SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 12
12 16. maí 2010 É g á þrjú börn – það elsta á tólfta ári – og reyni að fylgjast með enda hef ég mikinn áhuga á tölvum og því hvernig við get- um hagnýtt okkur þær í leik og starfi,“ segir Guðjón H. Hauksson, kennari í upp- lýsingatækni við Menntaskólann á Akur- eyri. Guðjón ritaði grein á vefsíðu Sam- taka, svæðisráðs foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar um tölvuleiki sem vinsælir eru meðal barna og unglinga en foreldrar virðast vera lítið meðvitaðir um hvað innihalda. Greinin hefur komið af stað umræðum um þessi mál svo um munar og farið víða. Óhætt er að segja að myndskeið sem fylgir greininni, þar sem Guðjón klippir saman brot úr þessum leikjum, hafi fang- að athygli foreldra og kennara, enda er efnið í meira lagi óhugnanlegt. „Ég ætlaði bara að skrifa lítið bréf til foreldra í bekk sonar míns til að benda þeim á síður sem hjálpa manni að átta sig á þessum leikjum. En bréfið varð alllangt og svo fannst mér að þetta yrði líka að vera myndrænt svo ég setti upp þetta myndband og þannig vatt þetta upp á sig.“ Í framhaldinu var haldinn opinn fundur fyrir alla foreldra á Akureyri sem var vel sóttur. Viðbrögðin þar voru sterk. „Það sem sló mig helst var að foreldrar virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir þeim heimi sem blasir við börnunum í tölvunni. Ég átti ekki von á því. Ég hélt að foreldrar fylgdust betur með tölvunotkun barna sinna.“ Baby Gaga slær í gegn Guðjón hefur einnig kynnt þessi mál fyrir grunnskólakennurum og foreldrafélög víða hafa sýnt mikinn áhuga. Hann segir fyrirlestrana fjalla um fleira en tölvuleik- ina, þótt þeir hafi vissulega fangað athygl- ina. „Ég ræði t.d. um foreldrahlutverkið, sem er svo einfalt og skýrt til að byrja með þegar barnið er lítið. Við erum þarna til að veita þeim ást og umhyggju, hjálpa þeim, kenna þeim að hjóla, lesa fyrir þau o.s.frv. Þegar þau ná táningsaldri fara þau að fjar- lægjast foreldrana – eins og eðlilegt er – til að uppgötva sjálf sig og öðlast sjálfstætt líf. Þá fara þau að vilja vera ein í herbergj- unum sínum en þar er kannski nettengd tölva, gemsi og sjónvarp, og um leið eru allir vinirnir þar líka. Og ekki bara nánir vinir heldur líka vinir vinanna og hinir og þessir sem við vitum ekki hverjir eru og þau hitta í gegnum msn og Facebook. Á þessum viðkvæma aldri hafa þau ekki til- finningalegan og félagslegan þroska til að takast á við allt þetta áreiti. Þau fá ekki það einrúm sem þau þarfnast.“ Á fyrirlestrunum hefur Guðjón reynt að gefa foreldrum og kennurum hugmynd um hvað börnin gera inni í herbergi eftir að dyrunum hefur verið lokað. „Ég sýni þessa tölvuleiki, en líka fyrirmyndirnar í fjölmiðlum og á netinu – t.d. hvernig Lady Gaga verður að Baby Gaga,“ segir hann og vísar í brasilískan hæfileikaþátt þar sem átta ára stúlka er meðal keppenda og kemur fram stífmáluð, fáklædd og upp- stríluð eins og fyrirmyndin, en mynd- skeið úr þættinum má finna á Youtube. „Hún kann reyndar ekkert að syngja eða dansa en af því að hún er svona klædd eru allir svo hrifnir. Svo nefni ég hinn al- ræmda Júlí Heiðar og lagið hans Blautt dansgólf. Þessi fádæma texti sýnir ótrú- legt viðhorf til stelpna og er bara hreint út sagt viðbjóðslegur. Og í mars söng Júlí Heiðar þennan texta fyrir 13 til 15 ára gömul börn í Sjallanum á Akureyri!“ Á Youtube má annars vegar sjá mynd- skeið þar sem textinn að laginu rennur yf- ir skjáinn um leið og það heyrist flutt og hins vegar myndskeið þar sem Júlí Heiðar flytur þetta sama lag fyrir nemendur í Versló. „Það finnst mér ennþá meira slá- andi,“ segir Guðjón. „Þarna segir hann stelpunum til hvers þær eigi að nota háu hælana sína en mér finnst ótrúlegt að þær skuli ekki hreinlega standa upp á sínum háu hælum og lemja hann með þeim. Í staðinn orga þær og garga af hrifningu með strákunum. Þarna hverfur ein- staklingurinn og múgurinn tekur við, hjörðin sem hugsar ekki neitt. Svona finnst mér netlíf krakkanna okkar vera að verða. Þau nærast á svona myndböndum, senda þau á milli sín á msn og Facebook, alltaf eitthvað sem er ýkt kúl eða ýkt ógeðslegt – alltaf ýktara og ýktara.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hafa ekki grænan grun Faðir og tölvukennari á Akureyri hefur sýnt fram á að krakkar komast í tæri við vafasamara efni í gegnum netið en flesta foreldra óri fyrir. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Netlíf krakkanna okkar er alltaf að verða ýktara og ýktara, segir Guðjón. Guðjón kennir upplýs- ingatækni við MA. ’ Mér finnst ótrú- legt að þær skuli ekki hreinlega standa upp á sínum háu hælum og lemja hann með þeim. Í staðinn orga þær og garga af hrifn- ingu með strákunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.