SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 24
24 16. maí 2010 Ólafsdóttir og fleiri og voru að undirbúa stofnun Kvennalistans og héldu stöðugt fundi í Jónshúsi. Þangað mætti ég stund- um og hlustaði á þær ræða um málefni kvenna. Ég blandaði mér einstaka sinn- um í samræðurnar og spurði: En hvaða afstöðu hafið þið varðandi mataræði? Þær störðu á mig og botnuðu ekkert í því hvað ég var að segja. Mér fannst að hluti af bar- áttumálum þeirra ætti að vera að berjast fyrir breyttu mataræði. En það var ekki á dagskrá og ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að ég hafði ekkert á þessa fundi að gera.“ Finnur ekki fyrir aldursmun Þú varst kornung móðir. Var erfitt að vera móðir svo ung? „Af því að ég var svo ung og óþroskuð, nýorðin 19 ára, óx mér móðurhlutverkið vitanlega í augum. Mér fannst erfitt að takast á við það en um leið veitti þetta nýja hlutverk mér öryggi. Af þeim Ís- lendingum sem þarna voru í námi var ég yngst og það sást á mér. Ég var það sem kallað er „baby-face“. Mér fannst ég ekki vera tekin nógu alvarlega. Ég varð mjög ábyrgðarfull móðir. Móðurhlutverkið flýtti fyrir persónulegum þroska mín- um.“ Hvað með einkalífið? „Þetta fyrsta samband entist ekki, við slitum samvistum en erum mjög góðir vinir. Ég eignaðist dóttur númer tvö með næsta manni. Svo kynntist ég Elíasi Guð- mundssyni og við höfum verið saman í átta ár.“ Hann er ellefu árum yngri en þú. Skipti aldursmunurinn þig aldrei neinu máli? „Þegar ég kynntist Elíasi vissi ég ekki að hann væri svona miklu yngri en ég. Hélt að hann væri kannski fjórum árum yngri, en fannst það samt verra. Þegar ég komst að því hversu miklu yngri en ég hann var þá var það nokkurt áfall til að byrja með. En þá var ég búin að kynnast honum það vel að ég sá fljótlega að þetta skipti ekki svo miklu máli. Ein vinkona mín var með manni sem var átján árum yngri en hún og önnur var með manni sem var fjórtán árum yngri. Þær sögðu S ólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og hún er venjulega kölluð, er landsþekkt fyrir starf sitt sem heilsufrömuður. Hún stofnaði Grænan kost og Himneska hollustu en rekur nú veitingastaðinn Gló í Listhúsinu í Laugardal þar sem boðið er upp á margs konar heilsufæði. Þegar Sólveig er spurð hvort áhugi hennar á heilsufæði hafi vaknað strax á barnsaldri segir hún: „Ég var mikill of- næmissjúklingur sem barn. Var með fiskiofnæmi, þoldi illa mjólkurvörur og kjöt fór ekki vel í mig. En ég bjó svo vel að hafa góðan bakgrunn. Amma mín og nafna, Sólveig Jensdóttir, lærði hjúkrun í Kaupmannahöfn á árunum 1915-1918 og þar bjó hún hjá fólki sem var á kafi í heilsufæði og amma nærðist meira og minna á hráfæði. Hún flutti svo aftur til Íslands, Vestmannaeyja þaðan sem hún var. Þar ól hún pabba og bræður hans á hollu og góðu fæði. Mamma var svo sér- vitur að tólf ára gömul gerðist hún græn- metisæta, gekk í Guðspekifélagið og Ferðafélagið og um fermingu gekk hún á öll fjöll. Svo hittust pabbi og mamma og pössuðu svona vel saman. Hann er Eirík- ur Haraldsson, sem kenndi þýsku og leikfimi í Menntaskólanum í Reykjavík og stofnaði Skíðaskólann í Kerlingarfjöllum ásamt fleirum, og hún er Hildur Karls- dóttir