SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 20
20 16. maí 2010 trú á þessu verkefni. Það er óhætt að segja að við höf- um vaðið eld og brennistein til að gera þessa mynd að veruleika.“ CAOZ fékk meðframleiðendur í Þýskalandi, Ulysses Filmproduktion og Magma Productions, og víðtækur stuðningur kvikmyndasjóða hefur fengist við verk- efnið. Það eru Kvikmyndamiðstöð Íslands, Eurimages, NFTF, Media, Nordmedia, Irish Film Board og Hamb- urg FF, sem leggur mest í púkkið, tæp 24%. „Við erum í sjóðbisness,“ segir Arnar kíminn. Aðrir sem leggja hönd á plóginn eru íslenska iðn- aðarráðuneytið, framleiðendur og fjárfestar, auk þess sem forsala er á bak við 10% af kostnaði en myndin hefur þegar verið seld til 26 landa í Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku. „Erlenda fjármagnið hjálpar heilmikið til við dreif- ingu og er um leið viðurkenning á því að myndin á er- indi á erlendan markað,“ segir Arnar en heimssölu- og dreifingaraðilinn, Cinepool, áformar að selja Þór til a.m.k. eitt hundrað landa. Liður í því átaki er rækileg kynning á myndinni á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem hófst í vikunni. Þór – í heljargreipum kemur upphaflega út á ís- lensku, ensku og þýsku en fastlega má búast við að myndin verði síðar talsett á fleiri tungumálum. Vegna umfangs verkefnisins þurfti CAOZ að und- irgangast verklokatryggingu hjá European Film Bonds og þarf að skila af sér mánaðarlegum skýrslum um verkframvindu og fjárhag. Verkefnið er baktryggt af hópi tryggingarfélaga. „Þetta krefur okkur um mikinn aga og innri endurskoðun,“ segir Arnar. 25 útgáfur af handriti Það var ekki bara lögð mikil vinna í fjármögnun myndarinnar. Nostrað hefur verið við listrænu hliðina líka. Þannig hefur sagan verið endurrituð fimmtán sinnum og 25 útgáfur gerðar af handritinu. „Og sagan hefur batnað í hvert einasta skipti,“ segir Gunnar Karlsson. Arnar segir þá ekki hafa viljað kasta til höndunum í handritsgerðinni enda breyti menn ekki svo miklu í klippingu eftir á þegar um teiknimynd er að ræða. Erlendir sérfræðingar hafa farið yfir handritið, menn sem m.a. hafa unnið við myndir á borð við Pocahontas, Mulan og Shrek. Tólf útgáfur af söguhetjunni hafa orðið til á þróun- arskeiðinu og Þór yngst allnokkuð í leiðinni. Nú er handritið hins vegar endanlega tilbúið. „Kannski eins gott, hefðum við haldið áfram að skrifa hefði Þór örugglega endað í vöggu,“ segir Óskar sposkur. Leikstjórinn kom af fullum krafti inn í ferlið á síð- asta ári og leist strax vel á. „Ég sá að þarna var eitthvað með viti enda þótt við ættum eftir að krukka heilmikið í söguna eftir það. Mig óraði samt aldrei fyrir því hvað umfangið átti eftir að verða stórt og mikið. Leikstjóri teiknimyndar gerir ýmislegt fleira en að leika sér í tölvunni, skal ég segja þér. Þetta er meiri vinna en að leikstýra venjulegri mynd.“ Avatar afdrifarík Upphaflega var áformað að gera Þór með venjulegri þrívíddartækni en eftir að Avatar kom til sögunnar í svokallaðri „stereoscopic-tækni“ þurfti að hugsa það mál upp á nýtt. „Í raun var ekkert að hugsa, við áttum ekki annarra kosta völ en að hlaupa á eftir mark- aðnum. Eftir Avatar verður ekki aftur snúið. Krafan er skýlaus – þrívíddarmyndir verða að vera „stereosco- pic“,“ segir Hilmar. Menn brettu því bara upp ermar. Að sögn Hilmars kostaði þessi kúvending um 180 milljónir króna. Meðal annars þurfti að sækja tvo er- lenda sérfræðinga á sviði „stereoscope“ til að snúa framleiðsluaðferðinni við. „Þetta eru ráðgjafar í ste- reó, þess vegna voru þeir tveir,“ segir Arnar léttur. Gunnar heggur í sama knérunn. „Nú á bara eftir að finna fjórðu víddina í kvikmyndum. Við Hilmar höfum tekið að okkur að gera það.“ Nú ranghvolfir Arnar augunum. „Það vísindastarf hefur raunar ekkert með bíómyndir að gera – bara viskí.“ Það er gott að menn hafi ekki tapað kímnigáfunni á þessum galeiðuróðri. Sérmenntaðir komnir heim Framleiðsla Þórs – í heljargreipum fór á fullan skrið sl. haust og eftir áramót flutti CAOZ í nýtt og betra hús- næði á Skúlagötu. Núna vinna 58 manns að framleiðslu myndarinnar í stúdíóum í fjórum löndum. Þegar mest verður í haust verða 80 manns í fullu starfi við að búa myndina til. CAOZ er eina fyrirtækið sinnar tegundar hér á landi og Hilmar segir Þór einstakt tækifæri fyrir Íslendinga sem hafa menntað sig og starfað við tölvuteikni- myndagerð erlendis til að snúa heim. „Þannig náðum við í fólk frá Kanada, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Írlandi, Danmörku og Englandi. Í raun má segja að við séum að byggja upp þennan bisness hér heima með svipuðum hætti og CCP hefur byggt upp tölvuleikjabisnessinn. Þetta er sprotastarfsemi.“ Ýmis hliðarverkefni tengjast kvikmyndinni. Má þar nefna bækur. Fyrsta bókin um Þór hefur þegar selst í 4.000 eintökum á Íslandi og er að koma út í Svíþjóð um þessar mundir. Önnur bókin er væntanleg hér heima í haust. Einnig er Þór á iPhone/iPad kominn út og netsamfélag í vinnslu. Þá munu samningar um fleiri tengdar vörur vera í farvatninu. Spurðir hvort þeir ætli að halda áfram á sömu braut reka framleiðendur myndarinnar um Þór upp stór augu. „Að sjálfsögðu. Eftir alla þessa vinnu kemur ekkert annað til greina,“ segir Arnar og Hilmar bætir við að af nægu sé að taka. „Enska yfirskriftin verður „Legends of Valhalla“ og það rúmast býsna margt undir henni. Við erum rétt að byrja.“ Morgunblaðið/Ernir Helstu aðstandendur Þórs. Hilmar Sigurðsson framkvæmdastjóri CAOZ, Karólína Stefánsdóttir verkefnastjóri, Gunnar Karlsson listrænn stjórnandi, Arnar Þórisson framleiðandi og Óskar Jónasson leikstjóri. Þrymur og Sindri ráða ráðum sínum í Jötunheimum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.