SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 26
26 16. maí 2010 S kýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og skyld málefni dregur fram í dagsljósið mikil- vægar upplýsingar um viðskipti bankanna með eigin hlutabréf, um lánveit- ingar þeirra til tengdra aðila og um meðferð þeirra á verðbréfasjóðum, sem reknir voru á vegum bankanna. Umræður um þessi mál- efni munu í vaxandi mæli byggjast á þeim upplýsingum. Hins vegar verður ekki betur séð en stefna slitastjórnar Glitnis til kyrrsetningar á eignum nokkurra fyrrverandi forráða- manna Glitnis og tengdra aðila fyrir dóm- stól í New York opni nýjar hliðar þessa máls til viðbótar við þær, sem fram koma í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, og setji það í annað ljós en hingað til hefur verið gert í umræðum hér á Íslandi. Í stefnu Glitnis er því haldið fram, að lán- tökur bankans sjálfs í Bandaríkjunum haustið 2007 hafi byggzt á rangri upplýs- ingagjöf til kaupenda skuldabréfa bankans og þess vegna hafi lög verið brotin í tengslum við lántökurnar sem slíkar. Í framhaldi af þessum staðhæfingum er sett fram sú sýn, að um eitt allsherjar samsæri hafi verið að ræða, þ.e. að afla fjár í Banda- ríkjunum með lögbrotum, að lána þetta sama fé úr bankanum til tengdra aðila og með því brotin lög um hámark lánveitinga til tengdra aðila og að þær lánveitingar hafi svo m.a. verið notaðar til þess að halda uppi verði hlutabréfa í bankanum, sem sé brot á ákvæðum laga um markaðsmisnotkun. Þannig sé um að ræða röð lögbrota frá upp- hafi fjáröflunar bankans til enda. Þessi mynd af starfsemi íslenzku bank- anna kemur ekki fram með þessum hætti í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Telja má víst að hún sé verk þeirra erlendu ráðgjafa, sem unnið hafa á vegum slitastjórnar og skilanefndar Glitnis, og hefur formaður slitastjórnar staðfest það. Þessari sýn fylgir svo harkaleg orðanotkun, sem við erum ekki vön í íslenzku lagamáli. Nú á auðvitað eftir að koma í ljós, hvort þessi röksemdafærsla slitastjórnar Glitnis stenzt. En hún vekur þá spurningu, hvort hægt sé að sýna fram á, að lánsfjáröflun allra íslenzku bankanna hafi byggzt á rangri upplýsingagjöf. Rannsóknarnefndin sýnir fram á með nánast óyggjandi hætti, að bankarnir hafi stundað skipulögð viðskipti með hlutabréf í sjálfum sér til þess að halda verði þeirra uppi. Þá hlýtur að vakna sú spurning, hvort sams konar aðferðum hafi verið beitt til þess að halda uppi verði hlutabréfa í öðrum fyr- irtækjum, sem skráð voru á markað og voru í eign stórra hluthafa í bönkunum. En jafnframt er ljóst, að umtals- verður hluti af hagnaði bankanna byggðist á gengishagnaði af hlutabréfum. Þannig sagði í upphaflegum athugasemdum Royal Bank of Scotland um Kaupþing, sem Morg- unblaðið birti 24. nóvember 2005: „Gengishagnaður var 4,8 milljarðar á 3. ársfjórðungi. Skv. upplýsingum okkar var meira en helmingur hans vegna eignar- hlutar Kaupþings í Bakkavör en hlutabréf Bakkavarar hækkuðu um 11,5% á ársfjórð- ungnum. Bankinn hagnast beint vegna breytilegra skuldabréfa Bakkavarar, sem hann á, og sömuleiðis með óbeinum hætti vegna 19,2% eignarhlutar í Exista (sem er stærsti hluthafinn í Kaupþingi).