SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 9
Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Með árunum rýrnar brjóskvefurinn sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í stóru liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar-og hnjáliðum. Þess vegna er allt tilvinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. Vara ársins! NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk var valið heilsuvara ársins 2004 í Noregi. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifðu breytinguna! Liður með slitnum brjóskvef Heilbrigður liður NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA „Ég hef verið nokkuð slæm í hnjánum síðastliðin ár, en einnig hefur hægri öxlin verið að fara með mig og var það orðið þannig að ég gat ekki lyft hendinni hærra en í axlarhæð og fylgdi þessu mikill sársauki Ég hætti að vinna fyrir tæpum tveimur árum og ákvað því að byrja að stunda líkamsrækt sem ég hef stundað samviskusamlega, en hægri öxlin skánaði lítið. Í ágúst 2009 ákvað ég að prófa NutriLenk töflurnar, þar sem ég hef heyrt marga hrósa því. Fann fljótlega mikinn mun Innan tveggja vikna var ég farin að finna mikinn mun, en höndin fór að virka mun betur og nokkrum vikum síðar var ég farin að geta lyft hendinni upp yfir höfuðið. Ég bý á þriðju hæð, en þar sem að hnén voru orðin illa farin var ég hætt að geta gengið upp stigana og tók því lyftuna. Eftir að ég fór að taka inn NutriLenk finn ég ekki lengur fyrir í hnjánum og geng sársaukalaust upp í íbúðina mína Ótrúlegt en satt Skemmtilegt er að segja frá því að fyrir síðustu jól hreingerði ég eldhússkáp- ana og það með hægri hendinni, sem ég var hreinlega búin að telja af, ef svo má segja. NutriLenk er meiriháttar efni sem ég hvet allt fólk sem þjáist af sliti í liðum til að prófa. Ég þarf svo sannar- lega ekki að sjá eftir því“ segir Sigríður kát í bragði. Gat illa hreyft hægri höndina Sigríður Friðþjófsdóttir, sem unnið hefur við hárgreiðslu síðastliðin 50 árin, hefur kynnst álaginu sem fylgir starfsgreininni m.a. í fótleggjum og axlarliðum. NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum, stærri Hagkaupsverslunum, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum NUTRILENK NÁTTÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN Nýtt og endurbætt NutriLenk Búið er að bæta út í formúluna D-, C vítamíni, kalk i og mangan til þess að styrkja b einin og vefi líkamans. 16. maí 2010 9 E ngin bíómynd sem gerist í villta vestrinu er fullkomin án þess að sjálfspilandi píanó komi fyrir í henni þar sem hetjan með hvíta hattinn ýtir aftur vængjahurð og gengur inn á öldurhús. Hugmyndin að sjálfspilandi píanói kom fram í Bandaríkj- unum í kringum aldamótin 1900. Í fyrstu var um að ræða ákaflega fyrirferðarmikinn skáp sem rennt var upp að hefðbundnu píanói. Út úr skápnum stóðu svo 65 tréf- ingur sem var stillt upp yfir nótunum á píanóinu. Þá var skápurinn festur og síða með tónlistinni sett í. Að því búnu gat stjórnandi notað fótstig og handrofa til þess að kalla fram blæbrigði í píanóleikinn. „Forritin“ sem sjálfspilandi píanóin léku voru rúllur af nokkurs konar striga þar sem búið var að þýða nótnablöð yfir í munstur gata sem sögðu til um hvaða nótu ætti að slá næst. Brátt vék þessi klaufalegi óskapnaður fyrir fágaðri útgáfu þar sem hinn sjálfspilandi bún- aður var byggður inn í hljóð- færið. Á öðrum áratug síðustu aldar náði þessa nýja útgáfa talsverðri útbreiðslu og seldust hundruð eintaka um allan heim. Í Þýskalandi fann Edwin Welte upp enn þróaðri raf- knúna útgáfu sem gat spilað lög nákvæmlega eins og frægir pí- anóleikarar höfðu spilað þau með öllum þeim blæbrigðum og tilfinningum sem þeir höfðu skreytt lögin með. Þá var notað sérstakt upptökupíanó sem hljóðfæraleikararnir spiluðu á og rúllan greip hvert smáatriði í flutningnum. Eftir því sem upptökutæknin þróaðist í upphafi 20. ald- arinnar og handhæg afspil- unartæki eins og plötuspilarar urðu algengari minnkuðu vin- sældir sjálfspilandi píanóanna verulega. Eftir hrun hluta- bréfamarkaðarins á Wall Street árið 1929 við upphaf krepp- unnar miklu þurrkaðist fram- leiðsla þessara merkilegu hljóðfæra nær algerlega út. kjartan@mbl.is Sjálf- spilandi píanó Sjálfspilandi píanó eru forláta gripir, ekki síst ef engum píanó- leikara er til að dreifa. Saga hlutanna ’ Í kvikmyndinni Good Heart eftir Dag Kára Pét- ursson er það sjálfs- pilandi píanó sem sér um undirleikinn á barnum. Enda er vertinn hrjúfur og hefði sómt sér vel í villta vestrinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.