SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 22
22 16. maí 2010 Á meðan til eru myndir þá verð- ur hátíð,“ segir Hálfdán Ped- ersen, kvikmyndagerð- armaður og einn aðstandenda Skjaldborgar hátíðarinnar, þar sem ís- lenskar heimildarmyndir eru sýndar. Há- tíðin er árleg og verður haldin í fjórða sinn á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. „Við erum búin að fá heilmikið af myndum og í raun fleiri en við höfum tök á að sýna. Þessi hátíð verður jafn flott, ef ekki flottari en fyrri ár,“ segir Hálfdán. Mikil umræða hefur verið um niðurskurð í greininni, en það virðist ekki koma niður á hátíðinni, að minnsta kosti ekki í ár. „Þrátt fyrir ástandið er enn verið að búa til heim- ildamyndir,“ segir Hálfdán. Kvikmyndagestum gefst færi á að sjá bæði nýjar og eldri íslenskar heimild- armyndir, sem þeir í sumum tilfellum hefðu annars ekki átt kost á að sjá. Að- standendur eru bæði frá Reykjavík og Pat- reksfirði og hafa átt góða samvinnu við heimamenn, sem hafa lagt mikið af mörk- um til að gera hátíðina sem veglegasta. Í raun má kalla Skjaldborgarhátíðina uppskeruhátíð íslenskra heimildamynda og þangað eru allir velkomnir. Síðustu ár- in hafa tæplega hundrað íslenskar heim- ildarmyndir verið frumsýndar á hátíðinni, auk þess sem valdar eldri myndir hafa verið á dagskránni. Þar hafa einnig verið sýnd sýnishorn af myndum í vinnslu og leikstjórar setið fyrir svörum. Hálfdán segir mikla eftirspurn hafa verið eftir að fá myndir sýndar á hátíðinni. „Því miður höfum við stundum þurft að vísa myndum frá sem við hefðum gjarnan viljað sýna, dagskráin hefur bara sprungið og jafnvel orðið of löng. Að þessu sinni var lokafrestur til 1. maí og engar myndir til- kynntar fyrir þann tíma.“ Heillaðist af bíóinu Hugmyndin að hátíðinni kviknaði þegar Hálfdán var staddur á Patreksfirði. „For- eldrar mínir eiga þar hús, ég var að kynna mér bæinn og fékk í leiðinni að kíkja inn í bíóið á Patreksfirði, Skjaldborgarbíó. Ég heillaðist alveg af því og komst að því að þar væri lítið af sýningum. Ég hafði sam- band við Huldar vin minn Breiðfjörð, sagði honum frá þessu og okkur datt í hug að gaman væri að vera með hátíð þarna og nýta bíóið. Við spáðum í alls kyns form af hátíðum og okkur fannst heimild- armyndageirinn eiga það inni að fá sína eigin hátíð því við vissum að þar var mikil gróska. Geir Gestsson á Patreksfirði hafði komið mest að uppbyggingu og rekstri á bíóinu, við töluðum við hann og hann varð strax spenntur. Saman fórum við á fund bæjarstjóra og úr varð hátíð. Þetta var í árslok 2006 og í maí 2007 var fyrsta hátíðin haldin.“ Hálfdán segir framlag Geirs kraftaverki líkast. „Því miður er hann ekki virkur þátttakandi lengur, því hann hefur öðrum hnöppum að hneppa, en það var alveg ótrúlegt hvað hann náði að komast yfir mikið. Í stað hans hefur slegist í för með okkur góður hópur af fólki á Patreksfirði, alveg gríðarlega öflugur.“ Fyrsta árið voru 27 íslenskar heimild- armyndir sýndar, þar af var 21 frumsýnd. Síðan hefur hátíðin vaxið og dafnað. Hálf- dán segir það ánægjulega þróun að fólk sé farið að líta á hátíðina sem góðan stað til að frumsýna myndirnar sínar, fólk sé farið að sækjast eftir frumsýningu á Skjaldborg þó að það eigi kost á að frumsýna í Reykja- vík. Flóra heiðursgesta Sú stefna var strax tekin að hafa heið- ursgest á Skjaldborg. Öll árin hafa það verið afkastamiklir kvikmyndagerð- armenn, sem hafa verið viðstaddir hátíð- ina og setið fyrir svörum um myndir sínar og kvikmyndagerð almennt. Fyrsta árið var Þorsteinn Jónsson heiðursgestur og voru sex heimildarmyndir hans frá átt- unda áratugnum sýndar, auk nýjustu myndar hans, Annað líf Ástþórs. Árið eftir kom hinn virti kvikmyndagerðarmaður Albert Maysles og voru fjórar myndir hans sýndar. Maysles ræddi við gesti um kvik- myndagerð og skemmti sér svo fram á nótt á Patreksfirði áður en hann hélt aftur vestur um haf. Í fyrra var Þorfinnur Guðnason heiðursgestur og voru sýndar sex myndir hans, þar á meðal Drauma- landið. Í ár verður það færeyska kvik- myndagerðarkonan Katrin Ottarsdottir. Á meðal þekktari mynda hennar eru Atl- antic Rhapsody og Bye Bye Bluebird, en sú mynd hlaut hin eftirsóttu Tiger-verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam. Á Uppskeru- hátíð íslenskra heimildar- mynda Skjaldborg, hátíð íslenskra heimilda- mynda, verður haldin í fjórða sinn í þess- um mánuði á Partreksfirði. Hátíðin hefst 21. maí og stendur til 24. maí. Nanna Gunnarsdóttir Einarinn Áhorfendaverðlaun Skjaldborgar hafa verið veitt frá upphafi. Þau hafa gengið undir nafn- inu Einarinn, því Einar Skarphéðinsson, smíðakennari á Patreksfirði, hefur hannað og smíðað verðlaunagripinn. Áhorfendur kjósa um bestu myndina og úrslitin eru svo til- kynnt á lokakvöldinu, áður en alvöru dansiball hefst í félagsheimilinu á Patreksfirði þar sem gestir og heimamenn skemmta sér saman. Þær myndir sem hafa verið valdar besta mynd Skjaldborgar eru: Árið 2007: Sófakynslóðin, í leikstjórn Áslaugar Einarsdóttur og Garðars Stefánssonar. Árið 2008: Kjötborg, í leikstjórn Helgu Rakelar Rafnsdóttur og Huldu Rósar Guðnadóttur. Árið 2009: Konur á rauðum sokkum, í leikstjórn Höllu Kristínar Einarsdóttur. Teitur Atlason, kynnir hátíðarinnar í fyrra. Sjávarréttarveislu var haldin í Sjó- ræningjahúsinu. Leikstjórinn Al- bert Maysles sat fyrir svörum. Haus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.