SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 32
32 16. maí 2010 A ukið fjármagn í umhverfisstarf fyrirtækja er sennilega eitt af því síðasta sem menn áttu von á að sjá koma út úr kreppunni marg- umtöluðu. Haustið 2008 var það viðhorf víða að nú hefðu menn ekki lengur efni á að eltast við umhverfismál; baráttufólk fyrir vistvænni lifnaðar- háttum saup hveljur og óttaðist að nú yrði ekki bara stöðnun heldur mörg skref stigin aftur á bak í þróun umhverfismála á Íslandi. En hver var raunin? „Það kom mér dálítið á óvart að þegar kreppan skall á fór síminn hjá mér virkilega að hringja,“ segir Finnur Sveinsson hjá FSV ráðgjöf sem sinnir ráðgjöf í um- hverfismálum. „Það er alltaf sagt að umhverfismálin séu mál góðu tímanna þegar fólk hefur efni á því að hugsa um þau en mín upplifun var þveröfug. Allir höfðu svo mikið að gera í góðærinu að þeir máttu ekki vera að því að hugsa um umhverfismál. Þegar bank- arnir féllu var skyndilega fullt af fólki sem hafði ekkert að gera í vinnunni því fyrirtækin sögðu ekki upp jafn mörgum og þau hefðu í raun og veru þurft að gera. Niðurstaðan var sú að fyrirtækin nýttu starfskraftana í að undirbúa næstu góðæristíma með því að fara í gegn- um gæðastarf fyrirtækisins, þar á meðal umhverf- ismálin.“ Önnur birtingarmynd þessa er uppgangur norræna umhverfismerkisins Svansins, en fjöldi íslenskra leyf- ishafa hefur tvöfaldast á síðustu mánuðum og fleiri eru væntanlegir. „Þegar ég byrjaði hjá Umhverfisstofnun í lok árs 2008 var kreppan að skella á. Þá hélt ég að það myndi draga úr áhuga á Svansmerkinu en reynslan varð önnur. Áhuginn hefur stóraukist á undanförnum misserum,“ segir Anne Maria Sparf, sem hefur umsjón með Svaninum á Íslandi. „Fyrirtækin fóru að hugsa um hvernig þau gætu bætt samkeppnishæfnina og sáu að umhverfismálin voru ein leið til þess. Um svipað leyti tók ríkið ákvörðun um að efla Svansmerkið sem féll vel að hinum aukna áhuga.“ Mikilvægur áhrifavaldur í þessu sambandi er vistvæn innkaupastefna ríkisins, sem umhverfis- og fjár- málaráðherra skrifuðu undir fyrir rúmu ári en stýri- hópur ríkis og sveitarfélaga hafði þá unnið að málinu um nokkurt skeið. Stefnan felur í sér að tekið verður tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup ríkisins á markvissari hátt en hingað til. Þetta þýðir að til að auka möguleika sína á samningi við ríkið þurfa birgjar og þjónustuaðilar að sýna fram á að varan eða þjón- ustan uppfylli ákveðin umhverfisskilyrði. Til mikils er að vinna því ríkið kaupir vörur og þjónustu fyrir um 100 milljarða króna á ári en til viðbótar kaupa sveit- arfélög vörur og þjónustu fyrir um 90 milljarða árlega. Vilja skapa sér forskot „Vistvæna innkaupastefnan gengur út á að fá mark- aðinn í gang í umhverfismálum,“ útskýrir Finnur, sem er verkefnisstjóri samstarfsvettvangs opinberra aðila um vistvæn innkaup – VINN. „Hún ýtir undir því bir- gjarnir fara að hugsa um hvernig þeir geta skapað sér forskot í útboðum ríkisins með því að efla umhverf- isstarf sitt. Þetta þrýstir líka á ríkið að setja umhverf- isskilyrði í útboðum.