SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 33
16. maí 2010 33 varðar,“ útskýrir Finnur. „Þessa dagana erum við að klára vistvæn skilyrði, eða viðmið í 12-14 vöruflokk- um,“ en Ríkiskaup bjóða út í alls 19 vöruflokkum. „Hver flokkur – t.d. húsgögn eða upplýsinga- tæknivörur – nær yfir mjög margar vörur og við setjum almenn viðmið sem ná yfir öll helstu umhverfismál sem snerta viðkomandi vöruflokk.“ Að mörgu þarf að huga svo að viðmiðin stangist ekki á við lög og reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæð- inu um frjáls viðskipti. „Við getum tekið dæmi af ljós- ritunarpappír til að skýra hversu flókið þetta er,“ segir Finnur. „Það má ekki fara fram á að hann sé ekki bleiktur með klór því sú krafa á ekki við um sjálfa vör- una, heldur framleiðsluferilinn. Hins vegar má tilgreina að ekki megi vera klór í honum – það snertir sjálfa eig- inleika vörunnar. Það skiptir líka máli í þessu sam- bandi hvort verið er að kaupa vöru, verktöku eða þjónustu. Allt verður að orða á ákveðinn hátt miðað við það. Þess vegna förum við ekki mikið út fyrir það sem Evrópusambandið og Norðurlöndin hafa gert, því við vitum að þau hafa þróað viðmið sem eru innan laga- rammans.“ Ekki að finna upp hjólið Annað dæmi er umhverfismengun sem hlýst af flutningi vara en Finnur bendir á að óleyfilegt sé að setja sem skilyrði að vara sé ekki flutt um lang- an veg, sem vissulega myndi hjálpa íslenskum framleiðslufyrirtækjum. „Það væri dulin samkeppnishindrun skv. Evrópusáttmálanum. Við verðum að hafa kröfurnar þannig að hægt sé að bjóða vörurnar út á Evrópska efnahagssvæðinu, og það mega ekki vera hindranir sem útiloka erlendar vörur inn á markaðinn.“ Hins vegar megi gera ítarlegar kröfur um hvers eðlis vörurnar eigi að vera, sem hafi verið nýtt til að ýta undir innlenda framleiðslu í öðrum löndum. „Þekkt- asta dæmið er matvæli og rekstur mötuneyta. Í Svíþjóð hafa verið sett skilyrði um að á matseðli í grunnskólum séu epli á borðum frá ágúst og fram í nóvember, en á þeim tíma er uppskerutími fyrir epli í Skandinavíu. Eftir þetta tímabil má bjóða upp á banana eða aðra ávexti, enda eru þeir þá ekki í samkeppninni við eplin. Það væri hægt að grípa til svona ráða til að hjálpa ís- lenskum fyrirtækjum.“ Gera má ráð fyrir að vistvænu viðmiðanna fari fljót- lega að sjá stað í útboðum á vegum ríkisins, en nú þeg- ar hefur Reykjavíkurborg horft til þeirra í útboði um ræstingar í leikskólum. Samhliða verður upplýsingum um það sem er að gerast í þessum málum í Evrópu og Skandinavíu miðlað til opinberra kaupenda og selj- enda, m.a. í gegn um heimasíðu verkefnisins, www.vinn.is. „Það er mikilvægt að fólk viti að við er- um ekki að finna upp hjólið í þessu hér á Íslandi,“ segir Finnur. „Þetta er margreynt og við tökum upp það sem hefur reynst vel annars staðar. Í framhaldinu væri svo auðvitað frábært ef stærstu fyrirtækin á Íslandi tækju sig saman um að nota þessi skilyrði, því þannig yrði þróunin ennþá hraðari.“ En hvað með viðbrögð þeirra sem selja vörur og þjónustu? Eru fyrirtækin sátt við að verið sé að setja þeim ný skilyrði í opinberum útboðum? „Andrúmsloftið í samfélaginu er þannig að fólk er fylgjandi þessu,“ svarar Finnur. „Þegar við fórum af stað árið 2002 var þetta eins og að berjast við vind- myllur en nú er rekið á eftir okkur með fyrstu við- miðin. Fyrirtæki sem eru komin áleiðis í sínu umhverf- isstarfi segja: „Við erum búin að fara í gegnum okkar vinnu – af hverju eru kröfurnar ekki komnar?““ Hann viðurkennir þó aðspurður að þetta sé ekki al- gilt. „Sum fyrirtæki eru ábyggilega pirruð enda sjá þau að umhverfisstarf gengur út á að nota minna af öllu. Þau spyrja sig e.t.v. af hverju þau eigi að stuðla að minni notkun og draga þannig úr eigin sölu. Það er líka meðvituð ákvörðun hjá sumum að fara ekkert í þetta umhverfisdót. Þau trúa því að hinn markaðurinn, sem ekki setur umhverfisskilyrði, sé nægilega stór fyrir þau og þá er það bara í lagi.“ Hins vegar segist hann klárlega skynja hugarfars- breytingu í fyrirtækjum varðandi umhverfismál. „Bara það að vottuð fyrirtæki eru farin að auglýsa að þau séu með Svaninn eins mikið og þau gera ýtir undir aukinn áhuga á málaflokknum. Fólk er farið að upplifa um- hverfismálin sem gæðamál og stöðugt fleiri líta þau já- kvæðum augum.“ Morgunblaðið/Ásdís landi, t.d. meðal prentsmiðja og ræst- ingarþjónusta, en þar er áhuginn fyrir vottun mikill þessa daga. „Það er augljóst að drifkrafturinn fyrir þessum aukna áhuga núna er vist- væn innkaupastefna ríkisins. Fyrirtæki vilja skapa sér sérstöðu og sjá Svans- vottun sem tækifæri í kreppunni.“ Hvað varðar kostnað fyrirtækjanna við vottunina segir Anne Maria tölu- verðs misskilnings gæta varðandi það hver hann sé. „Fyrirtækin halda að þetta sé dýrara en það er í raun. Kostnaður vegna Svansvottunar er óverulegur í samanburði við annan kostnað við markaðssetningu. Fyrir flest íslensk fyrirtæki er árgjald Svans- ins sambærilegt einni auglýsingu í dag- blaði, en verðmæti merkisins í raun mun meira. Í mínu heimalandi, Finn- landi, er Svansmerkið meðal tíu sterk- ustu vörumerkjanna. Við höfum ekki náð þeim árangri á Íslandi en tækifærin eru fyrir hendi og núna erum við að komast á flug.“ Næsta skref er að kynna merkið bet- ur fyrir neytendum. „Þannig hjálpum við fyrirtækjunum við markaðssetningu á vörunum, því merkið er einskis virði nema fólk viti fyrir hvað það stendur. Ég held að áhugi neytenda muni aukast á næstunni. Það er mikill áhugi meðal fólks á hollara mataræði, lífrænni ræktun og fleiru í þeim dúr. Heilsa snýst ekki bara um matvæli heldur líka aðrar vörur í daglegu lífi okkar, s.s. snyrtivörur, sápur og hreinsiefni sem stundum innihalda hættuleg efni. Svanurinn auðveldar fólki að velja öruggar vörur því vottun tryggir lág- mörkun hættulegra efna í fram- leiðsluferlinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.