SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 18
18 16. maí 2010 Þ að er flókið mál og tímafrekt að gera kvikmynd, ekki síst teiknimynd í þrívídd. Það hlýtur þó að vera eins- dæmi að gerð kvikmyndar hafi tekið átta hundruð ár. „Snorri Sturluson skrifaði fyrsta uppkastið að handriti á 13. öld og síðan hefur verkefnið smám saman undið upp á sig, einkum allra síðustu ár,“ segir Hilmar Sigurðsson, annar fram- leiðenda teiknimyndarinnar Þór – í heljargreipum sem þrívíddarhönnunarfyrirtækið CAOZ er með í framleiðslu um þessar mundir. Hann brosir í kampinn. Kannski er ekki furða að þeim CAOZ-mönnum líði eins og átta aldir séu að baki, framleiðsluferlið hefur verið óvenju langt og strangt enda erum við að tala um dýrustu kvikmynd Íslandssög- unnar. Áætlaður kostnaður er 1,4 milljarðar króna, þar af falla um 60% kostnaðar til hér heima. Myndin fjallar um hinn unga járnsmið Þór sem býr hamingju- samur með móður sinni í litlu friðsælu þorpi. Sögurnar segja að hann sé sonur Óðins, konungs guðanna. Af þeirri ástæðu treysta þorpsbúar því að Óðinn sjálfur muni vernda þorpið fyrir árás hinna ógurlegu jötna. Í ljós kemur að það traust var byggt á veik- um grunni því her jötna jafnar þorpið við jörðu og flytur þorps- búa til Heljar, hinnar illu drottningar undirheimanna. Jötnarnir ná þó ekki Þór sjálfum og heitir hann því að hefna vina sinna Edda vin- kona Þórs. Þrautseigur þrumuguð Tæplega sextíu manns vinna nú á vegum CAOZ að fram- leiðslu dýrustu kvikmyndar Íslandssögunnar, þrívíddar- teiknimyndarinnar Þór – í heljargreipum, en fyrirhugað er að frumsýna hana haustið 2011. Mörg dagsverk eru að baki en það tók fjögur ár að fjármagna mynd- ina áður en fram- leiðsla gat hafist. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.