SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 23
16. maí 2010 23 Línudans Myndirnar á hátíðinni Amma Backyard Beyond Strength Björgunarafrekið við Látrabjarg Brautin Burkina Faso 8600 km Faceland Frelsi Friur fantasiur Garðarshólmi GusGus – Make Them Soft Imbinn Ísland Úganda Íslenzk menning: 3. byndy Liljur vallarins Línudans Meinvill í myrkrunum lá Með hangandi hendi Skaftfellingur Skarfar Stafræna holan Súðbyrðingur Útrás eldri borgara Frelsi Skjaldborg Beyond strength Brautin Burkina Faso Íslensk menning Backyard Faceland Skarfar Skjaldborgarhátíðinni verður sýnd heim- ildarmynda triologia eftir hana um þrjá færeyska listamenn. Auk þess mun Katrin sitja fyrir svörum og ræða við gesti. Framlag heimamanna Það má segja að hátíðin sé um margt mjög sérstök, ekki síst fyrir gestrisni heima- manna og örlæti. Ekki aðeins er boðið upp á fríar kvikmyndasýningar frá morgni til kvölds, heldur er gestum einnig boðið í mat bæði á föstudags- og laugardags- kvöldi. Lionsklúbbur Patreksfjarðar hefur séð um Skjaldborgarbíó um langt árabil og standa þeir vaktina sem fyrr í húsinu og sjá um að allt sé klárt fyrir og yfir hátíðina. Kvenfélagið á Patreksfirði sér svo um hina árlegu plokkfiskveislu og reiðir fram með honum dýrindis heimabakað rúgbrauð. Grillveisla Skjaldborgar hefur undanfarin tvö ár verið haldin í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Þá hefur m.a. verið boðið upp á fisk frá fiskvinnslufyrirtækinu Odda, krækling úr Arnarfirði, rækjur og fleira og allir fengið nóg að borða. Fjölmörg fyrirtæki á svæðinu styðja við hátíðina með einum eða öðrum hætti, sem og bæjaryfirvöld. ,,Við höfum fengið alveg frábær viðbrögð frá heimamönnum, segir Hálfdán., Ef einhverju er ábótavant, þá er það kannski hvað heimamenn koma lítið í bíó. Hátíðin er fyrir alla, ekki síður heima- menn en aðkomufólk og það hefur kannski ekki komist nægilega vel til skila, segir Hálfdán. Þess má kannski til gamans geta að kvikmyndaleikarinn Brian Cox sat meðal gesta árið 2008 og gæddi sér á grilluðu sjávarfangi í Sjóræningjahúsinu en hann var þar á ferð í tengslum við gerð kvik- myndarinnar The Good Heart eftir Dag Kára Pétursson sem var nýlega frumsýnd á Íslandi. Hámenningarleg og sveitó Hátíðin er í senn hámenningarleg og sveitó og líklega með vilja gert. Sýndar eru myndir af öllu tagi, stuttar, langar, skrýtnar, fyndnar, sorglegar, furðulegar. Þarna er öll flóran. Sýningarnar fara fram í einu elsta starf- andi bíói á Íslandi, en það tekur 180 manns í sæti. Umferðin er mikil inn og út. Gestir velja sér sjálfir hvaða myndir þeir vilja sjá og hverjar ekki. Í upphafi hverrar sýn- ingar fer fram stutt kynning og stundum er spjallað við leikstjórann fyrir sýningu, þannig að áhorfendur fá smjörþefinn af því sem er í vændum. Ásgrímur Sverr- isson hefur séð um pallborð og umræður við kvikmyndagerðarmenn. Andrúms- loftið er afar frjálslegt og hressandi og á kvöldin hittist fólk að loknum löngum kvikmyndadegi og skemmtir sér saman, hvort sem er á veitingastaðnum Þorpinu, Sjóræningjahúsinu eða fer í ferðir eða aðra afþreyingu sem heimamenn hafa boðið upp á. Sumir fara á sjóstöng á meðan aðrir fara að skoða Látrabjarg eða aðra staði í nágrenninu. Einn anga hátíðarinnar mátti sjá í Ríkissjónvarpinu í vetur þegar ís- lenskar heimildarmyndir voru sýndar á þriðjudagskvöldum. ,,Ásgrímur Sverr- isson og Herbert Sveinbjörnsson gerðu mynd um hátíðina í fyrra, sem var upp- hafsmynd heimildamyndarvetrar á Rúv. Þær myndir sem þar voru sýndar komu allflestar frá hátíðinni og við vonum að með hátíðinni séum við með smávakningu fyrir heimildamyndargeiranum,“ segir Hálfdán. Ánægjan stendur upp úr En hvað skyldi standa upp úr eftir þessar þrjár hátíðir? ,,Við erum náttúrlega mjög stolt af því að hafa komið þessu á fót,“ segir Hálfdán. ,,Ég held það sé nú bara helst ánægja gestanna og þeirra sem sýna sem stendur upp úr. Á hverri hátíð eru einhver atvik skemmtilegri en önnur en á heildina litið er það hvað hátíðin hefur fallið í góðan jarðveg. Bæði það að drífa fólk út úr bænum og að finna vettvang þar sem fólk getur sýnt sínar myndir fyrir áhugasama. Við erum stolt af því að geta boðið upp á þennan viðburð svona langt frá Reykjavík, þar sem flestir aðstand- endur myndanna búa, en það virðist ekki hafa nein áhrif þó að fólk þurfi að ferðast langan veg og leggja mikið á sig.“ Hálfdán ítrekar að hátíðin sé alls ekki einkapartí kvikmyndagerðarmanna og hvetur alla til að koma í bíó á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Þeir sem vilja kynna sér dagskrána geta lesið um hana á heimasíðu hátíðarinnar: skjaldborgfilm- fest.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.