SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 8
8 16. maí 2010 Englendingar binda miklar vonir við landslið sitt á heimsmeistaramótinu sem hefst í Suður-Afríku eftir fjórar vik- ur. Engum blöðum er um það að fletta að Frank Lampard verður þar í lyk- ilhlutverki enda svellur honum móður þessi dægrin eftir stórbrotið gengi und- anfarnar vikur og mánuði. Heimurinn ætti að búa sig undir Frank Lampard í ham. Hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Belgum haustið 1999 og hefur alls skrýðst ljónatreyjunni 77 sinnum og skorað 20 mörk. Lengi vel gekk hon- um illa að festa sig í sessi í landslið- inu, einkum vegna Pauls Scholes sem lék í sömu stöðu, og var hvorki valinn í hópinn fyrir Evrópumeistaramótið 2000 né heimsmeistaramótið tveimur árum síðar. Það var ekki fyrr en á EM 2004 að Lampard þreytti frumraun sína á stórmóti. Gerði þar þrjú mörk í fjórum leikjum. Enn og aftur lutu enskir í gras eftir vítaspyrnukeppni. Síðan hefur Lampard átt fast sæti í enska landsliðinu enda þótt gengi hans hafi verið misjafnt. Tvö ár liðu til að mynda milli marka (2007-09) og í leik gegn Eistum haustið 2007 varð Lampard fyrir þeirri niðurlægingu að stuðningsmenn liðsins brugðu sér í beljulíki í hvert skipti sem hann fékk knöttinn. Allt annað var upp á teningnum í undankeppni HM, þegar Lampard og Englendingar fóru á kostum undir stjórn nýs þjálfara, Fabios Capellos. Okkar maður var með tvö mörk þegar England tryggði sér farseðilinn til Suð- ur-Afríku með því að húðstrýkja sína fornu fjendur Króata, 5:1. Undanfarin ár hefur hver landsliðs- þjálfarinn af öðrum glímt við sama höf- uðverkinn: Hvernig á að koma Frank Lampard og Steven Gerrard fyrir í sama liðinu svo báðir fái notið sín? Af undankeppninni að dæma hefur Ca- pello leyst þann vanda. Hafa ljónin loksins heppnina með sér? Lampard gleðst innilega í landsleik með Englandi. Crouch og Beckham er einnig skemmt. Reuters Þ að sætir jafnan tíðindum þegar mið- vellingur rýfur tuttugu marka múr- inn í ensku knattspyrnunni. Bryan Robson, David Platt og Paul Gas- coigne, sem í minningunni voru drjúgir markaskorarar, gerðu þetta aldrei. Paul Scholes hefur aðeins gert þetta einu sinni. Frank Lamp- ard, miðvellingur nýkrýndra Englandsmeistara Chelsea, hefur nú sett nýtt viðmið í þessum efnum – vann það einstaka afrek á þessari leik- tíð að skora tuttugu mörk eða meira í öllum keppnum fimmta árið í röð. Árið þar á undan skoraði kappinn nítján mörk. Í vor bætti Lampard svo enn einni rós í hnappagatið þegar hann fór yfir tuttugu mörk í úrvalsdeildinni. Þess ber að geta að Lampard hefur fengið stífa samkeppni á markalistanum frá Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, á þessum tíma en hann hefur skorað á þriðja tug marka þrisvar á undanförnum fimm árum. Raunar er eins og miðvellingar séu almennt að færa sig upp á skaftið í þessu tilliti en Cesc Fàbregas, fyrirliði Arsenal, skoraði nítján mörk í vetur og hefði án efa rofið tuttugu marka múrinn hefði hann ekki fótbrotnað í lok mars. Lampard, sem verður 32 ára í sumar, hefur nú gert 196 mörk í 669 leikjum fyrir West Ham United, Chelsea og Swansea (þar sem hann lék níu leiki sem lánsmaður fyrir fimmtán árum). Hann er markahæsti miðvellingurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, sem sett var á lagg- irnar 1992, með 129 