SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Side 11

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Side 11
16. maí 2010 11 Ómissandi E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 5 0 Hrein íslensk náttúruafurð ms.is Þ að muna eflaust margir knatt- spyrnuaðdáendur eftir argentíska væng- og sóknarmanninum með flaks- andi ljósa hárið, Claudio Ca- niggia. Hann var þekktur fyrir gríðarlegan hraða sinn, sagt var að hann hefði hlaupið 100 metrana á 10,7 sekúndum þeg- ar hann keppti á frjáls- íþróttamótum áður en knatt- spyrnuferillinn hófst. Leiftrandi hraðinn ávann honum við- urnefnið sonur vindsins. Caniggia hóf ferilinn hjá stórliðinu River Plate í Buenos Aires en færði sig fljótlega um set til Ítalíu, fyrst Verona og síðar Atalanta. Hann var lyk- ilmaður argentíska landsliðsins á heimsmeistaramótunum 1990 á Ítalíu ásamt sjálfum Diego Maradona og varð að stór- stjörnu eftir sigurmörk gegn Brasilíu og jöfnunarmark gegn gestgjöfunum í undanúrslita- leik. Argentína vann á end- anum leikinn í vítaspyrnu- keppni. Caniggia var ætíð mikill vin- ur Maradonas, þrátt fyrir að annar hefði leikið fyrir River Plate en hinn fyrir Boca Juni- ors, eilífðaróvinalið í höfuðborg Argentínu. Vinátta þeirra var það náin að eitt sinn fögnuðu þeir saman marki með remb- ingskossi beint á munninn. Við það tækifæri sagði eiginkona Caniggias, Mariana Nannis: „Stundum held ég að Diego sé ástfanginn af eiginmanni mín- um. Það hlýtur að vera út af síða hárinu og vöðvunum“. Það skal ósagt látið hvort það hafi verið hin nána vinátta við Maradona sem olli því sem síð- ar varð. Caniggia var þekktur fyrir að njóta lífsins, jafnvel einum of mikið og árið 1993 var hann dæmdur í þrettán mánaða keppnisbann eftir að hafa tekið kókaín meðan hann lék fyrir Roma. Þegar Mara- dona var síðan rekinn heim af HM 1994 í Bandaríkjunum af sömu sökum kallaði Bjarni Fel- ixson þá félaga „kókaínbræð- ur“. Frá því að vera þekktur fyrir hraða var Caniggia nú best þekktur fyrir spítt. Caniggia lagði þó ekki árar í bát og hélt ferlinum áfram hjá Benfica. Árið 1995 skipti hann svo yfir til Boca Juniors og varð þar með einn af fáum leik- mönnum til að spila fyrir bæði River Plate og Boca. Þar hitti hann og stuttlega fyrir fóst- bróður sinn Maradona sem var á lokaspretti síns ferils. Ca- niggia var þó engan veginn hættur og lék með bæði Dun- dee og Rangers í Skotlandi þar sem hann varð að nokkurs konar költhetju aðdáenda lið- anna. Síðasta hviða sonar vindsins kom síðan eins og hjá svo mörgum uppgjafarknatt- spyrnumönnum í Katar hjá Qatar SC þar sem hann endaði ferilinn árið 2004. Hinn 43 ára gamli Caniggia býr nú í Marbella á Costa del Sol á Spáni og heldur enn tengslum við knattspyrnu- heiminn. Stuttu eftir að ferl- inum lauk vann hann sem ráð- gjafi fyrir nokkur ensk lið en nú vinnur hann að framtíð- aruppbyggingu knattspyrn- unnar á svæðinu í kringum Marbella. Þá hafa honum boðist þjálfunarstörf á Ítalíu svo það er aldrei að vita nema væng- maðurinn knái sjáist aftur á knattspyrnuvellinum, í þetta skiptið hinum megin hliðarlín- unnar. kjartan@mbl.is Hvað varð um ... Claudio Caniggia Claudio Caniggia og Maradona Claudio Caniggia

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.