“ Og þetta virkar á markaðinn, ef marka má Anne Maria sem segir greinilegt að vistvæna innkaupastefnan sé drifkraftur fyrir fjölda þeirra leyfa sem nýlega hafa verið veitt eða eru í vottunarferli sem stendur. „Þegar umhverfisskilyrðin sem felast í stefnunni eru komin inn í rammasamninga og opinber útboð, verður Svans- vottun auðveldasta leiðin fyrir fyrirtæki til að mæta þeim,“ segir hún. „Framsækin fyrirtæki hafa sótt um vottun nú þegar til þess að tryggja sér forskot í sam- keppninni. Og nú þegar þekkjum við dæmi þess að vottun hefur skilað árangri fyrir leyfishafa Svansins í opinberum útboðum.“ Það er þó meira en að segja það að gera umhverfis- kröfur í opinberum innkaupum en þær þarf að setja fram eftir kúnstarinnar reglum. Það verkefni er á könnu VINN-stýrihópsins en þar eiga sæti, auk fulltrúa ríkisins, fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Hafnarfirði. Þannig er unnið að vistvænum innkaupum víðar á opinberum vettvangi. Stýrihópurinn horfir að miklu leyti til þeirra viðmiða sem hafa verið sett á Norðurlöndum og innan Evrópu- sambandsins við mótun sambærilegra stefna þar. „Við breytum ekki erlendu viðmiðunum að neinu ráði enda vitum við að þau hafa þegar farið í gegnum nálaraugað, bæði lagalega, samkeppnislega og hvað umhverfið Umhverfismál Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Búa sig undir bjartari tíma Þótt íslenskum fyrirtækjum svíði yfirstandandi samdráttartímar sitja þau ekki með hendur í skauti heldur nýta tímann til að bæta samkeppnisstöðu sína í framtíðinni með vistvænum áherslum. Íslensk fyrirtæki horfa til framtíðar með því að efla umhverfisstarf sitt. Þ egar ég hóf störf fyrir Svaninn árið 2008 voru fjögur gild Svansleyfi á Íslandi en núna eru þau orðin átta talsins. Að auki eru 15 umsóknir í vinnslu og um 10 áhugasamir til viðbótar,“ segir Anne Maria um þá aukningu sem hefur orðið í áhuga fyrirtækja á því að votta vörur sínar og þjónustu með norræna um- hverfismerkinu Svaninum. Merkið vottar að varan eða þjónustan sem um ræðir standist ströng umhverf- is- og heilsuskilyrði og sé því vistvænni og heilnæmari en flestar vörur á mark- aðnum. Auk þess eru gæðin tryggð þar sem virknin þarf að vera jafn góð eða betri en hjá sambærilegri vöru eða þjónustu. „Ég væri sennilega með enn fleiri umsóknir ef það væri hægt að votta hvað sem er,“ heldur hún áfram. „Margar fyrirspurn- anna sem við fáum eru vegna vöru- eða þjónustuflokka sem ekki er hægt að votta, því ekki er búið að þróa leyf- isskilyrði fyrir þá. Þannig hef ég sem dæmi ekki getað aðstoðað bæði lík- kistuframleiðanda og safn úti á landi sem voru áhugasöm. Hægt er að votta 65 vöru- og þjónustuflokka, þar á meðal prentsmiðjur, veitingastaði, ræstingarþjónustur, hreinsiefni, pappír, sjónvörp, hjólbarða, snyrtivörur og bleiur. Merkið hefur náð ótrúlegum árangri á síðastliðnum 20 árum, því alls er búið að veita 2.000 leyfi fyrir 6.000 einstakar vörutegundir.“ Um 100 manns vinna á skrifstofum Svansins á Norðurlöndum, þar af flestir við þróun skilyrða fyrir Svansvottun og við leyfisveitingar. „Það eru því alltaf að koma inn nýir flokkar og núna er t.d. verið að kanna hvort Svanurinn eigi að fara að þróa leyfisskilyrði fyrir matvæli, sem gæti falið í sér góð ný- sköpunar- og útflutningstækifæri fyrir íslenska matvælaframleiðslu í framtíð- inni.“ Snjóboltaáhrif hjá fyrirtækjum Hún segir að stundum megi skynja snjóboltaáhrif í áhuga á vottun innan ákveðinna sviða atvinnulífsins hér á Svanurinn kominn á flug Anne Maria Sparf „Vistvæna innkaupastefnan gengur út á að fá markaðinn í gang í umhverfismálum,“ segir Finnur Sveinsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.