SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Síða 7

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Síða 7
16. maí 2010 7 F acebook er harðlega gagnrýnd af ráð- gjafahópi fram- kvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins fyrir að tryggja ekki nógu vel vernd persónuupplýsinga. Bréf þar að lútandi var sent forsvars- mönnum fyrirtækisins og undir það skrifuðu persónuvernd- aryfirvöld í 31 aðildarríki ESB, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Í bréfinu kemur fram að breytingar fyrirtækisins í des- ember síðastliðnum á sjálf- virkum stillingum á heimasíðu notenda Facebook, eða fésbók- inni eins og hún er nefnd á því ástkæra ylhýra, hafi verið „óá- sættanlegar“. Þetta eru sterkustu viðbrögð fram að þessu frá persónu- verndaryfirvöldum í Evrópu við stefnu Facebook og þykja þau til marks um vaxandi vilja til að taka á brotum fyrirtæk- isins gegn persónuvernd. Farið er fram á úrbætur frá Facebook, sem felast meðal annars í því að sjálfvirkar still- ingar fésbókarinnar geri ein- staklingum kleift að heimila einungis völdum aðilum að skoða persónuupplýsingar sín- ar. Notendur eigi að geta valið um það sérstaklega hvort grunnupplýsingar á síðunni séu aðgengilegar í leitarvélum. Breytingarnar sem gerðar voru í desember höfðu í för með sér að grunnupplýsing- arnar koma sjálfkrafa fram í leitarvélum og vissar persónu- upplýsingar fylgja með, til dæmis listi yfir vini, og er eng- in leið að komast hjá því. Financial Times hefur eftir Richard Allen, einum af yf- irmönnum Facebook í Evrópu, að unnið sé að svörum við bréfinu. Facebook hafi þegar brugðist við tilteknum at- hugasemdum frá evrópskum yfirvöldum varðandi persónu- vernd, en á sumum sviðum kunni fyrirtækið að vera and- vígt málamiðlunum. Nefnt er sem dæmi að per- sónuverndaryfirvöld hafi viljað að notendur skrái sig inn á samskiptavefi undir dulnefn- um, nokkuð sem grundvallað sé á þýskum lagabókstaf. En það gangi hinsvegar gegn grundvallarreglum Facebook, þar sem öllum notendum sé gert að skrá sig undir réttum nöfnum. Facebook hefur hvatt not- endur til að deila persónu- upplýsingum í vaxandi mæli, enda á fyrirtækið í samkeppni við aðra samskiptavefi á borð við Twitter um notendur og auglýsingar. Eftir breytingarnar í desem- ber hefur Facebook orðið fyrir harðri gagnrýni beggja vegna Atlantsála fyrir að tryggja ekki nógu rækilega persónuvernd notenda sinna. Í Kanada var fyrirtækið þvingað til að breyta stefnu sinni varðandi gagna- vernd eftir að hótað var lög- sókn af persónuverndaryf- irvöldum. Í því fólst að það dró úr sjálfvirkri upplýsingagjöf til þriðja aðila og jafnframt að það vistar ekki netföng þeirra sem boðið er á Facebook en þekkj- ast ekki boðið. Gagnrýni á Facebook Heimur Netsins er engum óviðkomandi. Vikuspegill Pétur Blöndal pebl@mbl.is ’ Breytingarnar sem gerðar voru í desem- ber höfðu í för með sér að grunnupplýs- ingarnar koma sjálf- krafa fram í leit- arvélum og vissar persónuupplýsingar fylgja með, til dæmis listi yfir vini, og er engin leið að komast hjá því. Reuters E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Síðustu námskeið fyrir sumarfrí! Innritun hafin í síma 581 3730 Velkomin í okkar hóp! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Staðurinn - Ræktin telpurS onuK r NÝTT! TT- HÁDEGISPÚL kl. 12:05 aðeins fyrir vanar Þú getur strax byrjað að æfa! Um leið og þú skráir þig á námskeið og greiðir fyrir það geturðu strax byrjað að æfa – sækja tíma í opna kerfinu okkar og tækjasal þar til námskeiðið hefst. Öllum námskeiðum fylgir frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu og tækjasal. Á heimasíðunni okkar, www.jsb.is færðu svo nánari upplýsingar um það sem við höfum að bjóða. TT1 – Átaksnámskeiðin sívinsælu. Lokuð 5 vikna námskeið 3x í viku kl. 6:15, 10:15, 16:40 og 17:40 TT 3 Lokuð 5 vikna átaksnámskeið 3x í viku fyrir stelpur 16-25 ára kl.18:25 Rope Yoga Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Lokuð 5 vikna námskeið kl. 6:15, 7:20, 12:05 og 16:30 Nýtt! MÓTUN Teygju- og styrktaræfingar. Æfingakerfi hannað af Báru Magnúsdóttur 2x í viku kl. 10:30 og 16:30 60+ Líkamsrækt fyrir konur 60 ára og eldri 2x í viku kl. 9:25 STOTT PILATES Æfingakerfi byggt á pilatesæfingum Joseph Pilates. Krefjandi æfingar. 5 vikna námskeið 3x í viku kl. 16:30 Nýtt! Stutt og strangt í tækjasal 5 saman 5x í viku í 2 vikur Verð aðeins kr 10.000 Ath. Skráning alltaf í gangi S&S stutt ogstrangt Vortilboð á öllum opnum kortum!

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.