SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Side 18

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Side 18
18 16. maí 2010 Þ að er flókið mál og tímafrekt að gera kvikmynd, ekki síst teiknimynd í þrívídd. Það hlýtur þó að vera eins- dæmi að gerð kvikmyndar hafi tekið átta hundruð ár. „Snorri Sturluson skrifaði fyrsta uppkastið að handriti á 13. öld og síðan hefur verkefnið smám saman undið upp á sig, einkum allra síðustu ár,“ segir Hilmar Sigurðsson, annar fram- leiðenda teiknimyndarinnar Þór – í heljargreipum sem þrívíddarhönnunarfyrirtækið CAOZ er með í framleiðslu um þessar mundir. Hann brosir í kampinn. Kannski er ekki furða að þeim CAOZ-mönnum líði eins og átta aldir séu að baki, framleiðsluferlið hefur verið óvenju langt og strangt enda erum við að tala um dýrustu kvikmynd Íslandssög- unnar. Áætlaður kostnaður er 1,4 milljarðar króna, þar af falla um 60% kostnaðar til hér heima. Myndin fjallar um hinn unga járnsmið Þór sem býr hamingju- samur með móður sinni í litlu friðsælu þorpi. Sögurnar segja að hann sé sonur Óðins, konungs guðanna. Af þeirri ástæðu treysta þorpsbúar því að Óðinn sjálfur muni vernda þorpið fyrir árás hinna ógurlegu jötna. Í ljós kemur að það traust var byggt á veik- um grunni því her jötna jafnar þorpið við jörðu og flytur þorps- búa til Heljar, hinnar illu drottningar undirheimanna. Jötnarnir ná þó ekki Þór sjálfum og heitir hann því að hefna vina sinna Edda vin- kona Þórs. Þrautseigur þrumuguð Tæplega sextíu manns vinna nú á vegum CAOZ að fram- leiðslu dýrustu kvikmyndar Íslandssögunnar, þrívíddar- teiknimyndarinnar Þór – í heljargreipum, en fyrirhugað er að frumsýna hana haustið 2011. Mörg dagsverk eru að baki en það tók fjögur ár að fjármagna mynd- ina áður en fram- leiðsla gat hafist. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.