SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 40
40 16. maí 2010 Pasta primavera 1 kjúklingabringa pipar salt 6 msk ólífuolía 2-3 gulrætur 3-4 vorlaukar eða bútur af blaðlauk 1 paprika 2-3 tómatar, vel þroskaðir og rauðir 1-2 hvítlauksgeirar 150 g grænar baunir (frosnar) 300 g pasta, helst pipe rigate 50 g nýrifinn parmesanostur lófafylli af saxaðri basilíku Kjúklingabringan krydduð með pipar og salti. 2 msk af olíu hitaðar á pönnu og bringan steikt við meðalhita í 7-8 mín- útur á hvorri hlið. Á meðan eru gulrætur, vor- eða blaðlaukur, paprika og tómatar skorin í litla teninga og hvítlaukurinn saxaður smátt eða pressaður. Kjúklinga- bringan tekin af pönnunni þegar hún er rétt steikt í gegn. Afganginum af olíunni bætt á pönnuna og síðan gulrótum, lauk og hvítlauk. Látið krauma við fremur vægan hita í um fimm mínútur. Papriku, tómötum og baunum bætt á pönnuna, kryddað með pipar og salti og látið krauma í um fimm mínútur í viðbót, þar til grænmetið er rétt orðið meyrt. Á með- an er pastað soðið í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum og kjúkling- urinn skorinn í fremur litla bita. Hellt í sigti og síðan hvolft í skál, grænmetinu ásamt olíunni hellt yfir og kjúklingnum og helminginum af parmesanostinum blandað saman við ásamt basilíkunni. Borið fram með afganginum af ostinum. Saltfiskur hljómar kannski ekkert vor- lega en þessi karabíski saltfiskréttur er sérlega frísklegur og góður og er vinsæll sumarréttur á heimaslóðum. Reyndar má líka nota annan fisk, svo sem lúðu eða lax. Það er ekki verra að láta hann standa í svona hálftíma áður en hann er borinn fram svo bragðið hafi tíma til að blandast og þroskast. Líka má sleppa salatblöð- unum og nota kaldar, soðnar kartöflur í staðinn. V orið er sá tími sem ég öfunda helst erlenda kunningja mína og fleiri sem fást við að setja saman uppskriftir og birta í fjölmiðlum. Þá verður ekki þverfótað fyrir uppskriftum að alls konar vorgrænmeti, spergli og fyrstu jarðarberjum vorsins og hvers kyns grósku, allt nýupptekið og brakandi ferskt og freistandi. Hér höfum við varla annað nýtt og ferskt á þessum árstíma en rabarbarann, sem er rétt að byrja að láta á sér kræla ef vel árar. Jú, svo er auðvitað gróðurhúsaræktaða grænmetið sem fæst allt árið og er gott út af fyrir sig, en maður saknar þess óneit- anlega að geta ekki notið ferskleikans og kraftsins sem vorið ber með sér og sést núna í grasinu sem er að grænka og trján- um sem eru að laufgast. Maður vill hafa eitthvað léttara og frísklegra á borðum á vorin og sumrin og þegar náttúran vill ekki sjá manni fyrir góðgætinu verður bara að fara aðra leið. Primavera þýðir vor og pasta primavera (sem er reyndar bandarískur réttur en ekki ítalskur) ætti að innihalda ferskt og ungt grænmeti vorsins, nýskorinn spergil, nýtíndar grænar baunir, nýuppteknar litl- ar gulrætur og annað slíkt. Við notum það sem við höfum og reynum að velja ferskt og gott grænmeti – bragðgott, milt og fljóteldað; fyrir utan það sem hér er haft mætti t.d. nota smátt skorið spergilkál. Um að gera að hafa græn- metið litríkt og bæta svo við krydd- jurtum í lokin. Ég notaði basilíku en það mætti líka nota klettasalat eða stein- selju. Ég notaði eina kjúklingabringu í rétt- inn en það má vel sleppa henni og hafa bara grænmetið því það á að vera aðal- atriðið. Sumum þykja allar pastateg- undir jafngildar en þær henta raunar misvel fyrir hina ýmsu rétti og í þennan rétt finnst mér langbest að nota pasta eins og pipe rigate, með holrúmum sem fanga alla litlu grænmetisbitana. Auð- vitað má nota aðrar tegundir. Sósan er bara ólífuolía og parmesanostur; ítalskt og sumarlegt. Þungar rjómasósur eru fyrir haust og vetur. En ef þið eruð í vetrarlegu skapi má nota minni olíu til að steikja grænmetið, hella dálitlum matreiðslurjóma á pönnuna og láta sjóða aðeins og blanda svo saman við pastað og kjúklinginn. Karabískt saltfisksalat 4-500 g saltfiskur (eða annar fiskur) 3 egg 150 g konfekttómatar ½ rauðlaukur 1 lítil lárpera ½ poki góð salatblanda safi úr ½ sítrónu safi úr 1 límónu 4 msk ólífuolía 1 hvítlauksgeiri, pressaður pipar salt 12 ólífur steinselja Saltfiskurinn settur í pott ásamt vatni, hitað að suðu, látið malla í 2-3 mínútur og svo er slökkt undir pottinum og fiskurinn látinn kólna í soðinu. Tekinn upp úr og losaður sundur í flögur. Eggin harðsoðin, kæld og skorin í báta. Tómatarnir skornir í helminga eða báta, rauðlaukurinn sax- aður smátt og lárperan skorin í bita sem velt er upp úr sítrónusafa. Salatblöðunum dreift á fat, lárperuteningum, saltfiski og rauðlauk dreift á miðjuna og eggjum og tómötum sitt hvorum megin við (það má líka blanda öllu saman í skál). Sítrónusafi, límónusafi, olía, hvítlaukur, pipar og salt hrist saman og hellt yfir salatið og ólífum og steinselju dreift yfir allt saman. Borið fram með góðu brauði. Ég er ekki mikið fyrir marenstertur. Þykkur, dísætur marensbotn, þeyttur rjómi, oft karamellukrem, súkkulaði eða eitthvað annað sætt – ég er venjulega búin að fá nóg eftir tvo bita. Um þessa pavlóvu gegnir hins vegar allt öðru máli, ég á erfitt með að hætta. Sýran úr sítrónunum og jógúrtinni er einmitt það sem þarf til að skapa rétta jafnvægið á móti sykrinum og fá verulega frísklega og sumarlega tertu. Sítrónukremið er blanda af grískri jóg- úrt og sítrónusmjöri (lemon curd) sem ekki tekur nema nokkrar mínútur að búa til. Í það eru notaðar jafnmargar rauður og hvíturnar í pavlóvunni eru og þar með er eitt af stóru vandamálunum við mar- ensbakstur leyst, þ.e. hvað á að gera við Vor í sinni, vor á borði Á þessum árstíma höfum við varla annað nýtt og ferskt en rabarbarann. Öðru máli gegnir erlendis þar sem ekki er þverfótað fyrir uppskriftum að alls konar vorgrænmeti, spergli og jarðarberjum. Nanna Rögnvaldardóttir Saltfisksalatið er dálítið Miðjarðarhafslegt en það er reyndar ættað frá Karíbahafi. Pasta primavera er líka gott sem pastasalat; við stofuhita, ekki ískalt. Morgunblaðið/Golli Matur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.