SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 35
16. maí 2010 35 slíkar aðstæður að hans sögn. „Vissulega kostar það eitthvað, en það er ekki sér- staklega dýrt að taka fyrstu skrefin.“ Þannig sé hægt að nýta dauðan tíma í fyr- irtækinu til að kynna sér málin í gegnum netið, bækur og e.t.v. með því að fá ráð- gjafa á fund. „Maður getur mjög vel hafið vinnuna án þess að það þurfi að kosta í raun nokkuð annað en að koma sér yfir þröskuldinn. En það getur verið nógu erf- itt, þegar hálfgerð neyðarstjórnun ríkir í fyrirtækinu.“ Þeim mun mikilvægara er að stjórnvöld auki áhersluna á umhverfisstarf í fyr- irtækjum á krepputímum, að mati Thi- dell. Og stjórntæki hins opinbera í þá átt geta bæði verið „mjúk“ og „hörð“ þar sem lagasetning og sektir eru dæmi um hið síðarnefnda. „Væg stjórntæki virka ekki með sama slagkrafti og þau harðari, en þau geta verið af ýmsum toga, s.s. um- hverfismerkingar, fræðsla, áróðurs- herferðir o.fl. Vistvæn innkaup tilheyra þessum mjúku stjórntækjum.“ Brorson bendir þó á að opinber innkaup séu talin mjög mikilvæg í þessu sambandi. „Hið opinbera kaupir inn fyrir mikla fjár- muni og með því að setja visthæfi sem skilyrði fyrir innkaupunum ýtir það undir þróun á umhverfisvænum vörum. Þegar þeir hafna ákveðnum vörum vegna um- hverfissjónarmiða fara hlutirnir að gerast. Þá laga framleiðendurnir sig að þessum kröfum, því annars missa þeir við- skiptin.“ Hraðar breytingar á neyslumynstri Í Svíþjóð var hafist handa við að koma á vistvænum innkaupum seint á níunda áratugnum en í Danmörku árið 1995. Í báðum löndum hefur úrval vistvænnar vöru og þjónustu aukist til muna síðan en erfitt er að meta hversu mikil áhrif stefn- an hafi haft þar á. „Það eru mun fleiri vistvænar vörur á markaði nú en áður en stefnan var tekin upp,“ segir Thidell. „Hins vegar hvíla þessi ólíku stjórntæki á herðum framleiðandans svo framboðið er afleiðing margra ólíkra þátta.“ Dreyer tekur undir þetta varðandi þró- unina í Danmörku. „Við vitum t.d. að markaðurinn fyrir lífrænar matvörur hef- ur stækkað mikið. Opinber innkaup eru þó aðeins ein af skýringunum á þessari já- kvæðu þróun því til viðbótar koma inn- kaup einkaaðila og ólíkar stuðnings- aðgerðir til að ýta undir lífræna neyslu. Sömuleiðis hafa hlutir eins tölvu- og skrifstofuvélar þróast á mjög jákvæðan hátt, en það er auðvitað ekki bara vegna danskrar eftirspurnar því framboð á slík- um vörum er á alþjóðlegum markaði. Það er líka mikið framboð af umhverf- isvænum hreingerningarvörum og papp- ír. Og í dag er ekki hægt að merkja verð- mun á þessum vörum og þeim sem ekki eru umhverfisvottaðar.“ Ýmsar hindranir þarf þó að yfirstíga til að hrinda vistvænni innkaupastefnu í framkvæmd og segir Dreyer misjafnt við- horf fyrirtækja vera dæmi um slíkt. „Í sumum atvinnugreinum, eins og t.d. í grafíska geiranum, hafa menn verið mjög viljugir að breyta um starfshætti enda hafa þeir lengi verið uppteknir af því að auka atvinnumöguleika sína. Umhverfis- málin tengjast líka vinnuumhverfi líkt og hjá hreingerningarfyrirtækjum, þar sem það er gott fyrir starfsfólk þegar umhverf- isvæn hreinsunarefni eru valin. Svo eru aðrir geirar sem mér hefur fundist þungir í taumi, s.s. upplýsingatæknigeirinn og byggingariðnaðurinn en það hefur ekki verið mikið úrval af Svansmerktum vörum í þeim geirum.