SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 14
14 16. maí 2010 H vað eigum við að gera?“ spyr einn af dönsurunum. Þeir tvístíga, óvissir hvað þeir eigi af sér að gera, strákarnir sem dansa í Bræðrum, nýju dansverki sem verður frumflutt á Listahátíð í lok mánaðarins. Þeir líkjast helst litlum drengjum sem bíða fyr- irmælum móður sinnar þar sem þeir standa nokkrir saman í hóp. „Þið megið fara og æfa sánusenuna,“ svarar Lára Stefánsdóttir, einn af höfundum verks- ins, eftir örlitla umhugsun þar sem hún situr við pallborð við enda æfingasal- arins ásamt meðhöfundi sínum Ástrósu Gunnarsdóttur og búningahönnuðinum Filippíu I. Elísdóttur. Strákarnir hlýða og tínast út einn af öðrum. Það er greinilegt hver fer með valdið hér. „Þeir eru einstaklega hlýðnir og sam- vinnuþýðir strákar,“ segir Lára. „Þeir eru allir tilbúnir að prófa allt for- dómalaust.“ Bræður er áhrifamikið dansverk um karlmenn þar sem dans, leikur, tónar og sjónlist mætast með djörfum og kraftmiklum hætti. Í verkinu er hugar- heimur og veruleiki karlmanna í fyr- irrúmi, séður með augum karla og kvenna í gegnum gleði, svita og tár. Samskipti kynjanna og kynhlutverk eru sýnd í óvenjulegu og opinskáu sam- hengi þar sem meðal annars er fjallað um erjur og ástríður, trú og tungumál, sátt og sundurlyndi. Það eru þær Lára og Ástrós ásamt textahöfundinum Hrafnhildi Hagalín sem hafa samið verkið en Filippía sér um búninga og leikmynd og Ragnhildur Gísladóttir semur tónlistina. Þær Lára, Ástrós og Hrafnhildur settu upp dansverkið Systur í Iðnó árið 2008 sem fékk góða dóma og móttökur. Verkið fékkst við hlutskipti kvenna í ýmsum stöðum og sambönd þeirra sín á milli og við karlmenn. Bræður er nokk- urs konar rökrétt framhald af því en í þetta skiptið fást þær stöllur við karl- menn. „Systur fengu svo rosalega lofsam- legar viðtökur að við hreinlega urðum að halda áfram og bræður eru jú það nærtækasta á eftir systrum,“ segir Lára um tilurð verksins. Eftir velgengni Systra hafi þær sótt um styrk frá leik- listarráði í framhaldinu undir merki Pars pro toto sem er dansflokkur sem Lára stofnaði og Ástrós gekk til liðs við árið 2008. Þær segja styrkinn hafa verið sér mikil hvatning til að ganga í verk- efnið nú. „Okkur fannst spennandi að vinna með körlum og við erum búnar að fá marga góða karldansara og leikara til liðs við okkur, alls 13 karla,“ segir Lára. Filippía skýtur inn í hvort þetta hljóti ekki að vera einstakt á Íslandi að svo margir karldansarar séu í einni sýn- ingu og Lára og Ástrós taka undir. Allir stjórnendurnir eru hins vegar konur. Konur ekki lausnin Ástrós segir verkið ganga út á karlmenn og hegðunarmynstur þeirra. „Þetta er okkar sýn á karla. Nokkurs konar rann- sókn. Við erum alls ekki að reyna að mata áhorfandann á að svona séu karl- menn. Þetta er aðeins okkar sýn og vangaveltur um þá. Svo getur áhorf- andinn myndað sér eigin skoðun gagn- stæða okkar,“ segir Ástrós. „Við tökum líka á baráttu mannsins almennt til að vera ódauðlegur, að halda minningu sinni lifandi, að reisa sjálfum sér bákn,“ segir Lára. „Og að rífa það aftur niður,“ bætir Filippía við. Ástrós tekur undir þetta og segir: „Þetta hrynur alltaf að lokum. Í byrjun lögðum við um tíma út frá sögunni um Babelsturninn þegar guð reiddist mönnunum og lét þá tala mörgum tungum. Það var stökkpall- urinn út í frekari þróun á hugmyndinni þó að verkið sé alls ekki byggt á sög- Konur etja körlum saman Eftir velgengni dansverksins Systur fyrir tveimur árum hafa höfundar þess sameinað krafta sína á ný í Bræðrum, nýju verki sem frumsýnt verður á Listahátíð í Reykjavík. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Konur eru einráðar í stjórnun dansverksins Bræðra. Ragnhildur Gísladóttir samdi tónlist við verkið og Hrafnhildur Hagalín vann texta upp úr ræðum ýmissa manna, allt frá Adolf Hitler til Bjarna Benediktssonar. Frá vinstri, Filippía I. Elísdóttir sem sér um búninga og leikmynd, Lára Stefánsdóttir og Ástrós Gunnarsdóttir danshöfundar. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.