SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 13
16. maí 2010 13 Modern Warfare Í myndbandinu sem Guðjón setti saman með greininni sýnir hann búta úr þremur tölvu- leikjum, sem vinsælir eru meðal krakka frá 11, 12 ára aldri. Í fyrsta lagi er leikurinnn Left 4 Dead, þar sem barist er við fjöldann allan af lifandi líkum í óskilgreindri borg. „Hetjurn- ar“ beita öllum mögulegum aðferðum til að limlesta og hluta líkin sundur svo blóðið vell- ur út um allt. Leikurinn virðist vera í mikilli tísku í heimi ungmenna og stálpaðra krakka en hægt er að nálgast „demo“ eða prufuút- gáfu af leiknum ókeypis á netinu. Leikurinn var verðlaunaður sem besti fjölspilunarleik- inn árið 2008. Annar leikurinn sem Guðjón fjallar um er hinn alræmdi Grand Theft Auto þar sem sá sem leikur er í hlutverki fyrrverandi her- mannsins Nico Bellic og er staddur í borginni Liberty City. Hann missir fótanna í undir- heimum borgarinnar og plaffar niður hvern þann sem á vegi hans verð- ur, saklausa borgara, lögreglu- menn og jafnvel sjúklinga á slysadeild, með tilheyrandi blóðs- úthellingum, en fyrir það fær sá sem leikur stig. Leikurinn á tíu heimsmet enda hefur hann slegið fjölda sölu- meta. Foreldrar halda hins vegar gjarnan að um bílaleik sé að ræða. Þriðji leikurinn er Modern War- fare þar sem leikandinn setur sig í spor hermanns í stríðsátökum á stöðum eins og Afganistan. Hann upplifir skotgrafahernað og bílasprengjur svo eitt- hvað sé nefnt og líkt og í fyrri leikjunum tveimur eru blóðsletturnar ekki sparaðar. „Það er mikil og nákvæm tölvugrafík í þessum leikjum og hljómgæðin stórkostleg. Svo þegar barn spilar þessa leiki í myrkri í herberginu sínu með heyrnartól í frábærum myndgæðum tímunum saman þá hefur það verulega vond sálræn áhrif,“ segir Guðjón. Gagnlegar síður: www.gamingwithchildren.com www.whattheyplay.com www.commonsensemedia.org Blóðið vellur út um allt Grand theft auto Left 4 Dead Brenna allar brýr að baki sér Í myndskeiðinu sem Guðjón setti saman er einnig sláandi að sjá hver viðbrögðin geta orðið hjá krökkunum, sé lokað fyrir aðgang þeirra að tölvuveröldinni. Þar má sjá erlent myndband sem tekið er af 12, 13 ára strák þegar hann uppgötvar að for- eldrar hans eru búnir að segja upp áskrift- inni að netleiknum hans. Viðbrögð hans eru ofsakennd og það er ekki annað að sjá en að hann upplifi gríðarlega vanlíðan, ekki bara tilfinningalega heldur einnig líkamlega. „Þetta sýnir í raun hvað tölvu- fíknin getur orðið mikil því þetta eru ein- faldlega viðbrögð fíkilsins við því að fíkni- efnið er tekið. Ég hef líka heyrt í íslenskum foreldrum barna sem eru nán- ast búin að brenna allar brýr að baki sér. Þau eru ekki hæf til neins; geta ekki stundað sitt nám, ekki tekið þátt í fjöl- skyldulífinu og eru óhæf í samskiptum því þau hugsa bara um það eitt að komast í tölvuna, hvort sem það er vegna leikja, Facebook eða annars.“ Af umræðum á vefsíðunni, þar sem grein Guðjóns er að finna, má sjá að for- eldrum finnst iðulega erfitt að taka á tölvu- og netnotkun barna sinna. Ekki aðeins eru börnin oft á tíðum ein heima eftir skóla heldur er ómögulegt að hafa yf- irsýn eða stjórn á því tölvuefni sem krakkarnir komast í tæri við á heimilum vina sinna. En hvað er þá til ráða? „Ég er alltaf að uppgötva betur og betur hvað það skiptir miklu máli að foreldrar tali sig saman um einhverjar ákveðnar reglur. Þetta geta verið reglur varðandi það að nettengdar tölvur fari ekki inn til krakkanna, að það séu örugglega lykilorð á tölvunum sem krakkarnir kunni ekki og að það séu sér notendareikningar fyrir börnin svo þau slysist ekki inn í okkar tölvupóst svo eitthvað sé nefnt. Netsíur geta líka verið hjálplegar og lokað fyrir margt. En mikilvægast er samt að tala um þetta við krakkana, t.d. um texta á borð við Blautt dansgólf og um umgengni á Facebook svo eitthvað sé nefnt,“ segir hann og vísar í dæmi um minningarsíður sem stofnaðar eru um fórnarlömb bana- slysa í óþökk ættingja, jafnvel andar- tökum eftir að slysin verða. „Um allt þetta þarf að ræða því það má ekki fara svo að við lokum augunum og eyrunum fyrir þessu.