SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Qupperneq 39

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Qupperneq 39
16. maí 2010 39 Douglas DC-3 og Junkers Ju 52/3m fyrir þá sem þekkja til. Einnig er hægt að fara upp á svalir í flugstöð 2 og fylgjast með vélunum at- hafna sig á vellinum, lenda og fara á loft. Að sögn Corinnu lokuðu flestir flugvellir aðstöðu af þessu tagi eftir „11. september“. „Við vildum halda þessu áfram en í örygg- isskyni var net strengt yfir svalirnar.“ Hafandi kynnst herlegheitunum blasir við að spyrja Corinnu hvort það sé mark- mið flugvallarstjórnenda að gestir þurfi ekki að fara lengra. Nóg sé að fljúga til München, verja góðum tíma á flugvell- inum og halda svo aftur heim. „Ekki al- veg,“ svarar hún hlæjandi. „En fólki er vitaskuld velkomið að vera eins lengi og það vill.“ Glæsihótel er starfrækt á svæðinu undir merkjum Kempinski. Flugvöllurinn er staðsettur tæpa þrjátíu kílómetra norðaustur af München, stein- snar frá hinum sögufræga bæ Freising, þar sem Benedikt páfi XVI var vígður til prests á sínum tíma. Völlurinn heitir í höfuðið á stjórnmálamanninum Franz Josef Strauss (1915-88) sem um tíma var forseti Bæjara- lands. Hann var sjálfur flugmaður og setti flugsamgöngur á oddinn. Flugstöð 1 var tekin í notkun vorið 1992 og flugstöð 2 ell- efu árum síðar. Áform eru um að bæta við þriðju flugstöðinni en tilskilin leyfi liggja ekki fyrir. München-flugvöllur er næststærsti flugvöllurinn í Þýskalandi með tilliti til fjölda farþega á eftir Frankfurt. 32,7 millj- ónir manna áttu leið þar um á liðnu ári. Það er að vísu fækkun um tvær milljónir farþega milli ára en Corinna Born skrifar þá staðreynd á efnahagskreppuna í heim- inum. „Við höfum fundið fyrir henni eins og aðrir en ég er sannfærð um að þetta er tímabundið ástand. Fyrstu mánuðir þessa árs lofa strax góðu, þrátt fyrir eldgosið á Íslandi,“ segir hún og horfir glottandi á mig og íslenska samferðamenn mína. „Við skulum annars ekkert vera að segja gest- um hérna á flugvellinum frá því að þið séuð frá Íslandi.“ Það er líklega rétt mat. Þeim sem vilja kynna sér ferðamöguleika í Þýska- landi er bent á heimasíðu þýska ferðamálaráðs- ins á íslensku, www.tyskalandsferdir.travel. Ýmsir hafa yndi af því að versla á flugvöllum. Þeir fá sitthvað fyrir sinn snúð í München. Gestagarðurinn er vin- sæll enda útsýni yfir flugvallarsvæðið gott. ’ Hafandi séð herlegheitin blasir við að spyrja Corinnu hvort það sé markmið flugvallarstjórnenda að gestir þurfi ekki að fara lengra. Nóg sé að fljúga til München, verja góðum tíma á flug- vellinum og halda svo aftur heim. Á sumrin er komið upp aðstöðu fyrir strandblak í miðrými flugvallarins. Á veturna breytist blakströndin í skautasvell, þar sem ungir og aldnir skemmta sér. Sæki syfja að farþegum er hægt að leigja glæsilega hvíldarklefa á flugvellinum. Franz Josef Strauss-flugvöllurinn í München er mikið og veglegt mannvirki.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.