SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 25
16. maí 2010 25 mér að ég væri með gamlingja. Ég hef aldrei fundið fyrir aldursmuninum, nema hvað varðar málfar. Þegar ég nota orð eins og trakteríngar veit Elías stundum ekki hvað ég er að tala um. Svo hlustum við ekki á sömu tónlist, en það hefði getað verið þannig með hverjum sem er.“ Fylgir maðurinn þinn þér í þessum holla lífsstíl þínum? „Í tilhugalífinu verður fólk svo furðu- lega ruglað. Vinkona mín ein sem er mikil hestakona kynntist manni, lögfræðingi. Þegar hann komst að þessu áhugamáli hennar sagðist hann vera mikill hesta- maður. Þegar þau voru búin að vera sam- an í smátíma kom í ljós að einu tengsl hans við hesta voru þau að hann hafði átt eina truntu sem hann tók upp í ógreidda skuld og leiddi svo til slátrunar. Í byrjun hélt ég að Elías væri meira gef- inn fyrir heilsusamlega lífshætti en hann í rauninni er, enda reyndi hann að telja mér trú um það. Þegar við kynntumst var hann hættur að reykja og hann hætti að drekka kaffi til að ganga í augun á mér. Hann er ekki í hollustunni af lífi og sál eins og ég, en áhugi hans hefur aukist jafnt og þétt. Ef við hefðum kynnst þegar ég var yngri hefði ég kannski haft miklar skoðanir á því hvað hann lætur ofan í sig. En það skiptir mig engu. Hann sér að ég, þetta eldri, hef meiri orku en hann, og þess vegna er hann hallur undir minn lífsstíl. Áhugi hans hefur vaknað eðlilega, sem mér finnst frábært.“ Andstyggð á græðgi Þú hefur gert hollustuna að viðskiptum. En það hefur ekki alltaf gengið áfalla- laust. Fyrirtækið Himnesk hollusta gekk ekki vel. Tapaðirðu miklum peningum? „Þetta var mjög erfiður tími sem ég óska engum að ganga í gegnum. Við Elías reyndum að bjarga fyrirtækinu með því að setja inn í það meiri peninga sem töp- uðust. Við fórum ekkert vel út úr því. Það sem hjálpar mér er að ég bjarga mér alltaf. Ég hef mjög sterka sjálfsbjargarhvöt. Ein af ástæðunum fyrir því að við Elías vildum taka við rekstrinum á Gló var að mér fannst kominn tími til að ég færi að gefa meira af mér. Ég nota mjög gott hrá- efni og hef lækkað verðið á matnum, því það á ekki að vera lúxus að borða heilsu- fæði. Ég vil ekkert spara í gæðum, er dug- leg að nýta hluti og er hugmyndarík. Þannig rekum við heimili okkar og fyrst við getum það þá hljótum við að geta rek- ið stærri einingu á sama hátt. En svona rekstur er vissulega ögrun. Það eiga allir að hafa efni á að borða hollan mat. Og af því að ég trúi því að þannig eigi það að vera þá reynir á það að ég reki samfélagslega ábyrgt fyrirtæki og geri vel við starfsfólkið mitt og kúnnann minn. Ég er ekki í fyrirtækjarekstri til að geta setið heima á kvöldin og talið pen- inga. Ég hef andstyggð á græðgi. Ég man þegar ég heyrði í fyrsta sinn talað um ebitur. Mér fannst orðið hljóma eins og þetta væru pöddur. Græðgin er svo óhugnanleg og ebitur eru lýsnar á græðgisskrímslinu. Við sjáum hvert græðgin kom okkur en það óhugnanlega er að græðgin heldur áfram. Hagkerfið hrundi. Næst er það náttúran. Erlendis er víða verið að banna ræktun á erfðabreyttu hráefni en það er leyft hér. Vísindamenn eru komnir beggja vegna borðsins og segja að erfðabreytt matvæli séu eðlileg. Af hverju er þetta gert? Til að pína meira út úr jörðinni, meiri uppskeru, meiri hagkvæmni. Ef maður mótmælir þessari þróun er sagt við mann: Vá, hvað þú ert afturhalds- söm.“ Hollusta á Litla-Hrauni Ertu að reyna að gera heiminn betri með starfi þínu í heilsugeiranum? „Jafnframt því að reka Gló og halda námskeið vinn ég mikið sjálfboðaliða- starf. Ég fer inn í fangelsin með námskeið og ég aðstoða meðal annars fólk með krabbamein við að elda úr hollu hráefni.“ Hvernig er að koma inn í fangelsi og sjá fólk sem hefur eyðilagt fyrir öðrum og eyðilagt fyrir sjálfu sér? „Ég hef þá trú að fangelsi eigi að vera betrunarvist. Fólki getur alltaf orðið á. Á betrunarganginum á Litla-Hrauni sem ég kom á, tengdust flestir fangarnir eitur- lyfjamisnotkun. Ég held að þarna hafi ekki verið ein manneskja sem ekki framdi glæp undir áhrifum. Mér fannst um- hverfið og umgjörðin nokkuð óhugn- anleg, en fangarnir, sem höfðu sjálfir óskað eftir þessu námskeiði, voru eins og venjulegir nemendur, mjög áhugasamir, vildu læra og bæta sig. Þetta gaf mér mjög mikið. Ég trúi því líka að þeir sem séu á góðu mataræði séu mun ólíklegri til að leiðast út í eiturlyfjaneyslu.“ Segðu mér frá aðstoð þinni við krabbameinssjúka. „Ég hef kosið að vinna með Ljósinu þar sem krabbameinssjúklingar eru í end- urhæfingu. Þarna fær fólk von og ég finn að ég get hjálpað til. Ég get miðlað af reynslu minni því ég barðist við minn sjúkdóm og náði heilsu með því að breyta mataræðinu. Svo tekur fólk það sem það getur nýtt sér af því sem ég miðla en lætur annað vera. Ég er ekki að reyna að lækna einn né neinn, en hef reynslu af að elda úr hráefni sem læknar og Lýðheilsustofnun mælir með að fólk neyti í meira mæli. Á þennan hátt, með því að fara inn í fangelsin og með því að veita krabba- meinssjúklingum ráðgjöf, gef ég mína tí- und. Ég trúi því að þegar maður lifi þann- ig þá sé um mann hugsað af æðri máttar- völdum. Maður verður að eiga sér markmið í lífinu, eitthvað háleitara en að vera stöðugt að ýta undir eigin met- orðagirnd. Þarna hugsa ég til foreldra minna, þau endurnýta, þau rækta sinn eigin mat, hafa góð gildi í heiðri og eru kærleiksrík og hjálpsöm. Ef þau eiga tvennt af einhverju þá gefa þau annað. Það er einmitt þannig sem mér finnst eft- irsóknarvert að lifa.“Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Það eiga allir að hafa efni á að borða hollan mat. Og af því að ég trúi því að þannig eigi það að vera þá reynir á það að ég reki samfélagslega ábyrgt fyrirtæki og geri vel við starfsfólkið mitt og kúnnann minn. Ég er ekki í fyrirtækjarekstri til að geta setið heima á kvöldin og talið peninga. Ég hef andstyggð á græðgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.