“ Grein Guðjóns má finna á: http://samtaka.net/?page_id=96 S trákar, ein spurning. Rétti upp hönd sem hafa farið inn í búð og keypt barnaföt. Al- veg einir?! Ég get svarið það, er það ekki eitt af því allra erfiðasta sem hægt er að gera í þessum heimi? Það er rétt svo að maður geti keypt föt á sjálfan sig. En barnaföt?! Ekki misskilja mig, þetta er ekki spurning um að mig langi ekki. Mig langar að geta þetta. Okkur langar að geta þetta. Þetta er bara svo erfitt. Í fyrsta skiptið sem ég gekk inn í barnafataverslun, einn míns liðs, hélt ég að ég myndi deyja. Ég komst fljótlega að því að eina leiðin til að lifa þetta af er að vera með meist- arapróf í stærðfræði. Fyrir það fyrsta er small, medium og large ekki til. Í þessum bransa er allt 3-6 mánaða, 6-9 mánaða eða 17-22 mánaða. Og svo framvegis. Já og það sem mér finnst best, 0-3 mánaða. 0-3 mán- aða?! Ég meina yngri er eiginlega ekki hægt að vera. Um leið og maður er kominn með stærðina kemur næsta hindrun. Það þarf alltaf að kaupa tvisvar sinnum stærðina. Það eru lög. Ég veit ekkert hver samdi þau lög, en það eru lög. Sem er auðvitað erfitt ef maður er 0 ára. Því tvisvar sinnum núll er auð- vitað núll. Það er ekkert verið að gera þetta auðvelt. Svo eru skór og sokkar með einhverja allt aðra mæli- einingu, sem er ekkert skyld hinni. Og húfur og hattar sína. Hjaaaaa- áááálp!! Gleymi því aldrei í fyrsta skiptið þegar ég fór inn í barnafataverslun alveg einn. Ég kom inn. Og sé bara svona fimm þúsund fermetra af rekkum, með hangandi barnafötum. Og í miðjunni spjald sem á stendur: 86-92 HAUST! Mikil hjálp í því??!! Svo ég bara stóð þarna á miðju gólf- inu og vissi ekkert hvað ég átti að gera eða í hvaða átt ég ætti að fara. Smátt og smátt fann ég hvernig ég fór allur að svitna og bólgna út. Og svima. Allt í einu stendur einhver kona hjá mér og spyr: „Get ég ekki eitthvað hjálpað þér vinur?“ „Ha? Jú. Ég er að reyna að kaupa föt á barnið mitt.“ Ég var greinilega ekki fyrsti ráð- villti pabbinn sem hafði komið í búðina. Konan gaf mér svo róandi í æð og ég náði áttum. „Segðu mér bara hvað barnið þitt er stórt og ég skal hjálpa þér.“ „Hvað barnið mitt er stórt?“ „Já.“ „Sem sagt á hæð?“ „Já.“ „Já þú segir nokkuð. Veistu ég er bara ekki alveg viss. En allavega minni en þú. Og stærri en veskið þitt.“ Það er ekki lítið á mann lagt. En áður en ég vissi af var ég kominn á réttan stað. Innan um rétt númer, rétt kyn, réttan háralit. Og mér var farið að líða aðeins betur. En martr- öðin var hins vegar rétt að byrja vegna þess að núna þurfti ég auðvit- að að byrja að velja. Velja réttu fötin. Og það er ekki síður flókið. Fljótlega tók ég eftir því að val á barnafötum snýst að miklu leyti um að velja rétta dýrið. „Hér erum við til dæmis með ofsa- lega fallegar smekkbuxur með voða- lega sætum hérum á.“ Öll barnaföt verða að vera með mynd af annaðhvort sætri önd, sæt- um héra eða sætum skógarbirni framan á, annars flokkast þau ekki undir barnaföt. Hvað er það?! Eru börn ekki nægilega sæt bara eins og þau eru? Kannski er þetta gert til að skilgreina börn frá fullorðnum. Hjón eru einhvers staðar úti að borða: „Gunna, sérðu litla sköllótta manninn þarna. Rosalega slefar hann.“ „Hvað er að þér maður, þetta er barn.“ „Af hverju segirðu það?“ „Hann er í Bangsímon-smekk- buxum.“ „Já það hlaut að vera.“ Að kaupa barnaföt Pistill Bjarni Haukur Þórsson ’ Það þarf alltaf að kaupa tvisvar sinnum stærðina. Það eru lög. Ég veit ekk- ert hver samdi þau lög, en það eru lög. Sem er auðvitað erfitt ef maður er 0 ára. Morgunblaðið/Heiddi Það getur reynst þrautin þyngri að velja barnaföt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.