SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 37
Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjarni snæðingur er sínálægur á BSÍ. 16. maí 2010 37 Anna Sóley Viðarsdóttir er nemi í ritlist, en vinnur meðfram því á B5 og hjá Andersen & Lauth. Hún klæðist flíkum „héðan og þaðan“, kraginn er frá Hlín Reykdal, KOW-slaufa í hárinu, sokkabuxurnar frá Stellu í Bankastræti og pilsið úr einkasafni. Anna Sóley Jón Þór Ísberg húðflúr- ari er í lopapeysu sem Hildur Helga Jóhann- esdóttir, systir hans, prjónaði og gaf honum í jólagjöf árið 2006. Jón Þór Dagný Berglind Gísla- dóttir starfar í Nostalgíu og er í námi í ritlist og listfræði. Hún klæðist flíkum frá íslenskum hönnuðum. Skórnir eru frá KronKron, kjóllinn er frá Nostalgíu og slaufu- beltið frá Einveru. Dagný Villi er flesta daga með hendurnar í hári fólks á Rauðhettu. Hann er þennan dag í jakka sem hann fékk lánaðan hjá Snorra Reyk- dal. „Ég fór í gegnum safnið hjá honum áður en ég fór niður á BSÍ. Gott stöff!“ Annars var hann í fötum „úr einkasafni“. Villi Bjarni snæðingur er tengdur ímynd BSÍ órofa böndum, enda er mynd af honum í matsalnum. Hann lætur sig þó vanta í myndatökuna, því hann er heima með fjölskyldunni á sunnudögum, en lætur sig hafa það að tala í síma. „Kjammi og kók á 1.500 krónur er aðalsmerki staðarins,“ segir hann hressilega. „Það lyfti kjammanum á hærra plan þegar ég tók frá honum mjólkina og setti kók í staðinn. Þetta er náttúrlega toppurinn á íslenska matseðlinum – það segir sig sjálft.“ Hann segir mannlífsflóruna fjölbreytta sem venur komur sínar á BSÍ. „Það er allt frá ráðamönnum þjóðarinnar niður í mann götunnar. Ráð- herra situr kannski á einu borði og sá sem á hvergi heima á því næsta. Síðan er þarna fólk á vegamótum, sem er ýmist að koma eða fara. Þetta er upphafspunktur alheimsins – umferðarmiðstöðin. Þaðan liggja vegir til allra átta. En þetta er líka endastöð.“ Fleiri þjóðlegir réttir eru á boðstólum á BSÍ. „Við reiðum fram lamba- kótilettur, sem ég kalla galvaníseraðar eins og við fengum hjá mömmu í gamla daga. Svo erum við með saltkjöt á miðvikudögum. En þessir tveir réttir, kjamminn og kótiletturnar, eru langvinsælastir.“ Um leið og veitingasalnum er lokað er lúgusjoppan opnuð. „Það er nætursalan gamla, sú elsta á Íslandi,“ segir Bjarni. „Við opnum veit- ingasalinn yfirleitt á bilinu sjö til níu á morgnana, í miðri viku lokum við klukkan eitt á nóttunni og frá fimmtudegi til sunnudags er opið allan sól- arhringinn.“ – Er nóg að gera? „Það breyttist mikið með tilkomu 10-11-búðanna og smám saman hefur dregið meira úr því með auknu vöruframboði á bensínstöðvum,“ segir Bjarni. „En við höfum lagt áherslu á að byggja upp veitingasöluna í staðinn og það gengur mjög vel með góðri aðstoð Lobba, Guðmundar Ólafssonar. Hann er í megrun og hefur náð af sér 15 kílóum, stór og mikill maður eins og þú veist, og síðan gefur hann það út að megrun- arkúrinn sé sá að snæða á BSÍ. Ef valdir séu síðubitar og alvöru kjarn- mikill matur, þá geri kroppurinn sér ekki grein fyrir því að það er kreppa og kalli ekki eftir skyndifæði á milli mála. Það hafa margir hringt til að spyrja um megrunarkúrinn, en ég segi fólki að það sé enginn megrun- arkúr til – allur matur sé hollur ef hann er borðaður rétt.“ Upphafspunktur alheimsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.