SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 31
16. maí 2010 31 N ýr heimur hefur skapast í tölvum, gerviveröld sem getur verið stórvarasöm, ekki síst þegar afleiðingarnar koma fram í fúlustu alvöru. Það er ekki að tilefnislausu sem þetta er tekið til umfjöllunar í blaðinu, því foreldrar höfðu samband og lýstu ömurlegri upplifun barns síns af hrottaleg- um tölvuleik heima hjá vini sínum. Þegar haft var samband við foreldra þess drengs brugð- ust þeir ókvæða við. Foreldrar geta ekki leyft sér slíkt andvaraleysi gagnvart skuggahliðum tilverunnar. Guðjón Hauksson lýsir nokkrum af þeim hættum sem steðja að í viðtali Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur í Sunnudagsmogganum í dag. Lýsingar hans bera með sér að tölvuleikir sem krakkar ánetjast geta verið skuggalegir og jafnvel sjúklegir, eins og Grand Theft Auto þar sem gengið er í hlutverk Nico Bellic sem „missir fótanna í undirheimum borgarinnar og plaffar niður hvern þann sem á vegi hans verður, saklausa borgara, lögreglumenn og jafnvel sjúklinga á slysadeild.“ Guðjón ræðir málin með yfirveguðum hætti og hefur kynnt grunnskólakennurum og for- eldrafélögum þessi mál. „Ég ræði til dæmis um foreldrahlutverkið, sem er svo einfalt og skýrt til að byrja með þegar barnið er lítið,“ segir hann. „Við erum þarna til að veita þeim ást og umhyggju, hjálpa þeim, kenna þeim að hjóla, lesa fyrir þau o.s.frv. Þegar þau ná tánings- aldri fara þau að fjarlægjast foreldrana – eins og eðlilegt er – til að uppgötva sjálf sig og öðlast sjálfstætt líf. Þá fara þau að vilja vera ein í herbergjunum sínum en þar er kannski nettengd tölva, gemsi og sjónvarp, og um leið eru allir vinirnir þar líka. Og ekki bara nánir vinir held- ur líka vinir vinanna og hinir og þessir sem við vitum ekki hverjir eru og þau hitta í gegnum msn og Facebook. Á þessum viðkvæma aldri hafa þau ekki tilfinningalegan og félagslegan þroska til að takast á við allt þetta áreiti. Þau fá ekki það einrúm sem þau þarfnast.“ „Hvernig farsímar breyta heiminum“ var yfirskrift greinar Péturs Blöndals í Sunnudags- mogganum fyrir viku, en þar kom fram að tíðindi á Facebook færu sem eldur í sinu um sam- félagið. „Ef til dæmis auglýst er partí fyrir ball og einn setur það í statusinn, þá geta skila- boðin á örskotsstundu borist til þúsunda,“ sagði Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova. „Tengslanet ungs fólks hefur snertingu við ótrúlega marga. Ég heyrði sögu af því, að ung- lingur hefði farið með foreldrum sínum í Kringluna og upplýst þá um að sjö skólasystkin sín væru þar á sama tíma að kaupa fermingarfötin – hann hafði séð það á Facebook. Þau fylgjast stanslaust með vinum sínum.“ Það gefur augaleið að þetta breytta umhverfi býður hættunni heim. Til að mynda hafa ítrekað komið upp mál þar sem kynferðisbrotamenn mæla sér mót við stúlkur á sam- skiptavefjum eins og Facebook. Það gefur foreldrum tilefni til þess að blanda sér í „gerviver- öld“ barna sinna, þar sem alvaran býr undir. Guðjón klykkir út með: „Um allt þetta þarf að ræða því það má ekki fara svo að við lokum augunum og eyrunum fyrir þessu.“ Fúlasta alvara í gerviveröld „Ég held að það sé óheppilegt fyrir mann, sem stendur í málaferlum eða er í rannsókn hjá nánast öllum nema Lánasjóði íslenskra námsmanna, að eiga fjölmiðla.