“ Hafi hagnaður Kaupþings byggzt að tölu- verðu leyti á gengishagnaði, sem aftur varð til vegna þess sem kallað er markaðs- misnotkun, vaknar sú spurning í ljósi stefnu slitastjórnar Glitnis, hvort lánsfjáröflun Kaupþings, sem byggðist á reikningum þess, hafi verið á nægilega traustum grunni byggð lagalega séð. Áþekk sjónarmið koma vafalaust upp í sambandi við lánsfjáröflun Landsbankans. Hvað sem líður öðrum þáttum kyrrsetn- ingarmáls slitastjórnar Glitnis má gera ráð fyrir, að sú heildarsýn, sem þar er brugðið upp af viðskiptaháttum þess banka, hafi áhrif á umræður um viðskiptahætti hinna bankanna, þótt ekkert verði um þetta full- yrt á einn veg eða annan fyrr en niðurstöður dómstóla liggja fyrir. Sú mynd, sem dregin er upp í stefnu slitastjórnar Glitnis af viðskiptaháttum bankans, kemur á óvart. Harkan í fram- setningu hennar í stefnunni kemur okkur Íslendingum á óvart en er daglegt brauð í Bandaríkjunum. En hún vekur okkur óneitanlega til nýrrar umhugsunar um málið allt. Og þá ekki sízt um stöðu eft- irlitskerfa á Íslandi. Verði þessi mynd staðfest fyrir dóm- stólum og telzt vera rétt erum við meiri börn í þessum málum en við höfum þó tal- ið okkur vera. Það má nálgast stefnu slita- stjórnar Glitnis í heild á mbl.is. Hún er um 80 blaðsíður að lengd en ástæða er til að hvetja þá, sem á annað borð hafa áhuga á að fylgjast vel með þessum málum, að lesa hana. Fréttir fjölmiðla segja ekki nema tak- markaða sögu um þann texta. Raunar á það við um þetta mál allt. Það mun áreiðanlega taka töluverðan tíma fyrir allan almenning að öðlast yfirsýn yfir þessa ótrúlegu atburðarás. En í raun og veru má segja, að það sé skylda fólks að kynna sér málið af eins mikilli kostgæfni og mögulegt er. Nú sem fyrr stendur yfir tilraun til að gera alla málsmeðferð tortryggilega. Ýmist er sagt að málaferli slitastjórnar Glitnis snúizt um pólitík eða reynt er að varpa rýrð á málsmeðferð sérstaks saksóknara. Telja má víst, að ekki sé lengur jarðvegur fyrir slíkan málflutning. Málið er orðið svo stórt fyrir þjóðfélagið allt að það er hafið yfir áróðursstarfsemi af því tagi. Í henni felst virðingarleysi gagnvart dómgreind al- mennra borgara. Sjálfsagt mun draga hratt úr þessari viðleitni á næstunni. Hún kostar peninga og þeir eru tæpast lengur til. Slitastjórn Glitnis setur bankahrunið í nýtt og óvænt ljós Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Þ au voru sælleg og rjóð þegar þau stóðu hönd í hönd andspænis séra Amasa Converse í Rich- mond í Bandaríkjunum á þessum degi 1836, rithöfundurinn Edgar Allan Poe og brúður hans, Virgina. Það dró hvorki úr gleðinni að brúðhjónin voru systkinabörn né að brúðurin væri aðeins þrettán ára en brúðguminn 27 ára. Á þessum tíma sætti það raunar engum tíðindum að blóðskylt fólk gengi í heilagt hjónaband, öðru máli gegndi um aldur brúðarinnar. Poe sá hins vegar fyrir því, lagði fram eiðsvarna yfirlýsingu þess efnis að Virginia væri 21 árs. Athöfnin fór fram í húsakynnum leigusala Poes, frú Yarrington, þar sem hann bjó ásamt Virginiu og móður hennar, Mariu Clemm, sem jafnframt var föðursystir Poes. Frú Yarrington lagði gjörva hönd á plóginn við undirbúning veislunnar og hrærði meira að segja í brúð- artertuna og lagaði hátíðarkvöldverðinn