“ Hvað sem því líður er ljóst að mikil hugarfarsbreyting hefur orðið á mark- aðinum, hvort sem menn vilja rekja það til vistvænnar innkaupastefnu hins op- inbera eða einhvers annars. Thidell tekur dæmi af bílaframleiðendum um þetta. „Fyrir fjórum, fimm árum sögðu þeir að það væri ómögulegt að framleiða bíl sem eyddi minnu en einum lítra á tíu kíló- metra. Það myndu líða 30 til 50 ár áður en það tækist. Og þú sérð þróunina. Í dag telja neytendur í Svíþjóð að eyðsla og út- blástur sé meðal mikilvægustu eiginleika bíla en áður tilgreindu þeir þægindi, hest- öfl og geymslurými. Salan á visthæfum bílum hefur aukist gífurlega í Svíþjóð á síðustu árum þannig að það geta orðið mjög hraðar breytingar á neyslumynstri fólks. Annað dæmi er endurnýjun í hús- um en eitt af því fyrsta sem fólk hér í Sví- þjóð gerir í viðhaldi er að skipta út gömlu olíukyndingunni fyrir varmadælu eða eitthvað slíkt. Þetta er auðvitað ekki stór spurning á Íslandi en hér er þetta mjög mikilvægt atriði. Þótt oftast séu það pen- ingarnir sem stýra svona vistvænum ákvörðunum fólks þá skiptir líka máli að það hefur hreinni samvisku gagnvart um- hverfinu á eftir.“ Dreyer bendir á að hugarfarsbreytingin tengist líka heilsueflingu. „Úrvalið í versl- unarhillum hefur aukist mjög af Svans- vottuðum vörum á vissum sviðum, s.s. snyrtivörum og barnavörum, þ.e. krem- um, bleium, leikföngum og fleiru. Þetta hefur kannski eitthvað með okkur konur að gera – að heilbrigði og framtíð barna okkar skiptir okkur miklu máli.“ Kröfurnar aukast stöðugt Með hliðsjón af öllu þessu má spyrja hvort fyrirtæki, sem leggja áherslu á markvisst umhverfisstarf séu líklegri til að lifa af mikla samdráttartíma eins og hafa verið einkennandi undanfarið? „Síðustu tuttugu ár höfum við af og til tekið símaviðtöl við umhverfisfulltrúa í ólíkum fyrirtækjum og síðast gerðum við það fyrir tveimur, þremur árum, þ.e. fyrir fjármálakreppuna,“ svarar Thidell. „Þá sögðu mjög margir að fjármálaumhverfið skipti litlu máli, því þetta væri einfaldlega hluti af starfsemi fyrirtækisins. Það væri spennandi að hringja og tala við þessi fyr- irtæki aftur núna, þegar þau hafa bráðum komist í gegnum þessa fjármálakreppu. Umhverfisstarf þarf ekki að kosta mikla fjármuni, en hins vegar getur það leitt til betri uppbyggingar og skipulags í fyr- irtækinu, sem er gagnlegt á samdráttar- tímum. Ég ímynda mér að minnsta kosti að slík vel rekin fyrirtæki séu betur í stakk búin til að komast í gegnum fjár- málakreppuna.“ Í öllu falli á Thidell erfitt með að sjá fyrir sér að draga muni úr umhverfiskröfum í framtíðinni. „Auðvitað hefur loftslags- umræða verið svo yfirþyrmandi að fólk þolir bráðum ekki meira, og kannski upp- lifum við ákveðna afturför í umhverfisvit- und almennings. Það hefur gerst áður án þess að það hafi leitt til þess að aðgerðir í þágu umhverfisins hafi dregist verulega saman hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum. Tilhneigingin er sú að umhverfismálin fari upp á við svo kröfurnar munu aukast. Þess vegna er góður tími að undirbúa sig núna því þannig verða fyrirtækin viðbúin þegar kröfurnar verða komnar fram.