SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 30
30 16. maí 2010 S kýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er sögð metsölubók. Er hún þó mik- ill doðrantur ef öll bindin eru saman tekin. Ekki er þó allt birt þar sem lofað var. Viðbótarefni er á vefnum. Þegar hlýtt er á umræður um þessa miklu skýrslu eða lesið það sem menn láta frá sér fara um hana mætti ætla að hún væri því sem næst ólesin. Það er ekki nýtt að þeir eru einatt mælskastir um efni sem ekkert þekkja til þess. Þeir þóttu segja mest frá Ólafi konungi sem hvorki höfðu heyrt hann né séð. Í þessu sambandi er ekki verið að nefna til sögunnar þá alkunnu ómerkinga og landskunnu leigu- penna sem blákalt ljúga upp að í skýrslunni sé að finna niðurstöður sem falli eins og flís við þeirra rass og róg sem þeir hafa lengi flutt fyrir sína borgunarmenn. Hefur sá öm- urlegi erindrekstur sjálfsagt verið þeim létt- bærari sem lengi hafa verið „viðþolslausir af öfund“. Vefurinn hefur á sér ólíkar hliðar Vefurinn er eitt af undrum veraldar. Upp- lýsingaflæðið og aðgengi að þekkingu fyrir allan fjöldann bætir skilyrði jafnréttis og lífsbaráttu og mun smám saman vinna á ein- okun sem yfirvöld, ekki síst í alræðisríkjum, hafa leitast við að hafa á miðlun frétta og fróðleiks. Sannleikurinn er öflugasti óvinur slíkra afla og vefurinn getur verið frjósam- asti farvegur hans. En ekki er þó allt blúndulagt á veraldarvefnum. Og hann legg- ur mikla ábyrgð á þá sem nýta hann. Allt er þar fullt af uppspuna og rugli í bland við hinn firnamikla fróðleik. Margur er óþreyt- andi við að leggja ruglandanum lið. Nærri okkur hér á landi er þetta áberandi hjá þeim sem gera athugasemdir við einstök bloggs- krif. Í rauninn er mikill fengur að því að hafa slíkan athugasemdavettvang opinn og hömlulausan að mestu. En ýmsir hafa kosið að loka fyrir slíkan aðgang og er sú afstaða einnig skiljanleg, því ekki eru þeir allir au- fúsugestir ritsóðarnir sem uppi vaða. Morg- unblaðsvefurinn er því miður ekki alveg laus við slíka, þótt reynt sé að beina þeim sem erfiðast eiga með sig annað. Vefurinn Eyjan er ótrúlegt aðdráttarafl þess háttar skriffinna og gerir það að verkum að menn forðast að lesa blogg á þeim stað, þótt það sjálft sé í sumum tilfellum fullkomlega boðlegt. En orðhákarnir og ritsóðarnir útbía það allt saman. Virðast forráðamenn þessa vefmiðils láta sér þetta vel líka. Ekki er verið að mæla með því að ritsóðarnir verði algjörlega lok- aðir af. En þeir eiga ekki að fá að eyðileggja málefnalega umræðu. Þeir ættu að skrifa á sínum vettvangi, sem ærlegir menn myndu þá forðast, og þeir verða að bera ótvíræða ábyrgð á gerðum sínum. Það á að hafa frelsið í fyrsta sæti en það á jafnframt að gæta þess að frelsi eins gangi ekki gegn heill og heiðri annarra. Þar verður línan að vera dregin. Ritsóðarnir og þeir sem næstir þeim standa hafa auðvitað fjallað um skýrslu Rannsókn- arnefndar Alþingis. Næsta augljóst er að fæstir þeirra hafa lesið stafkrók í henni, enda er hún ekki endilega aðgengilegasta rit á markaðnum, þótt fróðleikur sé þar mikill. Og hinir sem betur vilja og virða heiður sinn og annarra nokkurs hafa einnig fæstir haft tóm eða tækifæri til að gera meira en að blaða í nokkrum af þúsundum blaðsíðna skýrslunnar. Bók Styrmis Það er því fengur að því að Styrmir Gunn- arsson lagði á sig að lesa skýrsluna á sjö dögum og skrifa um hana á næstu sjö dögum þar á eftir. Hann fékk allt aðra mynd af skýrslunni en spunameistarar reyndu að draga upp af henni, í þeirri vissu og því trausti að fæstir myndu lesa skýrsluna sjálfa. Bók Styrmis er gott verkfæri fyrir þá sem vilja átta sig á inntaki skýrslu Rannsókn- arnefndarinnar. Vissulega ber hún þess merki að hin mikla skýrsla var lesin á sjö dögum og sjö dögum varið til að skrifa bók- ina. Er þetta þó mikið þrekvirki og það hjálpar höfundinum að rísa undir því að hann hafði sem ritstjóri Morgunblaðsins sýnt bankamálunum meiri áhuga en margur og haft kjark og staðfestu til að tryggja lág- marksumfjöllun um ýmis hættumerki, sem aðrir fjölmiðlar þögðu um. Skýrslan sjálf er reyndar ágætur vitnisburður um þetta virð- ingarverða hlutverk blaðsins, sem það fékk hins vegar kárínur fyrir á sínum tíma. Styrmir telur að nokkur atriði hljóti að telj- ast með markverðustu tíðindum sem í skýrslunni felast. Hann fjallar að vonum í löngu máli um bankana og úttekt nefnd- arinnar á viðskiptum þeirra með eigin bréf. Sú lýsing er næsta ótrúleg. Í lok þess kafla segir Styrmir: „Þessi lýsing rannsóknar- nefndar Alþingis á skipulegri starfsemi bankanna til þess að halda uppi verði hluta- bréfa í þeim sjálfum hljóta að teljast ein helztu tíðindin í Skýrslunni. En jafnframt vekja þessir viðskiptahættir alvarlegar spurningar.“ Vitnar hann í framhaldinu til þeirra lagaákvæða sem um þetta gilda. Síðan segir hann: „Nú virðast lagaákvæði vera býsna skýr en hvernig gátu viðskipti af þessu tagi staðið í nokkur ár án þess að Fjármálaeftirlitið eða Kauphöllin gerðu sér grein fyrir hvað væri að gerast?“ Hann vitn- ar svo til orða Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Kauphallarinnar, um þessi atriði: „Kauphöllin hóf að eigin frumkvæði skoðun á kaupum bankanna á eigin hlutabréfum í lok sumars 2008.“ Kauphöllin ákvað með Reykjavíkurbréf 14.05.10 Upplýsingavefurinn og lygavefurinn takast á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.