SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 42
42 16. maí 2010 K ynslóðir koma og fara, þar með taldar „ódauðlegar“ kvikmyndastjörnur, sem skilja eftir sig skörð sem fjöldinn allur telur að aldrei verði fyllt. Það er nokkuð til í því, en gleymum ekki að maður kemur í manns stað. Það átti enginn að ná með táslurnar þar sem Humphrey Bogart, Gary Cooper, Spencer Tracy, Cary Grant eða Paul Newman, að ógleymdum John Wayne, Clint Eastwood og Steve McQueen, höfðu hælana, svo örfá nöfn séu nefnd. Nú eða harðjaxlar og karlmennskuímyndir á borð við Lee Mar- vin, Charles Bronson, einhver nefnir örugglega Sylvester Stallone, Arnold Schwarzenegger, Denzel Washington, Bruce Willis og Nicolas Cage. Allir hafa þeir náð þeim himinhæðum að verða goðsagnakennd átrúnaðargoð um allan heim. Við, aðdáendur þeirra, lokum eyr- unum ef menn voga sér að líkja ein- hverjum nýstirnum við hetjurnar okkar. En undarlegt nokk höfum við til allrar guðs lukku jafnan fengið verðuga arftaka í tröllum á borð við Johnny Depp, Brad Pitt, Leonardo Di Caprio, Tom Cruise. Í fyllingu tímans verður missir þeirra örugglega óbætanlegur. Mark Wahlberg, Daniel Craig, Jeff Bridges, Mel Gibson, George Clooney, Will Smith, Matt Dam- on, Viggo Mortensen, Jim Carrey, Russell Crowe, Will Smith og Heath Ledger, hefði hann lifað. Og hvað með Javier Bar- dem, mundi einhver spyrja. Það er vænn hópur á bekknum sem laðar að í bíó í dag og vegur á móti mélkisum á borð við Or- lando Bloom, Joss Hartnett, Cliff Owen, Colin Farrell, Ryan Reynolds, Gerard Butler, Keanu Reeves, Jude Law, Hugh Jackman og hvað þær nú heita, allar þessar mannborlegu, innantómu dæg- urflugur sem suða á tjaldinu um sinn uns óverulegur gjóluskratti feykir þeim inn í tómthús gleymskunnar. Svo eru það leikararnir sem áttu heiminn en hafa brennt allar brýr að baki sér; Al Pacino, Robert De Niro, Dustin Hoffman … Hvað er í gangi með manninn, gleymir hann kvenþjóðinni? Nei, hreint ekki, ég sýti hins vegar mjög hversu fá ærleg hlut- verk eru skrifuð fyrir leikkonur, í hvaða kvikmyndagrein sem er. Helst að þær fái umtalsverð tækifæri í dramatíkinni og laufléttum rómantískum gamanmynd- um. Kynjamisréttið er himinhrópandi. Obbinn af þessum fáu feitu bitum fellur í hlut Meryl Streep, Cate Blanchett og Naomi Watts, þær eru ígildi Depp, Pitt og Di Caprio af „veikara kyninu“. Það er sægur af mögnuðum leikkonum, þótt þær fái færri og oft bragðdaufari tækifæri. Hilary Swank þarf ekki að kvarta, Rachel Weisz, Keira Knightley, Scarlett Joh- ansson, Penélope Cruz, Thandie Newton, Rachel McAdams, Nicole Kidman. Ellen Page er vonandi ekki á útleið nú þegar, sumir eru einfaldlega of sérstakir og alltof snjallir fyrir glansmyndaiðnaðinn sem heldur gangandi kvikmyndahúsum heimsbyggðarinnar. Hlédrægt hæfileikafólk Það er ótrúlegt hvað glæsilegar stór- leikkonur eins og Susan Sarandon, Juli- anne Moore, Helena Bonham Carter, Diane Lane og Uma Thurman eru lítið í sviðsljósinu, miðað við hæfileika og útlit. Sama má segja um margan staffírugan karlpeninginn, nefnum aðeins Sean Penn, Kevin