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson sem lét af starfi frétta- stjóra Stöðvar 2 í vikunni. „Þessi vinnubrögð slitastjórnar Glitnis eru enn ein sönnun þeirrar rannsóknargeggjunar, sem nú ríður yfir íslenskt samfélag.“ Sigurður G. Guðjónsson í bréfi til slitastjórnar Glitnis fyrir hönd skjólstæðings síns, Pálma Har- aldssonar. „Hvað á maður að segja í sjálfu sér. Þetta er bara galið.“ Pálmi Haraldsson þegar stefnan á hend- ur honum vegna meintrar sviksemi í rekstri Glitnis var borin undir hann af Mbl.is. „Ég mun láta reyna á þau mannréttindi sem ég bý við hér í Bretlandi og kem þar af leiðandi ekki heim í þessar að- stæður ótilneyddur.“ Sigurður Einarsson spurður á Vísi.is um handtökuskipunina sem Interpol gaf út og hvort hann hygðist koma heim í ljósi hennar. „Ég bjóst svo sem alveg við að lagið mitt mundi vekja mikla athygli en þetta er framar öllum björtustu von- um.“ Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir um frumraun sína í poppheimum. „Ég sá bergið klofna við efstu brún og falla svo áttatíu til hundrað metra niður. Því fylgdi síðan mikil gusa.“ Haraldur Sverrisson, skipstjóri á Sporði VE, sem varð vitni að því þegar mikil fylla féll úr norðaust- urhorni Bjarnareyjar. „Mestu árásirnar gegn kirkjunni eiga sér ekki rætur utan hennar heldur er mesta þjáningin í kirkjunni sjálfri, vegna synda innan hennar.“ Benedikt 16. páfi vegna umræðu um kynferðislegt ofbeldi presta gegn börn- um. „Ég er alls ekki sáttur við leik liðsins.“ Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu, eftir 5:0 sigur á Haukum. „Nei, við áttum sko ekki von á því.“ Jón Þór Sigurðsson, trommari Diktu, spurður hvort sveitin hafi átt von á því að breiðskífa hennar, Get it Together, yrði svona vinsæl. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal öðrum orðum nokkrum dögum fyrir hrun að hefja athugun „að eigin frumkvæði“ á stór- kostlega ámælisverðum viðskiptum með hlutabréf þriggja þýðingarmestu fyrirtækj- anna á markaðnum, sem staðið höfðu í mörg ár. Þeirri athugun var ekki lokið þegar bankarnir hrundu! Merkustu kaflarnir Þá telur Styrmir Gunnarsson að einn merk- asti kafli skýrslunnar „sé sú fræðilega út- tekt, sem þar er gerð á skuldbindingum Ís- lands gagnvart Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta í ljósi tilskip- unar ESB þar um, sem lögleidd var á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Við lestur þessa kafla skýrslunnar verður ljóst, að slíka út- tekt hefði átt að gera þegar á árinu 2008 áð- ur en íslenzk stjórnvöld fóru að tjá sig mis- jafnlega undirbúin um þessar skuldbindingar“. Undir þessi orð má taka. Það er rétt hjá Styrmi að þessi kafli skýrsl- unnar er athyglisverður, og þá kannski ekki síst það að hann komst ekki í sviðsljósið dagana eftir birtingu hennar þótt hann sé kannski mikilvægasta innlegg í það sem stjórnvöld eru að fást við í augnablikinu. Ábyrgð Alþingis Alþingi, sem er hinn eiginlegi ábyrgðaraðili þessarar rannsóknarnefndar, hlýtur að tryggja að ríkisstjórnin haldi að sér höndum í viðræðum við hina óbilgjörnu erlendu kröfuhafa á meðan sjónarmið þau sem koma fram í skýrslunni um þessi atriði verða kruf- in til mergjar. Því verður ekki trúað að stjórnarandstaðan taki í mál að þetta verði ekki gert. Verði sú niðurstaða meirihlutans á Alþingi hlýtur stjórnarandstaðan að segja sig frá öllu samstarfi um málið og láta rík- isstjórnina eina bera ábyrgð á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.