SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Page 36

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Page 36
36 16. maí 2010 unum. En á köflum eru samræðurnar eins og í verstu splattermynd. „Tungan!“ segir Villi. „Hún er best,“ skýtur Árni Sæberg ljósmyndari inn í. „Þarf ég að opna kjaftinn,“ segir Dagný, ekki með tissjú í þetta skipti. „Ojjj …“ segir Anna Sóley og lýsir vandlætingu sinni. „Þetta er fyrir þig,“ segir Dagný. Svo tekur hún bita. „Ég missti augað í gólfið!“ heyrist af næsta borði, þar sem Jón Þór situr. „Í alvörunni!“ „Ég tók augað og allt sem tengir kjammann við heil- ann – mér líður eins og ég sé læknanemi.“ Þjóðlegir litir Antonía Malmquist Baldursdóttir er förðunarfræðingur meðfram öðru og fylgist með atburðarásinni. „Þetta er bara léttur farði, enda er ekkert verið að gera út á farð- ann – frekar þjóðlega litina í fötunum,“ segir hún. Það setur svip á staðinn að í bakgrunninum er risastór mynd af Eyjafjallajökli, sem setur mark sitt á ferðalög um þessar mundir. Svo hverfa ferðalangarnir á braut og aðrir fylla skörðin. Þ að er eitthvað ofurhversdagslegt og jafn- framt þjóðlegt við BSÍ. Ekki aðeins ekta heimilismaturinn, heldur einnig stéttleysið og alþýðleiki staðarins. Þangað rata inn ferðalangar af öllum þrepum mannlífsins og fastagest- ir eiga það sammerkt að flýja hvunndagsamstrið inn á þennan tímalausa stað sem er biðstöð á mislangri veg- ferð. „Við erum mættar dragfínar á BSÍ á sunnudags- morgni,“ segir Anna Sóley Viðarsdóttir og lítur í kringum sig á þessum ólíklega vettvangi til mynda- töku, sem hugsuð er sem sambland af tísku og lífsstíl. Með í för eru Dagný Berglind Gísladóttir og Villi á Rauðhettu. „Við ákváðum að Dagný yrði í fánalitunum – okkur fannst það svo þjóðlegt,“ bætir Villi við. Nýstárlegur skyndibiti Það er í anda viðfangsefnisins að Jón Þór Ísberg húð- flúrari gengur inn í myndina, en hann rekur stofu á Skólavörðustíg og var að koma úr ferðalagi. „Ég bjóst engan veginn við þessu,“ segir hann. Það vekur eft- irtekt að svefnpokinn er rifinn. „Hann datt af mót- orhjólinu á 100 km hraða,“ segir hann til skýringar. Höfuðrétturinn í bókstaflegri merkingu er kjammi og kók á BSÍ. Víst þykir það nýstárlegur skyndibiti í augum erlendra ferðamanna, þó að Íslendingar séu öllu vanir. Jón Þór, sem kallar ekki allt ömmu sína, hikar þó aðeins áður en hann ræðst á bráðina. „Þegar maður étur dýr og það glittir í tennurnar, þá vakna spurningar – það er ekki gott.“ Þegar stund gefst milli stríða kemur ýmislegt upp úr dúrnum. „Við drápum kind síðasta sumar,“ segir Anna grafalvarleg. „Við vorum á leið til Egilsstaða þegar við ókum á hana. Við vorum á háum hælum og fórum út með tissjú til að draga lambið af veginum.“ – Var þetta lamb eða ær? „Þetta var stálpað lamb,“ segir Dagný brosandi. Það gengur furðuvel að kryfja kjammana á disk- Biðstöð á mislangri vegferð BSÍ er upphafspunktur og enda- stöð alheimsins, hvorki meira né minna. Þar hittust fjórir ferðalangar og gæddu sér á sérréttinum kjamma og kók. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Dagný, Villi og Anna Sóley gæða sér á kjamma og kók. ’ Þegar stund gefst milli stríða kemur ýmislegt upp úr dúrnum. „Við drápum kind síðasta sumar,“ segir Anna Sól- ey grafalvarleg.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.