mörk, og þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu Chelsea með 157 stykki. Markahæsti leikmaður Chelsea frá upphafi er Bobby Tambling sem gerði 202 mörk á árunum 1959-70. Annar á þeim merka lista er Kerry Dixon með 193 mörk. Enda þótt markheppni Lampards sé með ólíkindum segir hún ekki alla söguna um kosti hans á velli, undanfarin sex ár hefur hann nefnilega lagt að meðaltali upp fimmtán mörk fyrir félaga sína. Flest í vetur, eða tuttugu. Eig- ingirninni er með öðrum orðum ekki fyrir að fara hjá kappanum. Ber er hver að baki … Fyrstu tvö árin sem Lampard var hjá Chelsea gerði hann samtals fimmtán mörk en þriðja ár- ið tók hann mikinn kipp og skoraði önnur fimmtán. Það er líklega engin tilviljun að sá kippur kom í kjölfar komu franska landsliðs- mannsins Claudes Makélélés til félagsins en hann er af mörgum talinn fremsti varnar- miðvellingur sinnar kynslóðar í heiminum. Frakkinn smávaxni sat af yfirvegun í holunni fyrir framan vörnina, sama á hverju gekk, og gaf Lampard svigrúm til að stinga sér fram án þess að allt færi í voða. Við þessu hlutverki tók síðan Ganabúinn Michael Essien og að stórum hluta Nígeríumaðurinn John Obi Mikel í vetur. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. José Mourinho og sporgöngumenn hans voru fljótir að átta sig á því að Lampard væri einstök markalind og ætti hann að njóta sín til fulls þyrfti mann af þessu tagi honum við hlið. Þegar Mourinho innleiddi tígulmiðjuna góðu hjá Chelsea setti hann raunar Eið Smára Guðjohn- sen upphaflega með góðum árangri á oddinn en á öðru tímabili Portúgalans fékk Lampard það hlutverk og hefur haft það síðan. Vegna þess að Mourinho er varkár maður að eðlisfari (það er í æði en ekki orði) varð Eiður Smári hins vegar fljótt að víkja fyrir betri varnarmanni, Essien. Talandi um kosti Franks Lampards þá eru fá, ef nokkurt, dæmi um eins slitgóðan leikmann. Hann meiðist hér um bil aldrei enda þótt hann hái sína hildi þar sem mest liggur við, á miðjum vellinum. Ef undan er skilið tímabilið 2007-08, þegar hann missti af fjórtán leikjum vegna meiðsla, hefur Lampard varla orðið misdægurt. Á níu árum á Stamford Bridge hefur hann leikið að meðaltali 52 leiki á vetri og hálfum betur. Ekki kemur á óvart að hann á metið yfir flesta úrvalsdeildarleiki í röð, 164. Ætla mætti að slíkt álag væri farið að taka sinn toll, maðurinn er kominn á fertugsaldur. Öðru nær, ef marka má framgöngu Lampards á leiktíðinni sem lýkur nú um helgina með bik- arúrslitaleik gegn Portsmouth. Tölfræðin bendir til þess að hann hafi aldrei verið betri. Markverðir úrvalsdeildarinnar þurfa því enn um sinn að hirða þremufleyga hans úr netinu – a.m.k. tuttugu sinnum á vetri. Endur- skrifar söguna Frank Lampard aftur og enn iðinn við kolann Frank Lampard fagnar einu af 27 mörkum sínum fyrir Englandsmeistara Chelsea á leiktíðinni. ReutersVikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Frank James Lamp- ard fæddist 20. júní 1978. Faðir hans, Frank Lampard eldri, var einnig knatt- spyrnumaður, enda þótt hann væri ekki jafnskæður upp við mark andstæðing- anna og sonurinn, gerði aðeins átján mörk á jafnmörgum árum. Lampard hefur unnið þrjá meist- aratitla með Chelsea, enska bikarinn og deildabikarinn í tví- gang hvorn. Föður- betrungur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.