SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 19
16. maí 2010 19 vopnaður hamri – en hamarinn segist staðfastur vera töfrum gæddur. Tilbrigði við goðafræði CAOZ-menn segja myndina tilbrigði við norræna goðafræði fremur en að hún fylgi forskriftinni í einu og öllu. Karakterarnir séu þó trúir sinni upprunalegu gerð. „Við lútum lögmálum skemmtanaiðnaðarins og fyrir vikið er óhjákvæmilegt að færa í stílinn. Við leggjum samt áherslu á að gera þetta í sátt og sam- lyndi við sagnaarfinn og efndum meira að segja til málþings í samstarfi við Árnastofnun. Ekki var annað að heyra á mönnum þar en að þeim litist ágætlega á,“ segir hinn framleiðandinn, Arnar Þórisson, og bætir við að vonandi komi myndin til með að glæða áhuga á norrænni goðafræði. Hönnun myndarinnar er í höndum Gunnars Karlssonar, sem jafnframt er aðstoðarleikstjóri, handritið á Friðrik Erlingsson, aðalleikstjóri er Óskar Jónasson og klippingu annast Elísabet Rónaldsdóttir en öfugt við leiknar myndir er teiknimynd klippt samhliða framleiðslunni. CAOZ er enginn nýgræðingur á sviði þrívíddarhönnunar. Fyr- irtækið var stofnað fyrir níu árum en eigendur þess eru Títan fjárfestingafélag, Brú II Venture Fund, Hilmar Gunnarsson og lykilstarfsmenn CAOZ. Fyrirtækið hefur þegar framleitt tvær tölvuteiknaðar stuttmyndir, Litlu lirfuna ljótu (2002) og Önnu og skapsveiflurnar (2007), auk þess að framleiða fjöldann allan af auglýsingum. Myndirnar hafa gert víðreist og báðar verið heiðr- aðar með verðlaunum. „Með þessum myndum höfum við mark- visst verið að búa okkur undir stóra verkefnið,“ segir Hilmar Sig- urðsson. „Lærdómskúrfan er mjög brött í þessu fagi og maður verður að hafa svigrúm til að prófa sig áfram. Þór verður mis- kunnarlaust borinn saman við Hollywoodmyndirnar enda gera börn engan greinarmun á framleiðslulöndum.“ Þór er skilgreind sem fjölskyldumynd en helsti markhópurinn er börn á aldrinum átta til tólf ára. Óbilandi þrjóska CAOZ ákvað að ráðast í gerð myndarinnar Þór – í heljargreipum um áramótin 2004/05. Á þeim tíma gerðu menn sér grein fyrir því að mikil vinna væri framundan. Engan óraði fyrir því að verkefnið ætti eftir að taka hálft áttunda ár. „Ef við hefðum gert okkur grein fyrir því hvað þetta yrði flókið ferli hefðum við sennilega ekki ráðist í þetta,“ segir Arnar Þórisson en flýtir sér að bæta við að hann sé ákaflega feginn því að menn skyldu taka slaginn. „Það þarf óbilandi þrjósku til að standa í svona löguðu,“ segir hann brosandi. Greinarhöfundur getur skrifað upp á það. Hann hefur spilað fótbolta með Arnari og hann kemur alltaf aftur sama hversu oft maður telur sig hafa hrist hann endanlega af sér. Það tók CAOZ fjögur ár að þróa og fjár- magna verkefnið og notaði fyrirtækið til þess upphæð sem svarar framleiðslukostnaði á venjulegri íslenskri kvikmynd. Svo dýrt er verkefnið að Arnar segir það frá upphafi óhjákvæmilega hafa verið hugsað fyrir al- þjóðamarkað. „Það er jákvætt aðhald að hugsa stórt,“ segir Óskar Jónasson. Sjóðbisness Það hefur gengið á ýmsu. „Í raun má segja að við höfum verið kýld köld niður þrisvar sinn- um í fjármögnunarferlinu,“ segir Hilmar. „Í hruninu töpuðum við 250 milljóna króna fjármögnun en í stað þess að gefast upp bitum við á jaxlinn og fundum þessa upphæð á endanum aftur. Fólk vann líka kauplaust í lengri tíma vegna þess að það hefur óbifandi Söguhetjan, Þór. Freyja og Óðinn íbyggin á svip í Valhöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.