SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 38
38 16. maí 2010 Ferðalög E ftir að almættið tók upp á þeim óskunda að spúa eldi og brenni- steini yfir lauslátar konur, fjár- glæframenn og annað brotgjarnt fólk á dögunum hafa flugsamgöngur víða um lönd farið úr skorðum. Reykjarstrók- urinn úr Eyjafjallajökli hefur sína henti- semi og flugfarþegar verða að taka kenj- unum í honum eins og hverju öðru hundsbiti. Milljónir manna hafa verið kyrrsettar af þessu tilefni (ætti orðið „jarðaðar“ ekki betur við í þessu sam- hengi?) við misjafnar undirtektir. Gott er að grípa í gömlu góðu bókina eða iPodinn þegar beðið er, jafnvel tímunum saman, eftir flugi. Almennt eru flug- stöðvar hins vegar takmarkaðar byggingar og fátt við að vera gerist manni biðin hvimleið. Ég hef til dæmis fundið verulega til með aumingja bíðendunum á Akureyr- arflugvelli upp á síðkastið. Í þeirri bygg- ingu er dægradvöl nefnilega af skornum skammti. Hrópleg andstæða Akureyrarflugvallar er alþjóðaflugvöllurinn í München í Bæj- aralandi. Raunar minnir hann á góðum degi um margt meira á skemmtigarð en flugstöð. Þar þarf engum að leiðast. „Við leggjum mikla áherslu á þægindi, byggingarnar eru hannaðar með það fyrir augum að farþegar komist ferða sinna hratt og örugglega. Hér geta menn náð tengiflugi á þrjátíu mínútum sem er skemmri tími en þekkist annars staðar í heiminum,“ segir Corinna Born, mark- aðsstjóri München-flugvallar. „Þurfi fólk hins vegar að doka lengur við eftir flugi þykir okkur sjálfsagt að stytta því stund- irnar með afþreyingu og þjónustu af ýmsu tagi.“ Torg eitt mikið, sem tengir flugstöð 1 og 2 saman, gegnir lykilhlutverki í þessu til- liti. Þak, sem er gegnsætt að hluta, er yfir rýminu og fyrir vikið ríkir þar einskonar tjaldstemning. Þar eru reglulega haldnir tónleikar og uppákomur af öðru tagi og fyrir jólin er jafnan settur upp veglegur markaður. Á veturna er skautasvell á torginu og myndast þar oft skemmtileg stemning, að sögn Corinnu Born. Á sumr- in er ferjaður ljós sandur inn á torgið og keppt af móð í strandblaki. Bæjarar eru frægir fyrir bjórgarða sína og einn slíkan er að sjálfsögðu að finna í miðrými flugstöðvarinnar. Ekki nóg með það, bjórinn er bruggaður á staðnum í anda bæverskra munka en á þessum slóð- um hefur bjór verið bruggaður frá því fyrir Íslandsbyggð. „Hefðin er á okkar bandi og við erum eina flugstöðin í heiminum sem rekur bruggverksmiðju,“ segir Corinna hróðug. Fjöldi veitingastaða er í flugstöðinni af öllum stærðum og gerð- um. Hægt er að velja um hefðbundinn þýskan mat, asískan og ítalskan svo eitthvað sé nefnt, auk skyndibitans. Þegar gestgjafinn fréttir að McDonald’s hafi hrökkl- ast frá Íslandi stefnir hún skónum umsvifalaust þangað. „Hér snæðum við í kvöld.“ Til allrar hamingju sveigir hún á elleftu stundu af leið. Með stríðnisbros á vör. Corinna gerir því skóna að Ísland sé eina siðmenntaða landið í heiminum sem ekki hafi McDonald’s. Það er alltént léttir að heyra að við skulum enn teljast til sið- menntaðra þjóða. Í stað McDonald’s liggur leiðin inn á dæmigerðan þýskan matsölustað. Af ýmsu er að taka. Ég panta pörusteik, Haxe á frummálinu. Það er gríðarvinsæll réttur á þessum slóðum. Mér til mikillar skelfingar kemur í ljós að ég hef pantað heilt svín, a.m.k. grís. Annað eins kjötflikki hef ég ekki í annan tíma séð á einum og sama diskinum. Ég hef á orði að þetta nægi fyrir heila fjölskyldu. „Og hundinn,“ bætir Corinna við. Ég minnist þess ekki að hafa leift af diskinum mínum síðan ég var sex ára en að þessu sinni verð ég að játa mig sigraðan. Hamarinn er þrítugur. Sessunautar mínir hafa lúmskt gaman af þessu en þegar disk- urinn er farinn bendir Corinna á, að ég hafi með þessari aumu framgöngu kallað vont veður yfir Bæjaraland í ótilgreindan tíma. Vil ég nota þetta tækifæri til að biðja það góða fólk velvirðingar á sumarseink- uninni! Spark og skart Verslanir hafa sitt aðdráttarafl á flugvell- inum í München eins og annars staðar en þær eru yfir 150 talsins. Sú nýjasta er helg- uð stuðningsmönnum sparkveldisins Bayern München sem hampaði enn einum meistaratitlinum í Þýskalandi um liðna helgi. Robben stendur á öllum treyjum. Hvar er Ribéry? Tísku- og skart- gripaverslanir eru mest áberandi í flug- stöðinni, auk minjagripaverslana. Öfugt við Leifsstöð eru verslanirnar á flugvellinum í München opnar almenningi og segir Corinna fjölda Þjóðverja nýta sér það, einkum fólk frá nálægum bæjum en líka frá München sjálfri. „Hér er sann- kölluð verslunarmiðstöðvarstemning á hverjum degi.“ Þá er ótalinn svonefndur Gestagarður, þar sem gott útsýni er yfir flugbrautirnar og flugstöð 1. Þar getur einnig að líta þrjár gamlar flugvélar, Super Constellation, Bæjarar eru bjór- elskt fólk. Völlur fer á flug Skautasvell, strandblak, bruggverksmiðja, list- sýningar. Franz Josef Strauss-flugvöllurinn í München er enginn venjulegur flugvöllur. Hann minnir um margt meira á verslunarmiðstöð og skemmtigarð. Þar þarf engum að leiðast. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Á góðum degi er líf og fjör í miðrýminu á flugvell- inum í München. Hér er jólamarkaðurinn í gangi. Listsýningar eru hluti af starfseminni. Corinna Born
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.