SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 39
16. maí 2010 39 Douglas DC-3 og Junkers Ju 52/3m fyrir þá sem þekkja til. Einnig er hægt að fara upp á svalir í flugstöð 2 og fylgjast með vélunum at- hafna sig á vellinum, lenda og fara á loft. Að sögn Corinnu lokuðu flestir flugvellir aðstöðu af þessu tagi eftir „11. september“. „Við vildum halda þessu áfram en í örygg- isskyni var net strengt yfir svalirnar.“ Hafandi kynnst herlegheitunum blasir við að spyrja Corinnu hvort það sé mark- mið flugvallarstjórnenda að gestir þurfi ekki að fara lengra. Nóg sé að fljúga til München, verja góðum tíma á flugvell- inum og halda svo aftur heim. „Ekki al- veg,“ svarar hún hlæjandi. „En fólki er vitaskuld velkomið að vera eins lengi og það vill.“ Glæsihótel er starfrækt á svæðinu undir merkjum Kempinski. Flugvöllurinn er staðsettur tæpa þrjátíu kílómetra norðaustur af München, stein- snar frá hinum sögufræga bæ Freising, þar sem Benedikt páfi XVI var vígður til prests á sínum tíma. Völlurinn heitir í höfuðið á stjórnmálamanninum Franz Josef Strauss (1915-88) sem um tíma var forseti Bæjara- lands. Hann var sjálfur flugmaður og setti flugsamgöngur á oddinn. Flugstöð 1 var tekin í notkun vorið 1992 og flugstöð 2 ell- efu árum síðar. Áform eru um að bæta við þriðju flugstöðinni en tilskilin leyfi liggja ekki fyrir. München-flugvöllur er næststærsti flugvöllurinn í Þýskalandi með tilliti til fjölda farþega á eftir Frankfurt. 32,7 millj- ónir manna áttu leið þar um á liðnu ári. Það er að vísu fækkun um tvær milljónir farþega milli ára en Corinna Born skrifar þá staðreynd á efnahagskreppuna í heim- inum. „Við höfum fundið fyrir henni eins og aðrir en ég er sannfærð um að þetta er tímabundið ástand. Fyrstu mánuðir þessa árs lofa strax góðu, þrátt fyrir eldgosið á Íslandi,“ segir hún og horfir glottandi á mig og íslenska samferðamenn mína. „Við skulum annars ekkert vera að segja gest- um hérna á flugvellinum frá því að þið séuð frá Íslandi.“ Það er líklega rétt mat. Þeim sem vilja kynna sér ferðamöguleika í Þýska- landi er bent á heimasíðu þýska ferðamálaráðs- ins á íslensku, www.tyskalandsferdir.travel. Ýmsir hafa yndi af því að versla á flugvöllum. Þeir fá sitthvað fyrir sinn snúð í München. Gestagarðurinn er vin- sæll enda útsýni yfir flugvallarsvæðið gott. ’ Hafandi séð herlegheitin blasir við að spyrja Corinnu hvort það sé markmið flugvallarstjórnenda að gestir þurfi ekki að fara lengra. Nóg sé að fljúga til München, verja góðum tíma á flug- vellinum og halda svo aftur heim. Á sumrin er komið upp aðstöðu fyrir strandblak í miðrými flugvallarins. Á veturna breytist blakströndin í skautasvell, þar sem ungir og aldnir skemmta sér. Sæki syfja að farþegum er hægt að leigja glæsilega hvíldarklefa á flugvellinum. Franz Josef Strauss-flugvöllurinn í München er mikið og veglegt mannvirki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.