Bacon, John Cusack, Chris Cooper, Tim Robbins, Joaquin Phoenix mun hafa kosið fásinnið. Og hvað í ósköpunum varð af jafn frábærum leik- urum og Don Cheadle og Jamie Foxx? Á síðustu öld voru til drottningar hvíta tjaldsins, risar á borð við Bette Davis, Joan Crawford, Elizabeth Taylor, Kather- ine Hepburn, Sophiu Loren, Marilyn Monroe, listinn er langur. Nú eru það helst hin ósökkvanlega Meryl Streep, An- gelina Jolie og Kate Winslet sem fylla þennan flokk ásamt Nicole Kidman (til skamms tíma). Helen Mirren er alltaf jafn stórfengleg líkt og Judi Dench. Plássið er að fyllast og tímabært að nálgast framtíðina. Við sjáum hana e.t.v. í Shia LaBeouf, einkum ef hann spjarar sig í nýju Wall Street-myndinni hans Olivers Stones. Channing Tatum er á siglingu í myndunum Public Enemy (Pretty Boy Floyd), G.I. Joe og á næstunni fer hann með aðalhlutverkið í stórmyndinni The Eagle of the Ninth (ásamt Mark Strong, öðrum eftirtektarverðum leikara); The Brotherhood of the Rose og The Stanford Prison Experiment, svo eitthvað sé nefnt. Josh Brolin er kominn upp undir toppinn með hjálp magnaðrar frammistöðu í vænum myndum og margar forvitnilegar á leiðinni. Thomas Jane vakti athygli í Boogie Nights og er, líkt og Brolin, sönn- un þess að sígandi lukka er best. Hann er að færa sig upp úr miðlungsmoði eftir sögum Stephens Kings (The Mist, Dreamcatcher), upp í aðalhlutverk og leikstjórastólinn í The Devil’s Comm- andos. Við skulum ekki gleyma Jason Statham, þótt hann fái örugglega aldrei svo mikið sem Golden Globe-tilnefn- ingu. Hann hefur einfaldlega sannað það í flestum sínum B-myndum að hann er býsna skemmtilegur karakter á tjaldinu, heldur hlutunum gangandi með sinni groddaútgeislun. Dálítill Rourke í hon- um. Sam Worthington (Avatar, Clash of the Titans) er með mest áberandi leik- urum dagsins en hann á eftir að sanna hvort hann hefur seigluna. Látum myndir eins og Last Night, Dracula Year Zero og einkum The Debt (þar sem hann fær að spreyta sig með þungavigtarfólki eins og Mirren, Ciarán Hinds og Tom Wilkinson) skera úr um það. Það má nefna Gabriel Macht, Chris Pine og sjálf- sagt fjölda annarra til sögunnar en látum Christian Bale vera piparkornið í pylsu- endanum. Hann þarf ekki að kvarta undan atvinnuleysi þótt ég spái honum gleymsku eftir svo sem fimm ár – svo maður sé örlátur. Kvennablóminn ótæmandi Kvennablóminn er ótæmandi í leikara- stéttinni og líklega er Kristen Stewart sú sem ríkir í dag hjá nýstirnunum. Það á hún að þakka fínni frammistöðu í Twi- light-seríunni, sem er álíka vinsæl og best gerist í bálkum um ofurhetjur með hreðjar. Stewart er með margar myndir í takinu, sumar athyglisverðar, eins og Backwoods, Paani og An American Girl. Zoe Saldana er önnur, brennheit og fersk eftir metaðsóknarmyndina Avatar. Hún mun m.a. leika í næstu Star Trek-mynd og er væntanleg í einum fimm myndum í ár. Ég minntist áður á Ellen Page og það væri þvert á sannfæringu mína að skipa henni ekki í flokk með stjörnum fram- tíðarinnar. Sama máli gegnir um Rachel McAdams, sem stóð sig engu síður en karlarnir í Sherlock Holmes og State of Play. Hún er væntanleg í aragrúa mynda, þ.