ásamt frú Clemm. Að því búnu héldu turtildúfurnar í stutta brúð- kaupsferð til Pétursborgar í Virginíu-ríki. Edgar Allan Poe hitti Virginiu fyrst þegar hún var sjö ára, 1829, skömmu eftir að hann lauk herskyldu. Þrem- ur árum síðar flutti hann inn til fjölskyldu hennar í Baltimore, sem samanstóð af ömmu, móðurinni sem fyrr er getið, og bróðurnum Henry, sem var fjórum ár- um eldri en Virginia. Poe hafði ekki búið lengi hjá fjöl- skyldunni þegar bæði amman og bróðirinn önduðust. Harðnaði þá í ári enda hafði lífeyrir ömmunnar reynst drjúgur. Sumarið 1835 flutti Poe einn síns liðs til Richmond, þar sem hann hóf störf á tímaritinu Southern Literary Messenger. Um þær mundir hafði flogið fyrir að hann ætlaði að kvænast Virginiu. Frænda hans, Neilson Poe, sem var útgefandi í Baltimore, blöskraði áformin og reyndi að koma í veg fyrir að Virginia yrði gefin honum svo ung og tók stúlkuna undir sinn verndarvæng. Edgar Allan Poe tók inngrip hans óstinnt upp og túlkaði það á þann veg að hann vildi koma í veg fyrir öll samskipti þeirra Virginiu. Hann ritaði móður stúlkunnar bréf þar sem hann kvaðst vera „blindaður af tárum“ og sárbændi hana um að leyfa Virginiu að ákveða sig sjálf. Bauðst hann til að sjá fyrir mæðgunum flyttu þær til Richmond. Úr varð að Virginia giftist Poe. Sagnaritara greinir á um hvernig sambandi Poes og Virginiu var háttað. Ýmsir hafa haldið því fram að það hafi verið líkara sambandi systkina en hjóna. Sumir fræðimenn, þeirra á meðal Marie Bonaparte, telja mörg verka Poes vera ævisöguleg og hafa komist að þeirri nið- urstöðu að Virginia hafi dáið hrein mey. Þau Poe hafi aldrei innsiglað hjónabandið. Þannig sé Virginia í raun jómfrúin í hinu fræga ljóði Annabel Lee. Ævisöguritari Poes, Joseph Wood, heldur því fram að Poe hafi ekki þurft á konum að halda á sama hátt og flestir menn, þær hafi aðeins veitt honum innblástur og umhyggju. Aðrir halda því fram að Poe hafi byrjað að sænga hjá Virginiu eftir að hún varð sextán ára. Hvernig sem rekkjumálum var háttað bendir allt til þess að hjónabandið hafi verið hamingjuríkt. Haft er eft- ir vinnuveitanda Poes að hann hafi tilbeðið Virginiu og sjálfur skrifaði hann vini sínum eitt sinn: „Engin lifandi vera er fallegri en litla konan mín.“ Hermt er að Virginia hafi einnig dýrkað mann sinn. 1842 urðu hjónin fyrir reiðarslagi þegar Virginia veiktist af berklum. Henni hrakaði hratt og varð fljót- lega rúmföst vegna meinsins. Virginia náði sér aldrei á strik aftur og lést af völdum berkla snemma árs 1847, 24 ára að aldri.Veikindi og dauði Virginiu höfðu djúpstæð áhrif á Poe sem sökk æ dýpra í fen þunglyndis og drykkju. Vinur hans hafði á orði að Poe væri sama um allt eftir að hún dó, hvort hann lifði í klukkustund, dag, viku eða ár. „Hún var honum allt.“ Edgar Allan Poe lést haustið 1849. Hann var fertugur. orri@mbl.is Poe kvæn- ist 13 ára frænku sinni Edgar Allan Poe var eitt af höfuðskáldum Bandaríkjanna. Vinur hans hafði á orði að Poe væri sama um allt eftir að hún dó, hvort hann lifði í klukkustund, dag, viku eða ár. „Hún var honum allt.“ Virginia Poe lést af völdum berkla aðeins 24 ára gömul. Á þessum degi 16. maí 1836
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.