leiðitamur flokknum sem vill nú, hvað sem tautar og raular, leiða Ísland inn í Evrópusambandið, hafa gert það að verkum að átökin hafa harðnað mjög í VG. Jón Bjarnason er langt frá því að vera óumdeild- ur maður, hvort sem er innan VG eða annars stað- ar. En margir stuðningsmenn VG, ekki síst úr grasrót hreyfingarinnar um allt land, líta þó á hann sem „sinn mann“ því hann hafi aldrei hvik- að frá andstöðu sinni við aðildarumsókn að ESB og þar af leiðandi staðið við þau kosningaloforð sem VG-frambjóðendur gáfu fyrir síðustu kosningar og hafa reyndar lengi verið á stefnuskrá flokksins, að flokkurinn og frambjóðendur hans væru and- vígir aðild að Evrópusambandinu. Á yfir fjögurra klukkustunda löngum ríkis- stjórnarfundi á sunnudaginn var átti að láta til skarar skríða gegn Jóni Bjarnasyni og koma hon- um frá völdum með því að taka ákvörðun um sameiningu sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðn- aðarráðuneytis í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Engin niðurstaða fékkst á þeim fundi, ekki frekar en tveimur öðrum ríkisstjórnarfundum í vikunni, og virðist Jón Bjarnason ætla að halda velli, a.m.k. um stundarsakir, því ef marka má fregnir vik- unnar virðast Jóhanna Sigurðardóttir og Samfylk- ingin þurfa að sætta sig við að uppstokkun í stjórnarráðinu og sameining ráðuneyta fái að bíða a.m.k. til haustsins, þótt í frumvarpsdrögunum sé miðað við það að ný ráðuneyti taki til starfa 1. september nk. Ófriðurinn í VG stigmagnast Grasrótin í VG ver Jón Bjarna- son sjávarútvegsráðherra Það er liðin tíð að Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, taki utan um Ögmund Jónasson, eða taki þéttingsfast í hönd þingmannsins. Morgunblaðið/Ómar Vikuspegill Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Fullyrt er, að hvað svo sem op- inberum yfirlýsingum Steingríms J. Sigfússon- ar líði, um vilja hans til þess að fá Ögmund Jón- asson inn í ríkisstjórnina á nýj- an leik, búi þar að baki hvorki einlægur vilji né staðfastur ásetningur. Honum hugnist mun betur að hafa Álfheiði Ingadóttur áfram sér við hlið. Vill bíða með breytingar www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Nú eru allar verslanir Nóatúns opnar allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.