SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 34
34 16. maí 2010 H vernig skyldi umhverfisstarfi fyrirtækja vera forgangsraðað þegar fjármálakreppa ríkir, og eru fyrirtæki sem hafa slíkt starf í hávegum líklegri til að lifa kreppur af en önnur? Torbjörn Brorson, aðjunkt við Alþjóða- stofnun umhverfishagfræði iðnaðarins (IIIEE) við Háskólann í Lundi, hefur kom- ið að umhverfisstarfi iðnfyrirtækja, bæði sem ráðgjafi og fræðimaður. „Við höfum gert rannsóknir á því hvernig umhverf- isstarfi fyrirtækja er háttað í fjár- málakreppunni með því að spyrja þau hvort þau fjárfesti minna í umhverf- ismálum, hvort þau breyti uppbyggingu umhverfisstarfsemi sinnar eða dragi úr henni. Og það er skýrt af svörunum að þó erfitt sé í mörgum fyrirtækjanna þá hafa þau reynt að viðhalda umhverfisímynd sinni. Mörg fyrirtækjanna sem ég vinn með hafa aðeins hægt á þessu starfi en halda samt sínu striki. Og eitt fyrirtækj- anna, sem skráð er á hlutabréfamarkað, hefur beinlínis hraðað umhverfisstarfinu þrátt fyrir að fjárhagsstaðan sé ekki eins góð og áður.“ Á hinn bóginn hafi fjárfestingar fyrir- tækjanna á umhverfissviðinu verið litlar, líkt og fjárfestingar almennt. „Og það eru örugglega til fyrirtæki sem ætluðu sér að hefja einhvers konar umhverfisstarf en hafa ekki gert það vegna kostnaðarins,“ segir Brorson. Hann segir kröfur viðskiptavinanna mikilvægan drifkraft. „Ég held að þau fyrirtæki sem skilja ekki mikilvægi um- hverfisstarfs eigi erfiða tíma í vændum, því það verður ekki hjá því komist að taka tillit til umhverfisins, vegna viðskiptavin- anna, samkeppninnar og ímyndarinnar. Viðskiptavinirnir vilja fá umhverfisvænni vörur, og hér í Svíþjóð er þessi þrýstingur ansi mikill. Það leiðir til þess að stór fyr- irtæki eins og IKEA og Hennes & Mauritz þrýsta á sína birgja sem þrýsta aftur á sína undirbirgja og svo koll af kolli.“ Brorson bætir við að í dag séu umhverfismál rædd í æðstu stjórnum fyrirtækjanna. „Þær gera sér grein fyrir að ekki er hægt að líta fram hjá þeim.“ Borgar sig á 1,7 árum Rikke Dreyer, verkefnisstjóri inn- kaupaþjónustu ríkis og sveitarfélaga í Danmörku, bætir um betur og segir að sennilega sé ekki til það fyrirtæki í Dan- mörku sem ekki segist vera umhverfis- vænt. „Þau eru mjög meðvituð um að það skipti máli fyrir samkeppnishæfnina.“ Hún bætir við að m.a.s. byggingageirinn, sem hingað til hefur ekki þótt sérlega áhugasamur um vistvænni starfshætti, sé að koma til. „Þó að þar sé enn dálítil tregða og menn áhyggjufullir yfir okkar kröfum segjast þeir vita vel að þetta verði ekki umflúið. Viðskiptavinir í verslunum spyrji t.a.m. æ meira um umhverfisvænar vörur og því séu þeir tilneyddir að gera eitthvað í málunum.“ En það er fleira en samkeppnishæfnin sem hvetur menn til dáða á umhverfis- sviðinu eins og Brorson útskýrir. „Fyr- irtæki verða mun skipulagðari við að fara í gegnum umhverfisstarf og flest spara þau peninga á því að innleiða hjá sér umhverf- isstjórnunarkerfi. Í stórri rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum þar sem 500 fyrirtæki voru skoðuð var niðurstaðan sú að það tók að meðaltali 1,7 ár fyrir umhverfisstjórnunarkerfi að borga sig. Þá horfðu menn fyrst og fremst til sparnað- arins sem fylgdi kerfinu en það væri síðan verðugt rannsóknarefni að athuga hvort og þá hversu mikið viðskiptin aukast við breytingarnar.“ Önnur ástæða sem ýtir undir aukinn áhuga fyrirtækjanna á umhverfismálum er fjármögnunarmöguleikar en Brorson bendir á að nokkuð margir alþjóðlegir sjóðir horfi sérstaklega til „siðfræðilegra“ eða „etískra“ fjárfestinga. „Þeir sniðganga ekki aðeins fyrirtæki sem framleiða vopn eða annað álíka augljóst heldur beita þeir líka virku vali til að ýta undir umhverfis- mál og því gera stjórnendur fyrirtækjanna sér grein fyrir.“ Erfitt þegar neyðarstjórn ríkir Það vantar sumsé ekki rökin fyrir því að fyrirtæki græði á því að leggja áherslu á umhverfisvottanir og umhverfisstarf. En er eitthvað sérstakt sem hindrar þau í því, ekki síst á krepputímum? Kollegi Brorsons, Åke Thidell, sem er prófessor við IIIEE, verður fyrir svörum. „Ég held að baráttan fyrir því að lifa af erfiða tíma geri það erfitt að hugsa um hvað gerist eftir þrjá eða sex mánuði, eða hvernig bæta megi starfsemina því það liggur fyrir utan hið yfirstandandi vanda- mál. Slíkir tímar eru hins vegar upplagðir til að vinna í umhverfismálum fyrirtæk- isins. Á hinn bóginn getur verið að maður hafi þurft að segja upp svo mörgu starfs- fólki að menn átti sig varla á því hvers kyns fyrirtæki þeir eru með í höndunum, og þá er erfitt að hugsa um umhverf- isstjórnun. Sálrænu áhrifin eru þó örugg- lega mikilvægust, að menn hafi ekki orku til að hugsa um slíka hluti.“ Í sjálfu sér er kostnaðurinn við að inn- leiða umhverfisstjórnunarkerfi eða fá um- hverfisvottanir ekki stærsta hindrunin við Umhverfismálin snerta heilbrigði og framtíð barna okkar, segir Rikke Dreyer. Morgunblaðið/Golli Umhverfið á uppleið Torbjörn Brorson Rikke Dreyer Åke Thidell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.