SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 7

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 7
16. maí 2010 7 F acebook er harðlega gagnrýnd af ráð- gjafahópi fram- kvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins fyrir að tryggja ekki nógu vel vernd persónuupplýsinga. Bréf þar að lútandi var sent forsvars- mönnum fyrirtækisins og undir það skrifuðu persónuvernd- aryfirvöld í 31 aðildarríki ESB, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Í bréfinu kemur fram að breytingar fyrirtækisins í des- ember síðastliðnum á sjálf- virkum stillingum á heimasíðu notenda Facebook, eða fésbók- inni eins og hún er nefnd á því ástkæra ylhýra, hafi verið „óá- sættanlegar“. Þetta eru sterkustu viðbrögð fram að þessu frá persónu- verndaryfirvöldum í Evrópu við stefnu Facebook og þykja þau til marks um vaxandi vilja til að taka á brotum fyrirtæk- isins gegn persónuvernd. Farið er fram á úrbætur frá Facebook, sem felast meðal annars í því að sjálfvirkar still- ingar fésbókarinnar geri ein- staklingum kleift að heimila einungis völdum aðilum að skoða persónuupplýsingar sín- ar. Notendur eigi að geta valið um það sérstaklega hvort grunnupplýsingar á síðunni séu aðgengilegar í leitarvélum. Breytingarnar sem gerðar voru í desember höfðu í för með sér að grunnupplýsing- arnar koma sjálfkrafa fram í leitarvélum og vissar persónu- upplýsingar fylgja með, til dæmis listi yfir vini, og er eng- in leið að komast hjá því. Financial Times hefur eftir Richard Allen, einum af yf- irmönnum Facebook í Evrópu, að unnið sé að svörum við bréfinu. Facebook hafi þegar brugðist við tilteknum at- hugasemdum frá evrópskum yfirvöldum varðandi persónu- vernd, en á sumum sviðum kunni fyrirtækið að vera and- vígt málamiðlunum. Nefnt er sem dæmi að per- sónuverndaryfirvöld hafi viljað að notendur skrái sig inn á samskiptavefi undir dulnefn- um, nokkuð sem grundvallað sé á þýskum lagabókstaf. En það gangi hinsvegar gegn grundvallarreglum Facebook, þar sem öllum notendum sé gert að skrá sig undir réttum nöfnum. Facebook hefur hvatt not- endur til að deila persónu- upplýsingum í vaxandi mæli, enda á fyrirtækið í samkeppni við aðra samskiptavefi á borð við Twitter um notendur og auglýsingar. Eftir breytingarnar í desem- ber hefur Facebook orðið fyrir harðri gagnrýni beggja vegna Atlantsála fyrir að tryggja ekki nógu rækilega persónuvernd notenda sinna. Í Kanada var fyrirtækið þvingað til að breyta stefnu sinni varðandi gagna- vernd eftir að hótað var lög- sókn af persónuverndaryf- irvöldum. Í því fólst að það dró úr sjálfvirkri upplýsingagjöf til þriðja aðila og jafnframt að það vistar ekki netföng þeirra sem boðið er á Facebook en þekkj- ast ekki boðið. Gagnrýni á Facebook Heimur Netsins er engum óviðkomandi. Vikuspegill Pétur Blöndal pebl@mbl.is ’ Breytingarnar sem gerðar voru í desem- ber höfðu í för með sér að grunnupplýs- ingarnar koma sjálf- krafa fram í leit- arvélum og vissar persónuupplýsingar fylgja með, til dæmis listi yfir vini, og er engin leið að komast hjá því. Reuters E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Síðustu námskeið fyrir sumarfrí! Innritun hafin í síma 581 3730 Velkomin í okkar hóp! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Staðurinn - Ræktin telpurS onuK r NÝTT! TT- HÁDEGISPÚL kl. 12:05 aðeins fyrir vanar Þú getur strax byrjað að æfa! Um leið og þú skráir þig á námskeið og greiðir fyrir það geturðu strax byrjað að æfa – sækja tíma í opna kerfinu okkar og tækjasal þar til námskeiðið hefst. Öllum námskeiðum fylgir frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu og tækjasal. Á heimasíðunni okkar, www.jsb.is færðu svo nánari upplýsingar um það sem við höfum að bjóða. TT1 – Átaksnámskeiðin sívinsælu. Lokuð 5 vikna námskeið 3x í viku kl. 6:15, 10:15, 16:40 og 17:40 TT 3 Lokuð 5 vikna átaksnámskeið 3x í viku fyrir stelpur 16-25 ára kl.18:25 Rope Yoga Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Lokuð 5 vikna námskeið kl. 6:15, 7:20, 12:05 og 16:30 Nýtt! MÓTUN Teygju- og styrktaræfingar. Æfingakerfi hannað af Báru Magnúsdóttur 2x í viku kl. 10:30 og 16:30 60+ Líkamsrækt fyrir konur 60 ára og eldri 2x í viku kl. 9:25 STOTT PILATES Æfingakerfi byggt á pilatesæfingum Joseph Pilates. Krefjandi æfingar. 5 vikna námskeið 3x í viku kl. 16:30 Nýtt! Stutt og strangt í tækjasal 5 saman 5x í viku í 2 vikur Verð aðeins kr 10.000 Ath. Skráning alltaf í gangi S&S stutt ogstrangt Vortilboð á öllum opnum kortum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.