SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 11
16. maí 2010 11 Ómissandi E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 5 0 Hrein íslensk náttúruafurð ms.is Þ að muna eflaust margir knatt- spyrnuaðdáendur eftir argentíska væng- og sóknarmanninum með flaks- andi ljósa hárið, Claudio Ca- niggia. Hann var þekktur fyrir gríðarlegan hraða sinn, sagt var að hann hefði hlaupið 100 metrana á 10,7 sekúndum þeg- ar hann keppti á frjáls- íþróttamótum áður en knatt- spyrnuferillinn hófst. Leiftrandi hraðinn ávann honum við- urnefnið sonur vindsins. Caniggia hóf ferilinn hjá stórliðinu River Plate í Buenos Aires en færði sig fljótlega um set til Ítalíu, fyrst Verona og síðar Atalanta. Hann var lyk- ilmaður argentíska landsliðsins á heimsmeistaramótunum 1990 á Ítalíu ásamt sjálfum Diego Maradona og varð að stór- stjörnu eftir sigurmörk gegn Brasilíu og jöfnunarmark gegn gestgjöfunum í undanúrslita- leik. Argentína vann á end- anum leikinn í vítaspyrnu- keppni. Caniggia var ætíð mikill vin- ur Maradonas, þrátt fyrir að annar hefði leikið fyrir River Plate en hinn fyrir Boca Juni- ors, eilífðaróvinalið í höfuðborg Argentínu. Vinátta þeirra var það náin að eitt sinn fögnuðu þeir saman marki með remb- ingskossi beint á munninn. Við það tækifæri sagði eiginkona Caniggias, Mariana Nannis: „Stundum held ég að Diego sé ástfanginn af eiginmanni mín- um. Það hlýtur að vera út af síða hárinu og vöðvunum“. Það skal ósagt látið hvort það hafi verið hin nána vinátta við Maradona sem olli því sem síð- ar varð. Caniggia var þekktur fyrir að njóta lífsins, jafnvel einum of mikið og árið 1993 var hann dæmdur í þrettán mánaða keppnisbann eftir að hafa tekið kókaín meðan hann lék fyrir Roma. Þegar Mara- dona var síðan rekinn heim af HM 1994 í Bandaríkjunum af sömu sökum kallaði Bjarni Fel- ixson þá félaga „kókaínbræð- ur“. Frá því að vera þekktur fyrir hraða var Caniggia nú best þekktur fyrir spítt. Caniggia lagði þó ekki árar í bát og hélt ferlinum áfram hjá Benfica. Árið 1995 skipti hann svo yfir til Boca Juniors og varð þar með einn af fáum leik- mönnum til að spila fyrir bæði River Plate og Boca. Þar hitti hann og stuttlega fyrir fóst- bróður sinn Maradona sem var á lokaspretti síns ferils. Ca- niggia var þó engan veginn hættur og lék með bæði Dun- dee og Rangers í Skotlandi þar sem hann varð að nokkurs konar költhetju aðdáenda lið- anna. Síðasta hviða sonar vindsins kom síðan eins og hjá svo mörgum uppgjafarknatt- spyrnumönnum í Katar hjá Qatar SC þar sem hann endaði ferilinn árið 2004. Hinn 43 ára gamli Caniggia býr nú í Marbella á Costa del Sol á Spáni og heldur enn tengslum við knattspyrnu- heiminn. Stuttu eftir að ferl- inum lauk vann hann sem ráð- gjafi fyrir nokkur ensk lið en nú vinnur hann að framtíð- aruppbyggingu knattspyrn- unnar á svæðinu í kringum Marbella. Þá hafa honum boðist þjálfunarstörf á Ítalíu svo það er aldrei að vita nema væng- maðurinn knái sjáist aftur á knattspyrnuvellinum, í þetta skiptið hinum megin hliðarlín- unnar. kjartan@mbl.is Hvað varð um ... Claudio Caniggia Claudio Caniggia og Maradona Claudio Caniggia
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.