“ ’ Hið opinbera kaupir inn fyrir mikla fjár- muni og með því að setja visthæfi sem skilyrði fyrir innkaupunum ýtir það undir þróun á umhverfisvænum vörum. Þegar þeir hafna ákveðnum vörum vegna umhverfissjón- armiða fara hlutirnir að gerast. Þá laga fram- leiðendurnir sig að þessum kröfum, því annars missa þeir viðskiptin. Ræstingarþjónusta ISS fékk Svansvottun í nóv- ember sl. en að sögn Hólmfríðar Einarsdóttur, gæðastjóra fyrirtækisins, kom það til vegna áhuga þess á umhverfismálum almennt. „Við settum okkur umhverfisstefnu fyrir 15 árum enda dælum við miklu efnismagni út í náttúruna á degi hverjum. Það skiptir því miklu máli hvað við notum og hversu mikið.“ Vottunin breytti miklu í starfseminni að henn- ar sögn. „Í dag eru 90% efnanna sem við notum Svansvottuð og sömuleiðis allur pappír, s.s. klósettpappír, handþurrkur og fleira. Við innleiðum hjá okkar viðskiptavinum að flokka ruslið sitt og nota ekki plastpoka í ruslafötur nema þar sem ruslið er blautt. Og eftir nýlega úttekt sýnist mér að efnisnotkun okkar hafi minnkað um 40% frá því að við fengum vottunina. Samt höfðum við áður farið í átak þar sem við spöruðum efni sem nam einum tanki í Öskjuhlíðinni. Ég hugsa að við förum hátt í það núna til við- bótar.“ Ræstingarþjónusta ISS fékk samning við Reykjavíkurborg um þrif á leikskólum um áramótin og Hólmfríður er viss um að þar hafi vottunin skipt máli. „Það var stigagjöf sem réð því hver fékk samninginn en þetta hafði alveg örugglega mikið að segja því við fengum líka stig fyrir umhverfisstarfið.“ Hún á því von á því að vottunin eigi eftir að borga sig fjárhagslega fyrir fyrirtækið. „Vissulega fylgir þessu kostnaður og þetta er mikil vinna en við höldum að það muni skila sér.“ Þá segir hún Svaninn skipta starfsfólk fyrirtækisins miklu máli. „Við héldum nám- skeið fyrir alla okkar starfsmenn þar sem við fórum í gegnum umhverfismálin. Í dag erum við því með 750 boðbera umhverfisvænnar stefnu. Enda segja þeir sem stýra ræstingunum að þeim finnist þeir vera að vinna miklu merkilegra starf nú en áður.“ Með 750 boðbera vistvænnar stefnu Eitt af þeim fyrirtækjum sem eru í vottunarferli út af Svan- inum er Mjöll-Frigg en í sumar hyggst það setja á markað nýtt þvottaefni undir nafninu Milt, sem skarta mun merk- inu. Fyrirtækið hefur áður verið með Svansvottað þvotta- efni, Maraþon milt, sem í mörg ár var Svansmerkt. Fyrir nokkrum árum hætti fyrirtækið hins vegar með vottunina, meðal annars vegna kostnaðarins sem hún hafði í för með sér. Kristján Grétarsson, framkvæmdastjóri Mjallar-Friggjar, segir að í ljós hafi komið að fyrirtækið tapaði á þeirri ákvörðun. „Við sáum það klárlega í sölutölum,“ segir hann. „Við teljum því að þetta hafi skipt miklu máli fyrir markaðssetninguna á efninu.