píanókennari. Þau eru eiginlega sjálfsprottnir hippar. Í uppvexti mínum ræktuðu þau meira og minna ofan í okkur systkinin stóran hluta af matnum. Og enn þann dag í dag eru þau að rækta, pabbi um áttrætt og hún sjötíu og fimm ára. Þau eru um 60 prósent sjálfbær með mat. Þegar ofnæmi mitt uppgötvaðist höfðu þau mikla trú á að hægt væri að finna næringu í öðru en kjöti, fiski og mjólk og vissu hvar ætti að leita fanga. Ég ólst upp við það að pabbi eldaði og mamma bak- aði.“ Eins og eftir handriti Þú ert mjög ástríðufull í því verkefni að stuðla að heilsusamlegra mataræði landsmanna. Hvenær blossaði þessi ástríða upp? „Ég flutti kornung, 17 ára, til Kaup- Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Gef mína tíund Sólveig Eiríksdóttir er ástríðufull í því verkefni að stuðla að heilsusamlegu mataræði lands- manna og segir að það eigi ekki að vera lúxus að borða heilsufæði. Hún hefur andstyggð á græðgi og segir afar mikilvægt að gefa af sér. Sjálf gefur hún sína tíund. Solla: Ég er ekki að reyna að lækna einn né neinn, en hef reynslu af að elda úr hráefni sem læknar og Lýðheilsustofnun mæla með að fólk neyti í meira mæli. mannahafnar, var að elta fyrsta manninn í lífi mínu, Ársæl Harðarson. Hann var þó nokkuð eldri og var að fara í nám í við- skiptafræði. Ég lærði textíl og er lærður textílhönnuður. Á þessum tíma vann ég um tíma í þvottahúsi og var yfir á hand- klæðavélinni. Ég var ung kona með metnað! Í Kaupmannahöfn kom í ljós að ég var með ofnæmi fyrir fleiru en mat, ég var með gríðarlegt frjóofnæmi. Ég komst varla út úr húsi. Þegar ég var nýorðin nítján ára varð ég mamma og var með barn á brjósti. Ég átti að fara í sprautur við ofnæminu en varð þá að hætta við að vera með barnið á brjósti. Ég var svo ung og treysti mér ekki til að hita pela því ég hélt að ég myndi klúðra því. Ég sagði lækninum að ég vildi ekki hætta með barnið á brjósti. Hann sagði mér að koma aftur til sín og fá sprautur þegar barnið væri hætt á brjósti. Á leiðinni heim frá lækninum gekk ég framhjá lítilli heilsu- búð. Eitthvað togaði í mig og ég fór inn. Við eigandinn, sem var náttúrulæknir, fórum að tala saman og ég sagði honum frá ofnæminu sem hrjáði mig. Hann sagði að ef ég breytti algjörlega um mataræði myndi ég ná fullri heilsu. Hann og kona hans voru með matreiðslunámskeið, ég mætti þangað næsta kvöld og þar lærði ég að elda hollustu. Seinna fannst mér eins og á þessum degi hefði einhver tekið að sér að skrifa handrit fyrir mig. Þarna urðu ákveðin umskipti og ég fór að elda og kynna mér hollustufæði. Ég hafði aldrei áður haft áhuga á mat eða matargerð. Ég ólst upp við að pabbi eldaði og mamma bakaði. Þegar ég fór í sambúð og maðurinn minn spurði hvað ég ætlaði að hafa í matinn svaraði ég: Það er þitt vandamál, ég kem ekki nálægt þessu. Hann áttaði sig snemma á því að það þýddi ekkert að spyrja mig um neitt sem viðkom mat. En áhuginn á hollu mataræði var vakinn og hefur verið óslitinn síðan, og heilsan komst í lag. Ég var sex ár í Kaupmannahöfn. Þetta var skemmtilegur tími með íslenskum námsmönnum. Þær voru þarna Ingibjörg Sólrún, Kristín Ástgeirsdóttir og Kristín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.