á m. Ness eftir David Fincher, í hrikalegu karlamoði: Matt Damon (Eliot Ness), Gary Oldman og Casey Af- fleck. Þá fer hún með aðalkven- hlutverkið í nýjustu mynd Terrences Malicks, á móti Bale og Bardem. Ekki slorlegur félagsskapur. Ég veðja líka á Maggie Gyllenhaal, og svo er það alltaf hún Reese litla Witherspoon … Greinin var unnin á fullkomlega óvís- indalegan hátt, aðeins stuðst við tilfinn- inguna. Johnny Depp. Reuters Hverjir erfa hvíta tjaldið? Það líður ekki svo árið að einhverjum vænum pilti og stúlku sé ekki spáð frægð og frama – hvert svo sem framhaldið verður. Könnum hverjir eru heitir í dag og hverja þeir erfa. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Scarlett Johansson. Meryl Streep.Brad Pitt. Sunnudagur 16. maí 2010 kl. 21.30. (RÚV) RÚV heldur áfram að sýna athyglisverðar myndir á sunnudagskvöldum, þær eru fá- gætt ljós í myrkrinu. Kvöldið í kvöld er engin undantekning, boðið upp á sviðsetta banda- ríska heimildarmynd um einn af þeim hræði- legu glæpum sem japönsku hermennirnir frömdu í tengslum við síðari heimsstyrjöld- ina. Þetta er hin kraftmikla Nanking, sem segir af fórnunum sem íbúar þessarar kín- versku borgar þurftu að færa er Japanar her- tóku hana rétt fyrir stríðsbyrjun. Brugðið er ljósi yfir aðstoðina sem samfélag um 200.000 erlendra íbúa borgarinnar veitti heimamönnum sem voru hólpnir ef þeir komust inn á friðað svæði útlendinganna. Kínverskar konur voru einkum grátt leiknar af japönsku villimönnunum sem smöluðu þeim saman í tugþúsundatali og sendu vítt og breitt sem kynlífsþræla fyrir hermenn keisara sólarinnar. Skaðabótamálum þeirra er nýlokið. Sviðsett eru viðbrögð nokkurra íbúa á hlutlausa svæðinu, notuð brot úr gömlum heimildarmyndum og lesið úr bréf- um og skýrslum og rætt við Kínverja sem lifðu af djöfulskapinn. Myndin hefur fengið afburðadóma og er sannkallaður hvalreki. Meðal þeirra sem koma fram: Woody Harrel- son, Mariel Hemingway, Jürgen Prochnow og Stephen Dorff. Leikstjórar: Bill Guttentag og Dan Sturman. Nanking Laugardagur 15. maí 2010 kl. 23.50. Hallam Foe (Bell) er ungur Skoti sem syrgir nýlátna móður sína og hefur búið um sig í tréhúsi þar sem hann fylgist náið með hátt- um nágrannanna, beinir ekki síst sjónauk- anum að föður sínum (Hinds) og nýju kon- unni hans (Forlani), en hann grunar þau um verknaðinn. Það sem í upphafi voru grun- semdir breytast í þráhyggju og sjúklega eft- irsjá. Að endingu flýr Foe fortíðina til Ed- inborgar, þar sem hann kemst með góðrar konu hjálp á réttan kjöl. Óvenjulegt sálfræðiblandað gamandrama vaknar til lífsins í höndunum á „undra- barninu“ Bell (Billy Elliott), sem þrátt fyrir heldur ósæmilega hegðun gluggagægis og aðrar vafasamar hvatir vinnur mann á band söguhetjunnar. Forvitnileg, var sýnd á veg- um Græna ljóssins. Leikstjóri: David Mac- kenzie. Aðalleikarar: Jamie Bell, Sophia Myl- es, Ciaran Hinds, Claire Forlani. Myndir vikunnar í sjónvarpi Hallam Foe Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.