“ Kristján er tiltölulega nýr hjá fyrirtækinu en eftir að hann kom til starfa var tekin sú ákvörðun að fyrirtækið skyldi stefna að því að auka áherslu á umhverfisþáttinn í allri framleiðslu sinni. „Við þróuðum nýja þvottaefnið þannig að það mun uppfylla alla um- hverfisstaðla. Það er hins vegar bara fyrsta skrefið því við ætlum að halda áfram. Við finnum klárlega að þrýstingurinn á að fá umhverfisvæna vöru er að aukast, bæði hjá innkaupastofnunum og eins hinum almenna neytanda. Menn vilja hafa þetta um- hverfisvænt og við munum halda áfram að fá okkar vörur vottaðar, enda erum við nú þegar með margar umhverfisvænar vörur sem gætu uppfyllt kröfur Svansins.“ Töpuðu á því að hætta með Svaninn Árið 2001 hófu Hópbílar að innleiða umhverfisstjórnunarkerfið ISO 14001 í sinni starfsemi. Að sögn Pálmars Sig- urðssonar, skrifstofu- og starfs- mannastjóra, kom það til vegna fyr- irspurna frá Alcan á Íslandi um um- hverfisstarf fyrirtækisins, en Hópbílar sinna akstri fyrir þá hérlendis. „Þetta vakti okkur til umhugsunar um þessi mál,“ segir hann. „Við ákváðum strax að fara alla leið og fá viðurkennda umhverfisvottun á kerfið okkar. Í dag lít ég á þetta sem rekstrarkerfi því það kemur inn á allt, hvort sem það snertir heilsu, markaðsmál, öryggismál eða annað. Að auki útvíkkar þetta alla hugsun er varðar reksturinn og núna erum við að tengja þetta ör- yggisstjórnunarstaðlinum OHSAS 18001. Það gerist nefnilega sjálfkrafa að menn ganga lengra og lengra því þetta gerir alla vinnu svo miklu markvissari en áður.“ Dæmi um það er eldsneytisnotkun fyrirtækisins. „Það er langstærsti umhverfis- þátturinn okkar því við brennum 1,7 milljónum lítra af olíu á hverju ári. Það munar því gífurlega miklu að geta dregið eldsneytisnotkunina saman. Við innleiðingu kerfisins sendum við alla okkar bílstjóra á vistakstursnámskeið og fylgdum því eftir markvisst með rafrænu eftirliti. Og ef við sjáum óvenjulegar breytingar á eyðslu í bílum hjá okkur eru þeir skoðaðir og teknir út sérstaklega.“ Niðurstaðan af þessu var að eldsneytisnotkun fyrirtækisins minnkaði um 6 pró- sent. „Og þegar eldsneytisnotkunin er þetta mikil telst hvert prósentustig í milljónum króna,“ segir Pálmar. „Þetta hefur klárlega hjálpað okkur mikið við að halda rekstr- inum stöðugum í alla staði.“ Hann bætir því við að það sé þeirra reynsla að ISO 14001 vottunin auðveldi þeim markaðsstarf, bæði erlendis og hér heima. „Við höf- um vaxið á hverju ári og teljum að þetta sé mjög sterkt fyrir ímyndina okkar.“ Gott dæmi um nýsköpun sem leiði af kerfinu sé Frístundabíllinn í Hafnarfirði, sem fyrirtækið haldi úti ásamt Rio Tinto Alcan, N1, Fjarðarkaupum og Hafnarfjarðarbæ. „Við erum með fjóra bíla sem keyra eftir áætlun um bæinn og skutla börnum í frí- stundastarf. Í bílunum eru þjónustufulltrúar sem taka á móti börnunum og tryggja að allt sé eins og það á að vera. Eftir fjóra mánuði erum við komnir með 50 þúsund skutl, í stað þess að foreldrarnir fari með börnin hvert í sínum bíl. Og það er ótrúlega mikil ánægja og jákvæðni með þetta framtak.“ Gerir alla vinnu markvissari en áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.